Vilja fá að framleiða ógerilsneydda osta 13. júlí 2012 06:30 Í fjósinu Bændur sem fullvinna og selja eigin afurðir vilja fá heimild til að framleiða osta úr ógerilsneyddri mjólk. Myndin af þessum fallegu gripum tengist efni fréttarinnar ekki beint. Fréttablaðið/Stefán Beint frá býli, félag bænda sem stunda sjálfstæða sölu eigin afurða, hefur óskað formlega eftir því við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið að framleiðsla osta úr ógerilsneyddri mjólk verði heimiluð í takmörkuðu magni. Eins og fram kom í Fréttablaðinu fyrr í vikunni er fólki nú leyfilegt, samkvæmt nýrri reglugerð, að flytja með sér til landsins allt að einu kílói af ostum unnum úr ógerilsneyddri mjólk. Hins vegar er enn í gildi bann við innlendri framleiðslu afurða úr slíkri mjólk. „Það skýtur skökku við ef menn leyfa innflutning og maður spyr sig þá hvort erlenda ógerilsneydda mjólkin sé öruggari en sú innlenda," segir Guðmundur Jón Guðmundsson, formaður Beint frá býli, í samtali við Fréttablaðið og bætir því við að fátt bendi til þess að innlenda mjólkin sé hættuleg. „Ég veit ekki til þess að það séu nokkuð meiri afföll á sveitafólki sem drekkur mjólkina sína en þéttbýlisfólki sem drekkur gerilsneydda mjólk. Það er ekki landlægur bráðadauði hjá þeim." Guðmundur segir málið ekki snúast um að fjöldi bænda hyggist fara út í framleiðslu á ostum úr ógerilsneyddri mjólk. Um réttlætismál sé að ræða. „Okkur finnst eðlilegt að fá að sitja við sama borð og hinir. Fyrst búið er að leyfa innflutninginn, er í mínum huga því ekki spurning um hvort þetta verður leyft heldur hvenær. Í nútímaþjóðfélagi eru hlutirnir ekki gerðir svona." Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra landbúnaðarmála, segir aðspurður um stöðu þessara mála að þau séu einmitt til umræðu í ráðuneytinu þessa dagana. „Það væri hægt að færa rök fyrir því að leyfa framleiðslu á þess konar ostum, en þá yrði gerður greinarmunur á sölu á almennum markaði annars vegar og þessum minni einingum hins vegar," segir Steingrímur. „Það yrði þó að stíga varlega til jarðar vegna heilbrigðissjónarmiða. Fljótt á litið gæti þetta þó komið til greina, enda væri neytendum þá gerð skýr grein fyrir innihaldi vörunnar." thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
Beint frá býli, félag bænda sem stunda sjálfstæða sölu eigin afurða, hefur óskað formlega eftir því við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið að framleiðsla osta úr ógerilsneyddri mjólk verði heimiluð í takmörkuðu magni. Eins og fram kom í Fréttablaðinu fyrr í vikunni er fólki nú leyfilegt, samkvæmt nýrri reglugerð, að flytja með sér til landsins allt að einu kílói af ostum unnum úr ógerilsneyddri mjólk. Hins vegar er enn í gildi bann við innlendri framleiðslu afurða úr slíkri mjólk. „Það skýtur skökku við ef menn leyfa innflutning og maður spyr sig þá hvort erlenda ógerilsneydda mjólkin sé öruggari en sú innlenda," segir Guðmundur Jón Guðmundsson, formaður Beint frá býli, í samtali við Fréttablaðið og bætir því við að fátt bendi til þess að innlenda mjólkin sé hættuleg. „Ég veit ekki til þess að það séu nokkuð meiri afföll á sveitafólki sem drekkur mjólkina sína en þéttbýlisfólki sem drekkur gerilsneydda mjólk. Það er ekki landlægur bráðadauði hjá þeim." Guðmundur segir málið ekki snúast um að fjöldi bænda hyggist fara út í framleiðslu á ostum úr ógerilsneyddri mjólk. Um réttlætismál sé að ræða. „Okkur finnst eðlilegt að fá að sitja við sama borð og hinir. Fyrst búið er að leyfa innflutninginn, er í mínum huga því ekki spurning um hvort þetta verður leyft heldur hvenær. Í nútímaþjóðfélagi eru hlutirnir ekki gerðir svona." Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra landbúnaðarmála, segir aðspurður um stöðu þessara mála að þau séu einmitt til umræðu í ráðuneytinu þessa dagana. „Það væri hægt að færa rök fyrir því að leyfa framleiðslu á þess konar ostum, en þá yrði gerður greinarmunur á sölu á almennum markaði annars vegar og þessum minni einingum hins vegar," segir Steingrímur. „Það yrði þó að stíga varlega til jarðar vegna heilbrigðissjónarmiða. Fljótt á litið gæti þetta þó komið til greina, enda væri neytendum þá gerð skýr grein fyrir innihaldi vörunnar." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira