Íslenskur salatbóndi leiðbeinir Kínverjum 12. júlí 2012 07:30 Hafberg Þórisson og Liu Yi Hua Hafberg ræddi við stóreignamanninn og fjárfestinn Liu Yi Hua í Giyjong um hátæknigróðurhús Hafbergs í Reykjavík sem fyrirmynd við uppbyggingu grænmetisræktunar með auknum afköstum og gæðum í Kína. Mynd/Úr einkasafni „Ég er mjög stoltur af hugmyndum þeirra um að láta peninga í þetta verkefni og gera það vel," segir Hafberg Þórisson, eigandi gróðrarstöðvarinnar Lambhaga, sem nýkominn er heim frá Kína þar sem hann ráðlagði heimamönnum um gróðurhúsaræktun. Aðstoðarlandbúnaðarráðherra Kína heimsótti Lambhaga í maí. Áður höfðu tvær kínverskar sendinefndir heimsótt Hafberg og gróðrarstöðina hans sem þekkt er fyrir Lambhagasalat. Kínverjarnir buðu Hafberg til heimalands síns og þaðan kom hann í síðustu viku eftir rúmlega viku dvöl, fyrst og fremst í Giyjong-héraði. „Þar sýndu þeir okkur hvað þeir eru búnir að gera, hvað þá langar til að gera og hvað er á döfinni," segir Hafberg og útskýrir að þótt Kínverjar séu óhemjugóðir og tæknilega fullkomnir í ræktun hrísgrjóna séu aðferðir þeirra í grænmetisrækt ef til vill ekki nógu afkastamiklar og stundum skorti á gæði. „Nú vilja þeir afkastameiri aðferðir og það er mikill hugur í þeim," segir Hafberg sem átti góðar viðræður við héraðsstjórnina í Giyjong, þar sem stærsta borgin telur 6,5 milljónir íbúa. „Þeir eru mjög velviljaðir því að það sé farið af stað með alvöru verkefni og að það verði gert á sama hátt og hérna hjá mér," segir Hafberg. Kínverjarnir hafi aðallega verið að hugsa um salat. „En ég benti þeim líka á að það er svo margt, margt annað sem þeir geta gert." Hafberg segir heimsóknina hafa komið sér ánægjulega á óvart. „Þeir eru agaðir og mjög umhugað að gera góða hluti, ekki bara í garðyrkju. Vegir og allir innviðir bera vitni um ofboðslegan metnað. Það kom mér mjög á óvart hversu vel hlutunum er stjórnað á þessu svæði," segir garðyrkjubóndinn. Sjálfur er Hafberg einmitt um þessar mundir að betrumbæta eigin framleiðslustöð í Lambhaga. Þar á hann í samvinnu við danska fyrirtækið Danish Greenhouse Supply sem hann kveður það stærsta í Evrópu í framleiðslu tæknibúnaðar í gróðurhús. Danska fyrirtækið taki þátt í verkefninu í Kína og hluti tæknibúnaðarins sé þróaður í Lambhaga þar sem salat er ræktað í lokuðu rými með flugnanetum og tölvustýrðri vatnskælingu. „Það er það sem þeir eru að leita að; að geta stjórnað framleiðslunni til að fá ákveðið magn og gæði á hvern fermetra," segir Hafberg sem á standandi boð um að koma sjálfur til starfa ytra. „Ég er í ágætum málum hérna heima og er ekkert að leita mér að vinnu og benti þeim á að það er til fullt af fólki sem er betra en ég. En ég bauð þeim að vera á hliðarlínunni." gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira
„Ég er mjög stoltur af hugmyndum þeirra um að láta peninga í þetta verkefni og gera það vel," segir Hafberg Þórisson, eigandi gróðrarstöðvarinnar Lambhaga, sem nýkominn er heim frá Kína þar sem hann ráðlagði heimamönnum um gróðurhúsaræktun. Aðstoðarlandbúnaðarráðherra Kína heimsótti Lambhaga í maí. Áður höfðu tvær kínverskar sendinefndir heimsótt Hafberg og gróðrarstöðina hans sem þekkt er fyrir Lambhagasalat. Kínverjarnir buðu Hafberg til heimalands síns og þaðan kom hann í síðustu viku eftir rúmlega viku dvöl, fyrst og fremst í Giyjong-héraði. „Þar sýndu þeir okkur hvað þeir eru búnir að gera, hvað þá langar til að gera og hvað er á döfinni," segir Hafberg og útskýrir að þótt Kínverjar séu óhemjugóðir og tæknilega fullkomnir í ræktun hrísgrjóna séu aðferðir þeirra í grænmetisrækt ef til vill ekki nógu afkastamiklar og stundum skorti á gæði. „Nú vilja þeir afkastameiri aðferðir og það er mikill hugur í þeim," segir Hafberg sem átti góðar viðræður við héraðsstjórnina í Giyjong, þar sem stærsta borgin telur 6,5 milljónir íbúa. „Þeir eru mjög velviljaðir því að það sé farið af stað með alvöru verkefni og að það verði gert á sama hátt og hérna hjá mér," segir Hafberg. Kínverjarnir hafi aðallega verið að hugsa um salat. „En ég benti þeim líka á að það er svo margt, margt annað sem þeir geta gert." Hafberg segir heimsóknina hafa komið sér ánægjulega á óvart. „Þeir eru agaðir og mjög umhugað að gera góða hluti, ekki bara í garðyrkju. Vegir og allir innviðir bera vitni um ofboðslegan metnað. Það kom mér mjög á óvart hversu vel hlutunum er stjórnað á þessu svæði," segir garðyrkjubóndinn. Sjálfur er Hafberg einmitt um þessar mundir að betrumbæta eigin framleiðslustöð í Lambhaga. Þar á hann í samvinnu við danska fyrirtækið Danish Greenhouse Supply sem hann kveður það stærsta í Evrópu í framleiðslu tæknibúnaðar í gróðurhús. Danska fyrirtækið taki þátt í verkefninu í Kína og hluti tæknibúnaðarins sé þróaður í Lambhaga þar sem salat er ræktað í lokuðu rými með flugnanetum og tölvustýrðri vatnskælingu. „Það er það sem þeir eru að leita að; að geta stjórnað framleiðslunni til að fá ákveðið magn og gæði á hvern fermetra," segir Hafberg sem á standandi boð um að koma sjálfur til starfa ytra. „Ég er í ágætum málum hérna heima og er ekkert að leita mér að vinnu og benti þeim á að það er til fullt af fólki sem er betra en ég. En ég bauð þeim að vera á hliðarlínunni." gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira