Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Austlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s, hvassast syðst. Skýjað með köflum og þurrt að kalla, en stöku skúrir við suðurströndina. Hiti 0 til 8 stig, en frost 0 til 4 stig norðaustantil.
Á miðvikudag:
Austan 5-10 m/s með suðurströndinni, en annars hæg breytileg átt. Bjart með köflum, en að mestu skýjað suðaustanlands. Hiti 0 til 8 stig.
Á fimmtudag:
Suðaustlæg eða breytileg átt, allhvöss syðst, annars hægari. Skýjað með köflum og þurrt, en lítilsháttar rigning sunnan- og austanlands. Hiti 2 til 10 stig.
Á föstudag og laugardag:
Suðaustlæg átt og víða rigning, en úrkomulítið norðaustantil. Hiti á bilinu 5 til 12 stig að deginum.
Á sunnudag:
Útlit fyrir suðaustanátt með rigningu, en þurrt og bjart með köflum norðantil.