Veður

Fremur kalt loft yfir landinu fram yfir helgi

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu verður eitt til sex stig.
Hiti á landinu verður eitt til sex stig. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur köldu lofti yfir landinu í dag og að það verði þannig fram að helgi hið minnsta.

Á vef Veðurstofunnar segir að austlæg eða norðlæg átt ríkjandi. Yfirleitt verði úrkomulítið, en líkur á smá úrkomu á víð og dreif.

Mestar líkur á að úrkoma sem fellur sunnantil á landinu verði í formi rigningar eða skúra, en að næturlagi gæti þetta farið yfir í slyddu eða dálitla snjókomu. Fyrir norðan og austan en loft allmennt kaldara og sú úrkoma sem þar fellur verður líkast til á föstu formi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Hiti á landinu verður eitt til sex stig, en víða næturfrost og kaldast í innsveitum norðaustantil.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag og fimmtudag: Norðlæg átt, 3-10 m/s og skúrir eða dálítil él á austanverðu landinu og með suðurströndinni, en annars bjart með köflum. Víða vægt frost, en hiti að 6 stigum suðvestantil að deginum.

Á föstudag: Heldur hvassari norðlæg átt, vægt frost og skýjað á norðanverðu landinu, en lengst af þurrt. Bjartviðri sunnan heiða og frostlaust að deginum.

Á laugardag: Norðanátt og éljagangur á norðanverðu landinu, einkum norðaustanlands, en annars bjart með köflum og áfram svalt í veðri.

Á sunnudag: Norðaustanátt. Dálítil él fyrir norðan en þurrt syðra. Hiti breytist lítið.

Á mánudag: Útlit fyrir svala en hæga austlæga átt og yfirleitt þurrt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×