Bankagróði 6 mánaða dygði grunnskólum í 2 ár Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 1. ágúst 2007 18:45 Þrír stærstu bankar landsins högnuðust um tæpa níutíu milljarða á fyrri hluta ársins. Hagnaðurinn myndi duga til að reka alla grunnskóla á landinu í meira en tvö ár. Landsbankinn kynnti afkomu á fyrri hluta ársins í dag og er hagnaðurinn röskir 26 milljarðar. Nú hafa allir þrír stærstu bankar landsins, Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir, kynnt uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Landsbankinn hagnaðist um 26,3 milljarða eftir skatta - sem er 6 milljörðum meira en á sama tíma í fyrra. Samtals högnuðust bankarnir um 88,6 milljarða króna á fyrri hluta ársins. Það er heldur meira en öll sveitarfélögin frá í útsvar af tekjum landsmanna á síðasta ári. Þau fá 87,3 milljarða í útsvar og er langsamlega stærsti tekjustofn sveitarfélaganna, peningar sem standa að miklu leyti undir rekstri leikskóla, grunnskóla, ýmissi þjónustu við fatlaða og aldraða, skipulagsmálum, holræsakerfi, sorphirðu og fleiru. Rúma 32 milljarða þurfti til að reka alla grunnskóla landsins árið 2005 - hagnaður bankanna dygði því til að reka þá í á þriðja ár. En berum saman tölurnar frá þessum þremur bankaveldum í örþjóðfélaginu Íslandi. Kaupþing hagnaðist langmest fyrstu sex mánuði ársins, eða 45,8 milljarða króna, Landsbankinn rúma 26 og Glitnir um 16,5. Þá eru Landsbankinn og Glitnir varla hálfdrættingar á við Kaupþing þegar eignir bankanna eru skoðaðar. Samtals eru eignir bankanna taldar um 9500 milljarða króna virði. Eignir bankanna eru þar með orðnar, ekki bara tvöfalt meiri en verðmæti allra fasteigna á Íslandi, heldur þarf að margfalda fasteignir landsmanna með tveimur komma sex til að fá út sömu tölu. Fréttir Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira
Þrír stærstu bankar landsins högnuðust um tæpa níutíu milljarða á fyrri hluta ársins. Hagnaðurinn myndi duga til að reka alla grunnskóla á landinu í meira en tvö ár. Landsbankinn kynnti afkomu á fyrri hluta ársins í dag og er hagnaðurinn röskir 26 milljarðar. Nú hafa allir þrír stærstu bankar landsins, Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir, kynnt uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Landsbankinn hagnaðist um 26,3 milljarða eftir skatta - sem er 6 milljörðum meira en á sama tíma í fyrra. Samtals högnuðust bankarnir um 88,6 milljarða króna á fyrri hluta ársins. Það er heldur meira en öll sveitarfélögin frá í útsvar af tekjum landsmanna á síðasta ári. Þau fá 87,3 milljarða í útsvar og er langsamlega stærsti tekjustofn sveitarfélaganna, peningar sem standa að miklu leyti undir rekstri leikskóla, grunnskóla, ýmissi þjónustu við fatlaða og aldraða, skipulagsmálum, holræsakerfi, sorphirðu og fleiru. Rúma 32 milljarða þurfti til að reka alla grunnskóla landsins árið 2005 - hagnaður bankanna dygði því til að reka þá í á þriðja ár. En berum saman tölurnar frá þessum þremur bankaveldum í örþjóðfélaginu Íslandi. Kaupþing hagnaðist langmest fyrstu sex mánuði ársins, eða 45,8 milljarða króna, Landsbankinn rúma 26 og Glitnir um 16,5. Þá eru Landsbankinn og Glitnir varla hálfdrættingar á við Kaupþing þegar eignir bankanna eru skoðaðar. Samtals eru eignir bankanna taldar um 9500 milljarða króna virði. Eignir bankanna eru þar með orðnar, ekki bara tvöfalt meiri en verðmæti allra fasteigna á Íslandi, heldur þarf að margfalda fasteignir landsmanna með tveimur komma sex til að fá út sömu tölu.
Fréttir Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira