Innlent

Óku burt á milljóna króna rafmagnslest

Fyrir yngstu kynslóðina Lestin er jafnan notuð til að ferja mjög ung börn. Þeir sem henni stálu hafa líklega verið heldur eldri.Fréttablaðið/páll bergmann
Fyrir yngstu kynslóðina Lestin er jafnan notuð til að ferja mjög ung börn. Þeir sem henni stálu hafa líklega verið heldur eldri.Fréttablaðið/páll bergmann
Rafmagnsknúinni smálest var stolið úr geymslu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í fyrrinótt og henni ekið út um sundurklippta girðingu. Lögregla fann lestina við leikskóla í grenndinni eftir skamma leit. Hún varð ekki fyrir teljandi skemmdum.

Næturvörður hafði séð hóp ungmenna sniglast í garðinum fyrr um nóttina. Þjófarnir eru hins vegar ófundnir.

Tómas Óskar Guðjónsson forstöðumaður segir að lestin sé milljóna virði og til allrar hamingju hafi skemmdirnar ekki verið miklar. Ekki hafi verið öryggismyndavélar á þessum stað í garðinum, þar sem þeirra hafi verið talin meiri þörf annars staðar. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×