Kannað hvort flóðvatn hafi valdið smiti Guðjón Helgason skrifar 6. ágúst 2007 18:45 Evrópusambandið hefur bannað útflutning á fersku kjöti, lifandi skepnum og mjólkurvörum frá öllu meginlandi Bretlands tímabundið, vegna gin- og klaufaveiki sem greindist á bóndabæ á Suður-Englandi í síðustu viku. Breskir sérfræðingar rannsaka nú hvort flóðum sumarsins sé um að kenna að smit hafi borist í skepnurnar. Gin- og klaufaveiki greindist í nautgripum á býli í Surrey á föstudaginn. Búið var þegar einangrað og gripum slátrað á búinu og tveimur til viðbótar í nágrenninu til öryggis. Á blaðamannafundi í Brussel í dag hrósaði Philip Tod, talsmaður Evrópusambandsins, breskum stjórnvöldum fyrir snögg viðbrögð við smitinu um leið og hann greindi frá banninum sem væri sett í samvinnu við Breta sem áður höfðu bannað allan flutning á búfénaði. Tod sagði litið á Stóra-Bretland sem mikið hættusvæði og á því væri ákvörðunin byggð. Þar með mætti ekki flytja lifandi dýr, ferskar kjötvörur og mjólkurafurðir þaðan til ríkja ESB. Bannið er sett á til að koma í veg fyrir frekara smit. Farið verði yfir málið aftur á miðvikudaginn og þá ákveðið hvort því verið aflétt eða ekki. Ekki er vitað með vissu hvernig dýrin hafi smitast en grunur beinst að rannsóknarmiðstöð þar sem dýrasjúkdómar eru rannasakaðir og bóluefni framleitt. Þar hafi veiran verið notuð við rannsóknir hjá ríkisrekinni stofnun og einkareknu lyfjafyrirtæki. Yfirmenn beggja neita því að smit hafi borist frá þeim, fyllsta öryggis hafi verið gætt. Bresk heilbrigðisyfirvöld kanna nú hvort veiran hafi borist á nautgripabúið með flóðvatni þegar mest flæddi á Englandi fyrir nokkrum vikum - og þá jafnvel frá rannsóknarstofunni. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Erlent Fréttir Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Evrópusambandið hefur bannað útflutning á fersku kjöti, lifandi skepnum og mjólkurvörum frá öllu meginlandi Bretlands tímabundið, vegna gin- og klaufaveiki sem greindist á bóndabæ á Suður-Englandi í síðustu viku. Breskir sérfræðingar rannsaka nú hvort flóðum sumarsins sé um að kenna að smit hafi borist í skepnurnar. Gin- og klaufaveiki greindist í nautgripum á býli í Surrey á föstudaginn. Búið var þegar einangrað og gripum slátrað á búinu og tveimur til viðbótar í nágrenninu til öryggis. Á blaðamannafundi í Brussel í dag hrósaði Philip Tod, talsmaður Evrópusambandsins, breskum stjórnvöldum fyrir snögg viðbrögð við smitinu um leið og hann greindi frá banninum sem væri sett í samvinnu við Breta sem áður höfðu bannað allan flutning á búfénaði. Tod sagði litið á Stóra-Bretland sem mikið hættusvæði og á því væri ákvörðunin byggð. Þar með mætti ekki flytja lifandi dýr, ferskar kjötvörur og mjólkurafurðir þaðan til ríkja ESB. Bannið er sett á til að koma í veg fyrir frekara smit. Farið verði yfir málið aftur á miðvikudaginn og þá ákveðið hvort því verið aflétt eða ekki. Ekki er vitað með vissu hvernig dýrin hafi smitast en grunur beinst að rannsóknarmiðstöð þar sem dýrasjúkdómar eru rannasakaðir og bóluefni framleitt. Þar hafi veiran verið notuð við rannsóknir hjá ríkisrekinni stofnun og einkareknu lyfjafyrirtæki. Yfirmenn beggja neita því að smit hafi borist frá þeim, fyllsta öryggis hafi verið gætt. Bresk heilbrigðisyfirvöld kanna nú hvort veiran hafi borist á nautgripabúið með flóðvatni þegar mest flæddi á Englandi fyrir nokkrum vikum - og þá jafnvel frá rannsóknarstofunni. Það hefur þó ekki fengist staðfest.
Erlent Fréttir Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira