Ótrúlegt vetrarríki á Hellu og Selfossi í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. apríl 2023 20:25 Það var ekkert smávegis mikill snjór á Hellu í dag. Þar þurfti fólk að moka bíla út úr innkeyrslum sínum. Skjáskot/Aðsent Vetur konungur hrifsaði aftur til sín völdin á suður- og suðvesturlandi í morgun. Snjóþyngslin eru afar óvenjuleg fyrir þennan árstíma - og létu einna helst finna fyrir sér á Selfossi og Hellu, þar sem gríðarlegir skaflar mynduðust Það var sannkallað vetrarríki sem tók á móti höfuðborgarbúum í morgunsárið. Fréttastofa fór á rúntinn upp í Breiðholt og ræddi við íbúa sem kipptu sér mismikið upp við snjóinn, þar á meðal Wiktoria sem hefur búið á Íslandi í tvö ár og var nýbúin að fá fjölskyldu sína í heimsókn. „Við vorum búin að skipuleggja ferð í dag og þetta kom okkur mjög á óvart. En þetta er samt voða fínt, þetta er fyrsta ferð fjölskyldu minnar til Íslands. Þau geta notið vetur og vors á sama tíma,“ sagði Wiktoria. Þetta er aðeins í fimmta sinn á sjötíu og fimm árum sem snjódýpt mælist tíu sentímetrar eða meiri í höfuðborginni eftir miðjan apríl. Snjórinn innan borgarmarkanna getur þó varla talist annað en létt föl miðað við skaflana sem mynduðust á Selfossi í dag. Þar þurftu snjómokstursmenn að hafa hraðar hendur í morgun, eins og sést í meðfylgjandi myndbandi. Sama var uppi á teningnum á Hellu, þar sem sannarlega var ekki að sjá að sumardeginum fyrsta hefði verið fagnað fyrir réttri viku. Myndefnið frá Hellu tók Bjarki Eiríksson. Viðtöl við íbúa í Breiðholti og ótrúlegar myndir af snjónum í borginni og á Suðurlandi má sjá í innslaginu hér fyrir ofan. Veður Rangárþing ytra Árborg Reykjavík Tengdar fréttir „Mjög sjaldgæfir“ tíu sentímetrar mældust í morgun Hvít jörð tók á móti íbúum á suðvesturhorninu og víðar í morgun, mörgum til talsverðs ama. Veðurfræðingur segir þetta harla óvenjulegt; þetta er í fimmta sinn sem snjór mælist tíu sentímetrar eða meiri í höfuðborginni eftir miðjan apríl. 27. apríl 2023 12:08 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira
Það var sannkallað vetrarríki sem tók á móti höfuðborgarbúum í morgunsárið. Fréttastofa fór á rúntinn upp í Breiðholt og ræddi við íbúa sem kipptu sér mismikið upp við snjóinn, þar á meðal Wiktoria sem hefur búið á Íslandi í tvö ár og var nýbúin að fá fjölskyldu sína í heimsókn. „Við vorum búin að skipuleggja ferð í dag og þetta kom okkur mjög á óvart. En þetta er samt voða fínt, þetta er fyrsta ferð fjölskyldu minnar til Íslands. Þau geta notið vetur og vors á sama tíma,“ sagði Wiktoria. Þetta er aðeins í fimmta sinn á sjötíu og fimm árum sem snjódýpt mælist tíu sentímetrar eða meiri í höfuðborginni eftir miðjan apríl. Snjórinn innan borgarmarkanna getur þó varla talist annað en létt föl miðað við skaflana sem mynduðust á Selfossi í dag. Þar þurftu snjómokstursmenn að hafa hraðar hendur í morgun, eins og sést í meðfylgjandi myndbandi. Sama var uppi á teningnum á Hellu, þar sem sannarlega var ekki að sjá að sumardeginum fyrsta hefði verið fagnað fyrir réttri viku. Myndefnið frá Hellu tók Bjarki Eiríksson. Viðtöl við íbúa í Breiðholti og ótrúlegar myndir af snjónum í borginni og á Suðurlandi má sjá í innslaginu hér fyrir ofan.
Veður Rangárþing ytra Árborg Reykjavík Tengdar fréttir „Mjög sjaldgæfir“ tíu sentímetrar mældust í morgun Hvít jörð tók á móti íbúum á suðvesturhorninu og víðar í morgun, mörgum til talsverðs ama. Veðurfræðingur segir þetta harla óvenjulegt; þetta er í fimmta sinn sem snjór mælist tíu sentímetrar eða meiri í höfuðborginni eftir miðjan apríl. 27. apríl 2023 12:08 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira
„Mjög sjaldgæfir“ tíu sentímetrar mældust í morgun Hvít jörð tók á móti íbúum á suðvesturhorninu og víðar í morgun, mörgum til talsverðs ama. Veðurfræðingur segir þetta harla óvenjulegt; þetta er í fimmta sinn sem snjór mælist tíu sentímetrar eða meiri í höfuðborginni eftir miðjan apríl. 27. apríl 2023 12:08