Fréttir

Fréttamynd

Sá eftirlýsti er enn ófundinn

Steinar Aubertsson, 29 ára maður sem íslensk lögregluyfirvöld lýstu eftir með aðstoð Interpol í lok júní vegna fíkniefnamáls, er enn ófundinn. Fjórir hafa verið ákærðir fyrir þátt sinn í málinu, en hann er ekki þeirra á meðal.

Innlent
Fréttamynd

Talibanarnir myrtu sautján veislugesti

Skæruliðar talibana í Afganistan drápu sautján manns, þar af tvær konur í árás í gleðskap á sunnudag. Líkin fundust í vegarkanti, margir höfðu verið afhöfðaðir.

Erlent
Fréttamynd

Merkel vill breyta sáttmála ESB

Angela Merkel Þýskalandskanslari vill kalla leiðtoga Evrópusambandsins (ESB) saman fyrir lok árs til að ná saman um breytingu á sáttmála sambandsins. Þetta kemur fram í þýska blaðinu Spiegel og vefurinn Euobserver segir frá. Óvíst er hvort Merkel verði að ósk sinni en hún hefur áður lýst yfir vilja til frekari pólitískrar samþættingar ESB-ríkja í skiptum fyrir frekari samruna í efnahagsmálum til að vinna gegn skuldavandanum á evrusvæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Úrskurður í máli Rachel Corrie í dag

Dómstóll í Ísrael mun í dag kveða upp úrskurð í máli foreldra Rachel Corrie sem beið bana á Gaza-ströndinni árið 2003 þegar hún mótmælti eyðileggingu Ísraela á palestínskum heimilum. Rachel Corrie stóð í veginum fyrir jarðýtu og kramdist til bana þegar ýtan ók yfir hana.

Erlent
Fréttamynd

Vændisfólk í bílskúr sendiráðsins

Tveir starfsmenn kanadísku stjórnarinnar hafa verið í Kaupmannahöfn til að rannsaka meint misferli í sendiráði Kanada í borginni, svo sem misnotkun á eignum sendiráðsins, kynþáttafordóma, einelti, ráðningu svarts vinnuafls og vændi í bílskúr sendiráðsins. Öryggisvörður er sagður hafa sést á myndbandsupptöku með vændisfólk í sendiráðsbíl sem lagt hafði verið í bílskúr sendiráðsins.

Erlent
Fréttamynd

Stórtapaði á öryggisgæslu

Til stendur að rannsaka öryggisgæslufyrirtækið G4S, en það sá um gæslu á Ólympíuleikunum í London. Gríðarlegt tap varð af því verkefni, en fyrirtækið gat aðeins útvegað 7 þúsund verði af þeim 10.400 sem samið hafði verið um. Guardian greinir frá þessu.

Erlent
Fréttamynd

Mótmæltu Teen Vogue

Tvær stúlkur efndu til mótmæla við skrifstofur Teen Vogue í vikunni og vildu með því hvetja tímaritið til þess að breyta ekki útliti fyrirsæta í blaðinu með aðstoð tölvutækni.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Strax byrjaðir á nýrri plötu

„Við gerðum 34 lög í vetur og völdum ellefu þar úr og settum á diskinn,“ segir Halldór Gunnar Pálsson, Fjallabróðir með meiru, um diskinn Föstudagslögin sem hann og Sverrir Bergmann gáfu út síðastliðinn föstudag.

Tónlist
Fréttamynd

Koss fyrir heilsuna

Kossar eru ekki aðeins góðir fyrir sambandið við makann heldur geta þeir einnig verið góðir fyrir heilsu fólks ef marka má rannsóknir á þessu saklausa athæfi.

Innlent
Fréttamynd

Húseiningar standa á víðavangi

Húseiningar hafa um nokkra hríð staðið við Reykjanesbraut. Einingarnar eru á nokkuð áberandi stað enda blasa þær við vegfarendum sem keyra Reykjanesbrautina.

Innlent
Fréttamynd

Þingforseti segir hótel óboðlegt löggjafanum

„Ég hef verulegar áhyggjur af þessum tillögum og því sem þær bera með sér gagnvart Alþingi. Það verður að taka tillit til löggjafans,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, um vinningstillögu í samkeppni um hótel í Landsímahúsinu gegnt þinginu. Hún hefur sent Reykjavíkurborg bréf þar sem athugasemdum þingsins við tillöguna er komið á framfæri. Þá hefur forsætisnefnd þingsins rætt málið og mun taka það fyrir á sumarfundi sínum í ágúst.

Innlent
Fréttamynd

Segir vörður skemma náttúru og stemningu

„Náttúran er ekki ósnortin lengur því þar eru allar þessar fjandans vörður,“ segir Ingó Herbertsson leiðsögumaður, sem telur þann sið ferðalanga að hlaða vörður út um hvippinn og hvappinn vera til mikillar óþurftar.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðhátíð nær þolmörkum

Búið er að selja um sjö þúsund miða á Þjóðhátíð í Eyjum. Svo mikil aðsókn var í miða í vikunni að netsíðan sem hýsir miðasöluna hrundi.

Innlent
Fréttamynd

Telja að makríllinn kunni að valda búsifjum sjófugla

Erpur Snær Hansson, sviðsstjóri vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands, segir að margir hallist að þeirri kenningu að ágangur makrílsins geti að miklu leyti útskýrt þær búsifjar sem lundinn og aðrir sjófuglar hafi orðið fyrir síðustu ár.

Innlent
Fréttamynd

Ekki tilefni til verðlækkunar

Steingrímur J. Sigfússon iðnaðarráðherra telur ekki tilefni til að endurskoða verðstefnu Landsvirkjunar varðandi raforku. Fréttablaðið sagði frá því í gær að raforkuverð hefði lækkað víða um heim, einkum í Bandaríkjunum, og stóriðjufyrirtæki væru að hugleiða enduropnun lokaðra verksmiðja.

Innlent
Fréttamynd

Vilja fá að framleiða ógerilsneydda osta

Beint frá býli, félag bænda sem stunda sjálfstæða sölu eigin afurða, hefur óskað formlega eftir því við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið að framleiðsla osta úr ógerilsneyddri mjólk verði heimiluð í takmörkuðu magni.

Innlent
Fréttamynd

Lágmark að halda illgresi í skefjum

„Það er lágmarkskrafa að sá meirihluti sem hér er við völd standi undir því einfalda verkefni að láta slá græn svæði í borginni og halda illgresi í skefjum,“ segir í bókun sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram á borgarráðsfundi í gær

Innlent
Fréttamynd

Augun svíkja ekki lygarann

Breskir vísindamenn segjast hafa afsannað þá kenningu að merkja megi lygar af augnagotum fólks. Vísindamennirnir tóku upp myndband með sjálfboðaliðum þar sem þeir ýmist lugu eða sögðu satt.

Innlent
Fréttamynd

Færri ráðnir án auglýsinga

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir mjög hafa dregið úr ráðningum án auglýsinga hjá ríkinu. Fréttablaðið greindi frá bréfi Umboðsmanns Alþingis, þar sem hann hvatti til að slíkum ráðningum yrði fækkað og sagði það myndu efla traust á ríkisvaldinu.

Innlent
Fréttamynd

55 þúsund sóttu um 380 störf

Um 55 þúsund manns sóttu um 380 störf sem auglýst voru hjá IKEA í Barcelona á Spáni. IKEA undirbýr opnun verslunar í borginni síðar á þessu ári, að því er segir á fréttavef Aftenposten sem vitnar í vefsíðuna abc.es. Næstum fjórðungur Spánverja er án vinnu, þar af yfir helmingur ungs fólks á aldrinum 15 til 24 ára. Alls eru yfir fjórar milljónir Spánverja án atvinnu.

Erlent
Fréttamynd

Eldri borgarar drykkfelldari en áður

Norskar konur og karlar eldri en 60 ára drekka nær tvöfalt meira en fyrir tíu árum. Þetta kemur fram í skýrslu vísindamanna við Tækni- og náttúruvísindaháskóla Noregs sem norska ríkisútvarpið vitnar í. Skýrslan byggir á niðurstöðum heilbrigðiskönnunar í Norður-Þrændalögum.

Erlent
Fréttamynd

Rúta með eldri borgurum hafnaði utan vegar

Rúta með 50 eldri borgurum fór út af þjóðvegi 1 við Másvatn, leiðina á milli Lauga og Mývatns, um fimm leytið í dag. Lögreglan á Húsavík fékk tilkynningu um umferðaróhappið skömmu síðar.

Innlent
Fréttamynd

Landaði 29 punda hrygnu í Laxá í Aðaldal

„Viðureignin var tiltölulega stutt, ekki nema 25 eða 30 mínútur. Hann var þungur og allt það en engin læti í honum. Þetta var auðveldara en ég hélt í fyrstu þegar ég sá hversu stór fiskurinn var," segir Björn Magnússon sem veiddi 110 sentimetra lax, sem ætla má að sé 29 pund, við Spegilflúð í Laxá í Aðaldal í gær. „Þetta var mjög skemmtileg viðureign og það liggur við að adrenlínkikkið sé enn þá í manni."

Veiði
Fréttamynd

Greinir ösku í kílómetra fjarlægð

Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet hefur hafið prófanir á öskunema sem á að lágmarka áhættu flugfarþega þegar flogið er um svæði mettað af eldfjallaösku. Eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 og afleiðingar þess er stór þáttur í að þessi tækni er prófuð nú.

Innlent
Fréttamynd

Íslenskur salatbóndi leiðbeinir Kínverjum

„Ég er mjög stoltur af hugmyndum þeirra um að láta peninga í þetta verkefni og gera það vel,“ segir Hafberg Þórisson, eigandi gróðrarstöðvarinnar Lambhaga, sem nýkominn er heim frá Kína þar sem hann ráðlagði heimamönnum um gróðurhúsaræktun.

Innlent
Fréttamynd

Góður árangur af aðgerðum hér

99 prósent sjúklinga sem fara í skurðaðgerðir vegna lungnakrabbameins á Íslandi lifa aðgerðina af og lífslíkur þeirra sem ganga undir aðgerðir hafa batnað mikið. Árangurinn af skurðaðgerðum hér á landi er mjög góður í alþjóðlegum samanburði.

Innlent
Fréttamynd

Lítið mál að flokka sorp - Fréttaskýring

Það er lítið mál að umbylta ruslamálum þjóðarinnar, aðalatriðið er að fræða almenning. Þessu heldur Agnes Gunnarsdóttir fram. Hún er framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Íslenska gámafélaginu sem þjónar fjöldamörgum sveitarfélög um allt land.

Innlent