Talibanarnir myrtu sautján veislugesti 28. ágúst 2012 04:00 Uppgangur Uppreisnarmanna Talibanar og aðrir uppreisnarmenn í Afganistan hafa gerst stórtækari að undanförnu eftir því sem fækkar í herliði Bandaríkjanna og NATO í landinu. Tíu afganskir hermenn voru drepnir í fyrrinótt og tveir Bandaríkjamenn féllu fyrir hendi afgansks hermanns í gær. NordicPhotos/AFP Skæruliðar talibana í Afganistan drápu sautján manns, þar af tvær konur í árás í gleðskap á sunnudag. Líkin fundust í vegarkanti, margir höfðu verið afhöfðaðir. Árásin átti sér stað í svokölluðum Musa Qala-hluta Helmand-héraðs þar sem talibanar hafa ráðið ríkjum. Talibanar hafa enn ekki lýst yfir ábyrgð á morðunum, en talsmaður héraðsstjórnarinnar fullyrti að þeir hefðu verið þar að verki. Óvíst er með tilgang árásarinnar, en líkum er leitt að því að illvirkjunum hafi ofboðið tónlistin sem leikin var í teitinu og dans veislugesta. Á yfirráðasvæðum talibana eru strangar reglur um skemmtanir og tónlist var bönnuð. Þessi árás er ein af fjölmörgum sem hafa átt sér stað undanfarna daga og vikur eftir því sem Bandaríkjamenn fækka í herliði sínu í Afganistan. Áætlað er að síðustu herdeildirnar haldi heim á leið fyrir árslok 2014. Tíu afganskir hermenn voru drepnir í árás allt að tvö hundruð talibana á herstöð aðfaranótt mánudags og tveir bandarískir hermenn féllu fyrir hendi afgansks hermanns í Laghman-héraði í gær. Árásum afganskra hermanna á liðsmenn NATO hefur fjölgað mikið í ár. Alls hafa 42 útlendir hermenn fallið fyrir hendi hermanna í 32 árásum það sem af er ári, þar af tólf í þessum mánuði einum saman. Í fyrra létust 35 með þessum hætti og tuttugu árið 2010. Þrátt fyrir það stendur ekki til að minnka samvinnuna milli NATO-liðsins og afganska hersins. „Við ætlum ekki að draga úr hinu nána sambandi sem við eigum við okkar afgönsku samherja," sagði Günter Katz, hershöfðingi og aðaltalsmaður NATO, í Afganistan í gær. Stefnt er að því að bandarískum hermönnum í Helmand fækki niður í 68.000 í október, en þeir voru 103.000 þegar mest var í fyrra. Þessi samdráttur og boðað brotthvarf hefur valdið áhyggjum af því að talibönum muni vaxa ásmegin á ný og þeir muni hrifsa til sín völd. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Skæruliðar talibana í Afganistan drápu sautján manns, þar af tvær konur í árás í gleðskap á sunnudag. Líkin fundust í vegarkanti, margir höfðu verið afhöfðaðir. Árásin átti sér stað í svokölluðum Musa Qala-hluta Helmand-héraðs þar sem talibanar hafa ráðið ríkjum. Talibanar hafa enn ekki lýst yfir ábyrgð á morðunum, en talsmaður héraðsstjórnarinnar fullyrti að þeir hefðu verið þar að verki. Óvíst er með tilgang árásarinnar, en líkum er leitt að því að illvirkjunum hafi ofboðið tónlistin sem leikin var í teitinu og dans veislugesta. Á yfirráðasvæðum talibana eru strangar reglur um skemmtanir og tónlist var bönnuð. Þessi árás er ein af fjölmörgum sem hafa átt sér stað undanfarna daga og vikur eftir því sem Bandaríkjamenn fækka í herliði sínu í Afganistan. Áætlað er að síðustu herdeildirnar haldi heim á leið fyrir árslok 2014. Tíu afganskir hermenn voru drepnir í árás allt að tvö hundruð talibana á herstöð aðfaranótt mánudags og tveir bandarískir hermenn féllu fyrir hendi afgansks hermanns í Laghman-héraði í gær. Árásum afganskra hermanna á liðsmenn NATO hefur fjölgað mikið í ár. Alls hafa 42 útlendir hermenn fallið fyrir hendi hermanna í 32 árásum það sem af er ári, þar af tólf í þessum mánuði einum saman. Í fyrra létust 35 með þessum hætti og tuttugu árið 2010. Þrátt fyrir það stendur ekki til að minnka samvinnuna milli NATO-liðsins og afganska hersins. „Við ætlum ekki að draga úr hinu nána sambandi sem við eigum við okkar afgönsku samherja," sagði Günter Katz, hershöfðingi og aðaltalsmaður NATO, í Afganistan í gær. Stefnt er að því að bandarískum hermönnum í Helmand fækki niður í 68.000 í október, en þeir voru 103.000 þegar mest var í fyrra. Þessi samdráttur og boðað brotthvarf hefur valdið áhyggjum af því að talibönum muni vaxa ásmegin á ný og þeir muni hrifsa til sín völd. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira