Fréttir

Fréttamynd

Kapphlaup við tímann

Björgunarmenn í Utah í Bandaríkjunum eru nú í kapphlaupi við tímann að bjarga 6 námaverkamönnum sem festust í kolanámu sem féll saman snemma í gær. Náman er rúmlega 450 metra niðri í jörðinni. Björgunarmenn hafa enn ekki náð sambandi við námaverkamennina og því ekki vitað með vissu að þeir séu enn á lífi.

Erlent
Fréttamynd

Gin- og klaufaveiki greinist á öðru býli

Gin- og klaufaveiki hefur greinst á öðru nautgripabúi á Suður-Englandi og óttast að veikin hafi einnig greinst á því þriðja. Bændur á Bretlandseyjum segja það mikið áfall ef í ljós komi að sjúkdómurinn hafi borist í dýrin frá rannsóknarstöð sem meðal annars framleiðir bóluefni gegn sjúkdómnum.

Erlent
Fréttamynd

Kannað hvort flóðvatn hafi valdið smiti

Evrópusambandið hefur bannað útflutning á fersku kjöti, lifandi skepnum og mjólkurvörum frá öllu meginlandi Bretlands tímabundið, vegna gin- og klaufaveiki sem greindist á bóndabæ á Suður-Englandi í síðustu viku. Breskir sérfræðingar rannsaka nú hvort flóðum sumarsins sé um að kenna að smit hafi borist í skepnurnar.

Erlent
Fréttamynd

Náðu tökum á eldunum

Miklir skógareldar hafa logað í Suður-Evrópu það sem af er sumri og hafa ekki verið verri í þeim hluta álfunnar fyrr. Neyðarástandi var lýst yfir í króatísku hafnarborginni Dubrovnik um helgina en í dag náðu slökkviliðsmenn tökum á eldunum sem loguðu þar.

Erlent
Fréttamynd

Abbas og Olmert funda

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, komu saman til viðræðan í Jeríkó á Vesturbakkanum í morgun. Mikil öryggisgæla er við fundarstaðinn en svo háttsettir fulltrúar Ísraela og Palestínumanna hafa ekki fundað í palestínskri borg í mörg ár.

Erlent
Fréttamynd

190 þúsund byssur týndar

Bandarísk hermálayfirvöld hafa týnt 190 þúsund skotvopnum sem sett voru í hendur íraskra lögreglu- og hermanna. Byssurnar átti að nota til að tryggja öryggi íraskra borgara en nú er óttast að þær séu notaðar til að myrða þá og bandaríska hermenn.

Erlent
Fréttamynd

Neyðarástand vegna elda í Dubrovnik

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í króatísku hafnarborginni Dubrovnik þar sem miklir skógareldar loga nú. Gríðarlegir skógareldar hafa logað í Suður-Evrópu það sem af er sumri og ekki hafa þeir verið verri í þeim hluta álfunnar fyrr.

Erlent
Fréttamynd

Gusmao nýr forsætisráðherra Austur-Tímor

Xanana Gusmao, fyrrverandi forseti Austur-Tímor, verður nýr forsætisráðherra landsins. Jose Ramos-Horta, forseti, hefur falið flokkabandalagi undir forystu Gusmaos að mynda nýja ríkisstjórn. Enginn einn flokkur fékk hreinan meirihluta á þingi í kosningum fyrir rúmum mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Hóta að myrða gíslana

Uppreisnarmenn Talíbana hóta því að myrða 21 Suður-Kóreumann sem þeir hafa í gíslingu ef Bush Bandaríkjaforseti og Karzai, forseti Afganistans, fyrirskipi ekki að fangelsaðir Talíbanar fái frelsi. Forsetarnir funda nú í Camp David í Bandaríkjunum um ástandið í Afganistan.

Erlent
Fréttamynd

Pólitískar handtökur á Íslandi

Pólitískar handtökur eru staðreynd á Íslandi, segir Eva Hauksdóttir, aðgerðarsinni. Hún kveður fjölmarga hafa verið handtekna fyrir það eitt að vera nærstadda við mótmæli Saving Iceland. Sjálf segist hún hafa verið svipt frelsi í níu klukkustundir eftir að hafa fylgst með mótmælum við Hellisheiðarvirkjun í síðustu viku. Hreyfingin hyggst kæra Ríkissjónvarpið til siðanefndar Blaðamannafélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Kerfisskýring á fæð skattadrottninga

Af þeim níutíu sem raðast á topp tíu lista skattaumdæmanna eru sex konur. Skattadrottning landsins er Ingunn Gyða Wernersdóttir sem greiðir þriðju hæstu skatta landsins. Margrét Kristmannsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri, segir fæð kvenna meðal hæstu skattgreiðenda skýrast meðal annars af því að fjármagnstekjur reiknist á þann makann sem hefur hærri launatekjur.

Innlent
Fréttamynd

Bankagróði 6 mánaða dygði grunnskólum í 2 ár

Þrír stærstu bankar landsins högnuðust um tæpa níutíu milljarða á fyrri hluta ársins. Hagnaðurinn myndi duga til að reka alla grunnskóla á landinu í meira en tvö ár. Landsbankinn kynnti afkomu á fyrri hluta ársins í dag og er hagnaðurinn röskir 26 milljarðar.

Innlent
Fréttamynd

Tekjur ríkisins af fjármagnstekjuskatti aukast um þriðjung

Fjármagnstekjuskattur hækkar um þriðjung á milli ára og nú greiða rösklega níutíuþúsund landsmenn skatt af fjármagnstekjum. Skattgreiðendum hefur aldrei fjölgað jafn mikið á milli ára en nú og er skýringin sá mikli fjöldi útlendinga sem bæst hefur á íslenskan vinnumarkað.

Innlent
Fréttamynd

Bjartsýnn á að bjór komist í búðir

Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, Borgar Þór Einarsson, er bjartsýnn á að núverandi ríkisstjórn leyfi sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum - þrátt fyrir að einn ötulasti baráttumaður þess á þingi, Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, hafi lýst því yfir að hann muni ekki beita sér í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Svona eru lögin

Dómsmálaráðherra sér ekki ástæðu til að breyta því að fólki sem dæmdar eru bætur vegna ofbeldis, þurfi sjálft að sækja bæturnar í hendur ofbeldismanna.

Innlent
Fréttamynd

Eyjagöng aldrei í einkaframkvæmd

Vestmannaeyjagöng verða aldrei fjármögnuð með einkafé, slík er óvissan og stærðargráðan á verkefninu, segir Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar. Hann segir eyjagöng tæplega raunhæf í náinni framtíð.

Innlent
Fréttamynd

Heilbrigðisráðherra vill bjór í búðir

Heilbrigðisráðherra styður sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum. Þjóðin drekkur í dag tæplega þriðjungi meira en markmið heilbrigðisáætlunar stjórnvalda gerir ráð fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Gervigreindarfræðingar HR í fremstu röð

Íslendingar urðu í gær heimsmeistarar í gervigreind þegar hugbúnaður frá Háskólanum í Reykjavík hafði betur í úrslitaviðureign við Háskólann í Kaliforníu. Keppt var í einfaldri útgáfu af skák. Sigurinn er mikil viðurkenning fyrir gervigreindarsetur háskólans, segir annar sigurvegaranna.

Erlent
Fréttamynd

Metafkoma hjá Kaupþingi

Metafkoma var á nær öllum sviðum hjá Kaupþingi á fyrri hluta ársins. Hagnaður bankans eftir skatta var tæpir fjörutíu og sjö milljarðar króna. Eignir hafa vaxið og eru nú meiri en verðmæti allra fasteigna á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Tekjuaukning hjá Nýherja

Tekjur Nýherja jukust um fjórðung á öðrum ársfjórðungi sé miðað við sama tímabil í fyrra. Nýherji birti á föstudag sex mánaða uppgjör sitt, fyrst félaga í Kauphöllinni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrsta sambankalán Byrs

BYR sparisjóður hefur gengið frá samningi um fyrsta sambankalán bankans fyrir samtals 110 milljónir evra til þriggja ára. Í fréttatilkynningu frá sparisjóðnum kemur fram að hann hafi hlotið góðar viðtökur á alþjóðlegum sambankalánamarkaði og mikil umframeftirspurn hafi verið meðal fjárfesta. Því hafi heildarupphæð lánsins verið hækkuð í 110 milljónir en upphaflega stóð til að taka fimmtíu milljóna evra lán. Alls tóku 14 alþjóðlegir bankar þátt í láninu. Yfirumsjón með því höfðu Bayern LB, HSH Nordbank og Raiffeisen Zentralbank Österreich AG.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dýrara að byggja

Vísitala byggingakostnaðar hækkaði lítillega í júlí. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um hálft prósent í maí.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stilla framlengir tilboðið í Vinnslustöðina

Stilla eignarhaldsfélag ehf. hefur ákveðið að framlengja samkeppnistilboð sitt í hlutafé Vinnslustöðvarinnar hf. um fjórar vikur. Gildir yfirtökutilboðið nú til klukkan fjögur, mánudaginn 20. ágúst 2007. Í tilkynningu frá Stillu segir að ákvörðun um framlengingu tilboðsfrestsins sé tekin með tilliti til niðurstöðu samanburðarmats Saga Capital fjárfestingarbanka hf. á, annars vegar, yfirtökutilboði Eyjamanna ehf. og, hins vegar, samkeppnistilboði Stillu eignarhaldsfélags ehf. Er niðurstaða Saga Capital fjárfestingarbanka hf. sú að tilboð Eyjamanna ehf. geti ekki talist sanngjarnt gagnvart þeim hluthöfum sem því er beint að en hins vegar, sé tilboð Stillu eignarhaldsfélags ehf. sanngjarnt gagnvart hluthöfum Vinnslustöðvarinnar hf. og í samræmi við þá verðlagningu hlutafjár sem hluthafar í sambærilegum félögum hafa notið á undanförnum árum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Baugur kaupir bandarísku fréttaveituna News Edge

Baugur Group og meðfjárfestar hafa keypt bandarísku fréttaveituna NewsEdge af kanadíska upplýsingafyrirtækinu The Thomson Corporation. Fyrirtækið sérhæfir sig í miðlun fjármálafrétta- og upplýsinga til stórfyrirtækja, banka og annarra fjármálastofnanna. Kaupverðið er ekki gefið upp.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan hækkar

Viðskipti í kauphöll Íslands námu tæpum þrettán milljörðum króna í dag. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,58 prósent. Krónan veiktist lítillega.

Viðskipti innlent