Veður

Á­fram­haldandi nætur­frost

Bjarki Sigurðsson skrifar
Yfirleitt verður léttskýjað í dag.
Yfirleitt verður léttskýjað í dag. Vísir/Vilhelm

Búist er við áframhaldandi norðlægri átt í dag, átta til þrettán metrum á sekúndu en fimm til tíu metrum á sekúndu sunnanlands. Léttskýjað verður í dag en þykknar upp norðantil seinni partinn með stöku éli.

Hiti verður núll til níu stig að deginum, hlýjast suðvestanlands, en frost víða núll til fimm stig að næturlagi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:

Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Lítilsháttar él og vægt frost á Norður- og Austurlandi, en annars bjart með köflum og hiti að 6 stigum.

Á þriðjudag:

Hæg austlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og þurrt að kalla, en stöku skúrir við suðurströndina. Hiti 0 til 8 stig, en frost 0 til 4 stig norðaustantil.

Á miðvikudag:

Austan 5-10 m/s með suðurströndinni, en annars hæg breytileg átt. Bjart með köflum, en dálítil væta vestast. Hiti 0 til 8 stig.

Á fimmtudag:

Suðlæg átt og skýjað með köflum, en lítilsháttar úrkoma sunnan- og vestantil. Hiti breytist lítið.

Á föstudag og laugardag:

Líklega suðaustlæg átt og víða rigning, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti á bilinu 5 til 10 stig að deginum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×