Gat kannað verðið og keypt minna 28. september 2011 06:00 Björgvin Tómasson Framkvæmdastjóri Norvik segir að Ríkislögreglustjóri hefði getað gert verðsamanburð þótt hann hafi verið í tímaþröng. Fréttablaðið/GVA stjórnsýsla „Ég er ekki að kaupa þessar skýringar Ríkislögreglustjóra,“ segir Björgvin Tómasson, framkvæmdastjóri öryggisvörufyrirtækisins Nortek. „Ríkislögreglustjóri segir að það hafi ekki unnist tími til útboða en það er hægt að gera verðkannanir – það tekur ekki langan tíma að senda tölvupóst á nokkur fyrirtæki og spyrja um verð og afhendingartíma,“ segir Björgvin sem kveður vissulega mögulegt að önnur fyrirtæki en þau sem getið er í úttekt Ríkisendurskoðunar hafi getað útvegað þann búnað sem keyptur var án útboðs eða verðkannana af fyrirtækjum lögreglumanna eða venslamanna þeirra. „Ef við hefðum fengið verðfyrirspurn þá hefðum við nú sest niður og gúgglað. Mér finnst það fullódýr skýring að tíminn hafi verið óvinurinn. Auðvitað geri ég mér grein fyrir því að það var tímaleysi en hefði þá ekki mátt gera minni pöntun og kaupa sér tíma? Það er fullt af spurningum sem koma upp í hugann. Ég gerði ekki mér grein fyrir að þetta væri svona,“ segir Björgvin. Nortek hefur að sögn Björgvins boðið lögreglu vörur eins og eiturlyfjaprófanir og áfengismæla. Fleiri fyrirtæki séu á þeim markaði en stundum hafi Nortek náð viðskiptum við lögregluna. Það hafi þó verið fyrir óverulegar upphæðir og að undangengnum verðsamanburði af hálfu lögreglunnar að því er hann best hafi vitað. - gar Fréttir Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira
stjórnsýsla „Ég er ekki að kaupa þessar skýringar Ríkislögreglustjóra,“ segir Björgvin Tómasson, framkvæmdastjóri öryggisvörufyrirtækisins Nortek. „Ríkislögreglustjóri segir að það hafi ekki unnist tími til útboða en það er hægt að gera verðkannanir – það tekur ekki langan tíma að senda tölvupóst á nokkur fyrirtæki og spyrja um verð og afhendingartíma,“ segir Björgvin sem kveður vissulega mögulegt að önnur fyrirtæki en þau sem getið er í úttekt Ríkisendurskoðunar hafi getað útvegað þann búnað sem keyptur var án útboðs eða verðkannana af fyrirtækjum lögreglumanna eða venslamanna þeirra. „Ef við hefðum fengið verðfyrirspurn þá hefðum við nú sest niður og gúgglað. Mér finnst það fullódýr skýring að tíminn hafi verið óvinurinn. Auðvitað geri ég mér grein fyrir því að það var tímaleysi en hefði þá ekki mátt gera minni pöntun og kaupa sér tíma? Það er fullt af spurningum sem koma upp í hugann. Ég gerði ekki mér grein fyrir að þetta væri svona,“ segir Björgvin. Nortek hefur að sögn Björgvins boðið lögreglu vörur eins og eiturlyfjaprófanir og áfengismæla. Fleiri fyrirtæki séu á þeim markaði en stundum hafi Nortek náð viðskiptum við lögregluna. Það hafi þó verið fyrir óverulegar upphæðir og að undangengnum verðsamanburði af hálfu lögreglunnar að því er hann best hafi vitað. - gar
Fréttir Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira