Betra eftirlit sparar raforku 28. september 2011 05:00 Áhrifarík nýjung Hilmir Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri íslenska nýsköpunarfyrirtækisins ReMake Electric, með eftirlitsbúnaðinn sem hefur vakið mikla lukku. Fréttablaðið/Stefán Fyrirtækið ReMake Electric er eitt af fjölmörgum nýsköpunarfyrirtækjum hér á landi sem eru í örum vexti. Fyrirtækið sérhæfir sig í raforkunýtingarlausnum og var stofnað í júní 2009, en hafði þá verið í þróun í tæp tvö ár þar á undan. ReMake hefur þróað nýstárlegan búnað sem auðveldar fyrirtækjum og heimilum að fylgjast með raforkunotkun, að sögn Hilmis Inga Jónssonar, framkvæmdastjóra ReMake. „Þetta er rafskynjunarbúnaður sem er settur í rafmagnstöflur og þar mælum við eftir þörfum hvers viðskiptavinar allt rafmagn sem fer í gegnum skápinn þannig að viðkomandi fær nákvæma yfirsýn yfir það hvenær og hvar rafmagn er notað og hvert álagið er og hvað það kostar. Þetta er einfaldur búnaður í uppsetningu og rekstri og við hönnum kerfið þannig að það vinnur fyrir þig og er ekki að trufla þig meira en þú biður um.“ Með betri yfirsýn geti viðskiptavinir sparað raforkunotkun sína og aukið öryggi, segir Hilmir. „Kerfið getur líka skipt sköpum í að fyrirbyggja eldhættu. Þannig er til dæmis hægt að stilla kerfið þannig að ekki eigi að vera kveikt á helluborði á ákveðnum tíma sólarhrings og ef svo er, fær notandinn skilaboð í símann sem lætur vita af því.“ Hilmir segir mikinn áhuga á kerfinu, sérstaklega erlendis. „Íslendingar eru ekki eins meðvitaðir. Við sjáum það að erlendis eru allir á kafi í þessu, en hér heima er enn lítið verið að spá í orkunotkun. Fólk kveikir bara og slekkur ljós án þess að velta því mikið fyrir sér hvað gerist í millitíðinni. Þetta er hins vegar ekki ósvipað því að keyra bíl. Ef þú ekur ekki skynsamlega þá eyðir þú meira bensíni.“ Hann bætir því við að meira eftirlit með eyðslu geti haft í för með sér mikinn sparnað fyrir heimili og fyrirtæki. „Fyrirtækin geta líka sparað sér verulegar fjárhæðir í viðhaldi á tækjum með frekara eftirliti. Með skynjaranum er til dæmis hægt að sjá hvenær stór og dýr tæki eyða óvenju mikilli orku. Þá er hægt að bregðast strax við og koma í veg fyrir skemmdir eða bilanir sem gætu annars orðið mikið dýrari.“ Hilmir segir undirtektir hafa verið afar góðar. Arion banki hefur þegar tekið kerfið í notkun og mörg önnur stórfyrirtæki hafa sýnt áhuga. - þj Fréttir Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Fyrirtækið ReMake Electric er eitt af fjölmörgum nýsköpunarfyrirtækjum hér á landi sem eru í örum vexti. Fyrirtækið sérhæfir sig í raforkunýtingarlausnum og var stofnað í júní 2009, en hafði þá verið í þróun í tæp tvö ár þar á undan. ReMake hefur þróað nýstárlegan búnað sem auðveldar fyrirtækjum og heimilum að fylgjast með raforkunotkun, að sögn Hilmis Inga Jónssonar, framkvæmdastjóra ReMake. „Þetta er rafskynjunarbúnaður sem er settur í rafmagnstöflur og þar mælum við eftir þörfum hvers viðskiptavinar allt rafmagn sem fer í gegnum skápinn þannig að viðkomandi fær nákvæma yfirsýn yfir það hvenær og hvar rafmagn er notað og hvert álagið er og hvað það kostar. Þetta er einfaldur búnaður í uppsetningu og rekstri og við hönnum kerfið þannig að það vinnur fyrir þig og er ekki að trufla þig meira en þú biður um.“ Með betri yfirsýn geti viðskiptavinir sparað raforkunotkun sína og aukið öryggi, segir Hilmir. „Kerfið getur líka skipt sköpum í að fyrirbyggja eldhættu. Þannig er til dæmis hægt að stilla kerfið þannig að ekki eigi að vera kveikt á helluborði á ákveðnum tíma sólarhrings og ef svo er, fær notandinn skilaboð í símann sem lætur vita af því.“ Hilmir segir mikinn áhuga á kerfinu, sérstaklega erlendis. „Íslendingar eru ekki eins meðvitaðir. Við sjáum það að erlendis eru allir á kafi í þessu, en hér heima er enn lítið verið að spá í orkunotkun. Fólk kveikir bara og slekkur ljós án þess að velta því mikið fyrir sér hvað gerist í millitíðinni. Þetta er hins vegar ekki ósvipað því að keyra bíl. Ef þú ekur ekki skynsamlega þá eyðir þú meira bensíni.“ Hann bætir því við að meira eftirlit með eyðslu geti haft í för með sér mikinn sparnað fyrir heimili og fyrirtæki. „Fyrirtækin geta líka sparað sér verulegar fjárhæðir í viðhaldi á tækjum með frekara eftirliti. Með skynjaranum er til dæmis hægt að sjá hvenær stór og dýr tæki eyða óvenju mikilli orku. Þá er hægt að bregðast strax við og koma í veg fyrir skemmdir eða bilanir sem gætu annars orðið mikið dýrari.“ Hilmir segir undirtektir hafa verið afar góðar. Arion banki hefur þegar tekið kerfið í notkun og mörg önnur stórfyrirtæki hafa sýnt áhuga. - þj
Fréttir Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira