Viðskipti innlent

Raungengi krónu hækkar

Raungengi krónunnar, mælt sem hlutfallsleg þróun verðlags hér á landi samanborið við helstu viðskiptalönd, hækkaði um 1,7 prósent milli júní og júlí samkvæmt bráðabirgðatölum Seðlabankans.

Raungengi hefur hækkað um 12,2 prósent frá áramótum. Ástæða hækkunarinnar er hækkun gengis krónunnar og meiri verðbólga en í helstu viðskiptalöndum, að því er fram kemur í Morgunkorni Glitnis.

Raungengið er mælikvarði á samkeppnisstöðu þeirra innlendu fyrirtækja sem eru í hvað mestri samkeppni við erlenda aðila. Hækkun raungengis merkir að samkeppnisstaða þessara aðila hefur verið að versna í ár.

Raungengið stendur nú nokkuð hærra en það gengi sem að mati greiningar Glitnis tryggir jafnvægi hagkerfisins; lága verðbólgu og lítinn sem engan viðskiptahalla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×