Erlent

Kapphlaup við tímann

Guðjón Helgason skrifar

Björgunarmenn í Utah í Bandaríkjunum eru nú í kapphlaupi við tímann að bjarga sex námaverkamönnum sem festust í kolanámu sem féll saman snemma í gær. Náman er rúmlega 450 metra niðri í jörðinni. Björgunarmenn hafa enn ekki náð sambandi við námaverkamennina og því ekki vitað með vissu að þeir séu enn á lífi.

Í dag var byrjað að bora inn í fjallshlíð og niður í jörðina til að komast að auðri námi nærri þeirri sem hrundi og þannig að mönnunum. Opinberir eftirlitsmenn höfðu veitt félaginu sem rekur námuna 300 áminningar frá því í janúar 2004 vegna brota á öryggislöggjöf. Ætla má því að umfangsmikil málaferli gegn eigendum námunnar séu í undirbúningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×