Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Spáð er austlægri átt, þremur til tíu metrum á sekúndu, en tíu til fimmtán metrum á sekúndu syðst. Allvíða má reikna með bjartviðri, en skýjuðu og vætu með köflum á sunnanverðu landinu í dag.
Talsverð rigning á Suðausturlandi í kvöld og sums staðar smá væta fyrir norðan. Minnkandi úrkoma sunnantil þegar líður á morgundaginn, annars svipað veður.
Hiti verður á bilinu sex til þrettán stig að deginum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag: Austan og suðaustan 5-10 m/s og dálítil rigning öðru hverju, en þurrt að kalla á Norðausturlandi. Hiti 6 til 13 stig.
Á laugardag: Austlæg átt, 3-10 m/s og dálítil væta á vestanverðu landinu og með suðurströndinni, en annars þurrt að kalla. Hiti 7 til 14 stig.
Á sunnudag, mánudag og þriðjudag: Austlægar áttir og svolítil væta með köflum, en lengst af þurrt á Norðurlandi. Áfram milt veður.
Á miðvikudag: Útlit fyrir hæga austlæga átt með smá vætu á víð og dreif. Hiti breytist lítið.