Veður

Veður


Fréttamynd

Tré rifnuðu og trampolín fuku

Björgunarsveitir víðs vegar af landinu hafa haft í nógu að snúast í dag vegna veðurofsans sem gekk yfir landið. Verkefnin snerust að miklu leyti um að koma í veg fyrir tjón af völdum foks.

Innlent
Fréttamynd

„Það er hvergi skjól að hafa“

Það hefur blásið kröftuglega víða um land í dag, svo kröftuglega að strompurinn á Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík þoldi ekki álagið. Veðurfræðingur segir vindáttina gera það að verkum að hvergi sé skjól að hafa á suðvesturhorninu. Það dettur þó allt í dúnalogn um allt land á miðnætti.

Innlent
Fréttamynd

Veðurofsinn gengur yfir í kvöld og nótt

Millilandaflug fór úr skorðum í morgun vegna vonskuveðurs. Sjö flugferðum var aflýst og sex flugferðum seinkað fram á kvöld. Einnig hefur orðið röskun á innanlandsflugi en spáð er vondu veðri víðast hvar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Í basli á leið yfir Hellisheiði

Appelsínugul viðvörun er á suðvesturhorni landsins en afar hvasst er á þessum hluta landsins. Öllum flugferðum frá Keflavíkurflugvelli í morgun var aflýst og bílar eiga sumir hverjir í basli með að komast yfir Hellisheiðina.

Innlent
Fréttamynd

Kröpp lægð nálgast landið og appel­sínu­gular við­varanir

Kröpp lægð er nú skammt vestur af landinu og hún fer austnorðaustur yfir land í dag. Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði því vaxandi suðvestanátt fyrri part dags og rigning eða skúrir, en þurrt að kalla norðaustanlands. Hiti verður á bilinu núll til sex stig.

Veður
Fréttamynd

Allt niður í tíu stiga frost

Búast má við suðvestanátt á landinu í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu, í dag. Skýjað með köflum, stöku él suðvestantil en annars þurrt að kalla. Frost á bilinu núll til tíu stig, kaldast í innsveitum.

Innlent
Fréttamynd

Nokkur útköll vegna veðurs á norðvestanverðu landinu

Björgunarsveitir hafa frá því í gærkvöldi sinnt útköllum vegna óveðurs á Bíldudal, Siglufirði, Suðureyri, Þingeyri og í Grundarfirði. Á Bíldudal losnaði flotbryggja skömmu fyrir miðnætti og þá fauk einnig svalahurð upp á Siglufirði.

Innlent
Fréttamynd

Suð­vestan­átt og kólnandi veður

Spáð er vestan eða suðvestan átt í dag, víða átta til fímmtán metrum á sekúndu, en þó hvassari á stöku stað, einkum á Norðurlandi og með suðausturströndinni.

Veður
Fréttamynd

„Þetta er bara spurning um tíma“

Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, hefur áhyggjur af viðvarandi snjóflóðahættu og segir það ekki spurningu um hvort heldur hvenær illa fer. Ítrekað hafi verið bent á nauðsyn þess að leggja jarðgöng að en íbúar tali fyrir daufum eyrum stjórnvalda.

Innlent
Fréttamynd

Munaði ör­fáum sekúndum á að snjó­­flóð hefði fallið á bílinn

Fjöldi snjó­flóða hefur fallið niður á veg við Súðavíkurhlíð í kvöld. Vega­gerðin lokaði veginum á tíunda tímanum í kvöld en þeir sem fóru veginn fyrr í kvöld furða sig á að honum hafi ekki verið lokað fyrr. Einn veg­farandi segist hafa rétt sloppið við snjó­flóð sem féll á veginn nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að.

Innlent
Fréttamynd

Gular viðvaranir á morgun

Gular við­varanir hafa verið gefnar út á öllu Norður- og Norð­vestur­landi á morgun vegna storms og mikilla rigninga. Ó­veðrið byrjar fyrst í Breiða­firði og á Vest­fjörðum í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Slydda og él næstu daga

Það verður ansi um­hleypinga­samt veður næstu daga ef marka má spár veður­fræðinga Veður­stofunnar. Hiti verður oftar en ekki undir frost­marki og er búist við norð­lægum áttum með úr­komu oftast nær í formi snjó­komu eða slyddu, stundum í élja­formi.

Veður
Fréttamynd

Sjötta hlýjasta ár frá upp­hafi mælinga

Árið 2021 var sjötta hlýjasta ár jarðar frá upphafi mælinga. Vísindamenn segja að hitastig fari almennt hækkandi og gera megi ráð fyrir því að komandi ár verði enn hlýrri. Árið fylgir því fast á hæla áranna 2016 og 2020 sem voru með þeim hlýjustu frá upphafi mælinga.

Erlent
Fréttamynd

Hitinn víða upp undir 50 stig

Hitabylgja gengur nú yfir vesturhluta Ástralíu og víða hefur hitinn þar náð hæðum sem aldrei hafa sést áður. Í bænum Roebourne náði hitinn til að mynda 50 gráðum á celsíus kvarðanum en fyrra met féll árið 2011.

Erlent
Fréttamynd

Flutningabílar lentu utanvegar á Holtavörðuheiði

Tveir flutningabílar fóru út af veginum á Holtavörðuheiði fyrr í kvöld en mikill vindur og hálka var á svæðinu. Færð hefur versnað víða um land og er vetrarfæri víðast. Heiðarnar á vestanverðu landinu eru erfiðar yfirferðar eða lokaðar.

Innlent