Innlent

Hálft annað hundrað lærir japönsku

Myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint.
Myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint.
Aldrei hafa fleiri nemendur í grunnskólum landsins lært ensku, en 78,9 prósent nemenda stunda það nám. Framhaldsskólanemendur læra að meðaltali 1,41 tungumál skólaárið 2010 til 2011. Áhugi á japönsku eykst, 148 lærðu það tungumál 2010 til 2011, en þeir voru 114 veturinn á undan. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands.

Dagur tungumála í Evrópu var í gær. Í tölum Hagstofunnar má sjá að stúlkur sækja frekar í tungumálanám í framhaldsskólunum en piltar. Alls læra 73,8 prósent stúlkna og 73,5 prósent pilta tungumál í framhaldsskólum. Flestir læra ensku, þá dönsku og þýskan er í þriðja sæti. Þess ber að geta þessi tungumál eru skyldunámsgreinar hjá flestum framhaldsskólanemum.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×