Þingforseti segir hótel óboðlegt löggjafanum 13. júlí 2012 09:00 alþingi, þingmenn, þingflokksformenn, forseti alþingis ásta ragnheiður jóhannesdóttir „Ég hef verulegar áhyggjur af þessum tillögum og því sem þær bera með sér gagnvart Alþingi. Það verður að taka tillit til löggjafans," segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, um vinningstillögu í samkeppni um hótel í Landsímahúsinu gegnt þinginu. Hún hefur sent Reykjavíkurborg bréf þar sem athugasemdum þingsins við tillöguna er komið á framfæri. Þá hefur forsætisnefnd þingsins rætt málið og mun taka það fyrir á sumarfundi sínum í ágúst. „Það er verið að færa byggingar alveg að Alþingisreitnum, alveg út í gangstétt. Þetta þrengir mjög að gömlu húsunum sem við höfum verið að gera upp á Alþingisreitnum og mun skyggja algjörlega á þau." Ásta Ragnheiður segist hafa fundað með borgaryfirvöldum áður en samkeppnin var haldin til að gera þeim grein fyrir afstöðu þingsins. „En það hvarflaði aldrei að okkur að menn ætluðu að færa byggingarnar alveg ofan í skrifstofuhúsnæði þingsins. Hér í þessum gömlu húsum verður bara myrkur ef þetta verður að veruleika, sem löggjafinn getur vart sætt sig við. Almennt er það þannig að þinghús hafa gott rými í kringum sig og það er ekki byggt ofan í þau. Ég held að við eigum að hafa það stolt gagnvart löggjafarsamkundunni að gefa henni gott rými og að þessi fallegu, gömlu hús fái að njóta sín. Það munu þau ekki gera ef þetta verður að veruleika." Ásta Ragnheiður segir annað áhyggjuefni vera umferðina á svæðinu. Nú þegar sé mjög mikil umferð um svæðið vegna fjölmargra hótela. „Það er geysileg umferð um Kirkjustræti og Aðalstræti og hér standa rútur, trukkar, háfjallabílar og bílaleigubílar þvers og kruss um allt og það er nánast ekki hægt að komast hér að. Mér finnst það ekki boðlegt löggjafanum að fá svona mikið byggingamagn á svæðið." Atburðir í nágrenni þinghúsa víða um heim hafa orðið til þess að meira hefur verið hugað að öryggismálum að undanförnu, að sögn Ástu Ragnheiðar. Þess vegna þurfi að vera auðveld aðkoma að húsinu og nefnir hún sem dæmi að á reitnum séu gömul og viðkvæm timburhús. Rætt hefur verið um að Alþingi kaupi Landsímahúsið og noti undir skrifstofur. Ásta Ragnheiður segir þingið hafa skoðað ýmsar leiðir til að leysa húsnæðisvandann, en hún viti ekki betur en að eigendur hússins vilji bara reka þar hótel. - þeb Fréttir Mest lesið Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
„Ég hef verulegar áhyggjur af þessum tillögum og því sem þær bera með sér gagnvart Alþingi. Það verður að taka tillit til löggjafans," segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, um vinningstillögu í samkeppni um hótel í Landsímahúsinu gegnt þinginu. Hún hefur sent Reykjavíkurborg bréf þar sem athugasemdum þingsins við tillöguna er komið á framfæri. Þá hefur forsætisnefnd þingsins rætt málið og mun taka það fyrir á sumarfundi sínum í ágúst. „Það er verið að færa byggingar alveg að Alþingisreitnum, alveg út í gangstétt. Þetta þrengir mjög að gömlu húsunum sem við höfum verið að gera upp á Alþingisreitnum og mun skyggja algjörlega á þau." Ásta Ragnheiður segist hafa fundað með borgaryfirvöldum áður en samkeppnin var haldin til að gera þeim grein fyrir afstöðu þingsins. „En það hvarflaði aldrei að okkur að menn ætluðu að færa byggingarnar alveg ofan í skrifstofuhúsnæði þingsins. Hér í þessum gömlu húsum verður bara myrkur ef þetta verður að veruleika, sem löggjafinn getur vart sætt sig við. Almennt er það þannig að þinghús hafa gott rými í kringum sig og það er ekki byggt ofan í þau. Ég held að við eigum að hafa það stolt gagnvart löggjafarsamkundunni að gefa henni gott rými og að þessi fallegu, gömlu hús fái að njóta sín. Það munu þau ekki gera ef þetta verður að veruleika." Ásta Ragnheiður segir annað áhyggjuefni vera umferðina á svæðinu. Nú þegar sé mjög mikil umferð um svæðið vegna fjölmargra hótela. „Það er geysileg umferð um Kirkjustræti og Aðalstræti og hér standa rútur, trukkar, háfjallabílar og bílaleigubílar þvers og kruss um allt og það er nánast ekki hægt að komast hér að. Mér finnst það ekki boðlegt löggjafanum að fá svona mikið byggingamagn á svæðið." Atburðir í nágrenni þinghúsa víða um heim hafa orðið til þess að meira hefur verið hugað að öryggismálum að undanförnu, að sögn Ástu Ragnheiðar. Þess vegna þurfi að vera auðveld aðkoma að húsinu og nefnir hún sem dæmi að á reitnum séu gömul og viðkvæm timburhús. Rætt hefur verið um að Alþingi kaupi Landsímahúsið og noti undir skrifstofur. Ásta Ragnheiður segir þingið hafa skoðað ýmsar leiðir til að leysa húsnæðisvandann, en hún viti ekki betur en að eigendur hússins vilji bara reka þar hótel. - þeb
Fréttir Mest lesið Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira