Innlent

Svona eru lögin

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar

Dómsmálaráðherra sér ekki ástæðu til að breyta því að fólki sem dæmdar eru bætur vegna ofbeldis, þurfi sjálft að sækja bæturnar í hendur ofbeldismanna.

Við sögðum frá því í fréttum okkar í gær að þrír karlmenn nauðguðu Margréti Hreinsdóttur eina ágústnótt árið 2002. Henni voru dæmdar 1100 þúsund krónur í miskabætur í Hæstarétti árið 2005. Hins vegar er 600 þúsund króna þak á greiðslum vegna miska úr bótasjóði fyrir þolendur afbrota. Restina, eða 500 þúsund krónur, þarf Margrét, eins og aðrir í hennar stöðu, að rukka sjálf af þeim sem nauðguðu henni. Það hefur hún reynt í tvö ár, án árangurs.

Lögmaður Margrétar, Atli Gíslason, sagði í gær algjörlega óforsvaranlegt að þolendur þurfi að sækja bætur til gerenda. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er ósammála Atla og íhugar ekki breytingar á því.

Þakið á hámarksgreiðslum úr bótasjóði hefur ekki hækkað síðan 1995. Þakið á skaðabótum vegna líkamstjóns er tvær og hálf milljón en 600 þúsund á miskabótum. Hefðu bæturnar fylgt neysluverðsvísitölu væri þak á skaðabótum komið í 3 milljónir 760 þúsund en 903 þúsund á miskabótum. En greiðslurnar hafa verið óbreyttar í tólf ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×