Veður

Veður


Fréttamynd

Mikill missir ef Höllin rís ekki á ný

Þórhallur Einisson, formaður íþróttafélagsins Hamars, segir skilaboðin sem hann fékk í morgun þegar hann kveikti á símanum hafa verið einföld. Hamarshöllin væri farin. Bæjarstjóri segir áfallið mikið fyrir bæjarfélagið.

Innlent
Fréttamynd

Ó­­­lína telur smáa­­­ letrið lýsa hrapps­hætti

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir rithöfundur sem búsett er í Reykjavík lenti í leka vegna asahláku og skýfalls. Af því að vatnið kemur að utan segir hún tryggingafélagið Vörð stikkfrí. Hún telur sig og aðra fórnarlambs hins svokallaða smáaleturs.

Innlent
Fréttamynd

Hafa mestar á­hyggjur af vatns­tjóni í borginni

Al­manna­varnir biðla til fólks, sér­stak­lega þeirra sem búa á suð­vestur­horninu, að huga vel að niður­föllum við hús sín og í næsta ná­grenni fyrir kvöldið. Rauð við­vörun hefur verið gefin út vegna ó­veðurs í kvöld þar sem spáð er mikilli úr­komu.

Innlent
Fréttamynd

Veður­vaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu.

Innlent
Fréttamynd

Laus hross vegna yfirfullra skurða

Skurðir á Suðurlandi eru víða að fyllast eða þegar orðnir fullir af snjó. Af þeim sökum eru girðingar víða á bólakafi. Vegna þessa eiga hross greiða leið út á vegi.

Innlent
Fréttamynd

Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói á rauðri viðvörun

Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi í rauða vegna ofsaveðurs sem gengur yfir landið í kvöld. Appelsínugular viðvaranir eru annars í gildi á öllu landinu. Veðurfræðingur býst við miklu vatnsskemmdaveðri en annar hvellur gengur svo yfir landið strax í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

And­hverfur í veðrinu gætu leikið lands­menn grátt

Óveðrið sem skellur á landsmönnum í dag og í nótt er tvíþætt. Suðaustan illviðri sem byrjar að herja á landið síðdegis nær hámarki í kvöld. Í nótt mætir hins vegar andhverfa þess á svæðið, skyndilegur suðvestan hvellur.

Innlent
Fréttamynd

Brá þegar hann opnaði úti­dyrnar í morgun

Íbúa í Vest­manna­eyjum brá heldur betur í brún þegar hann opnaði úti­dyr sínar í morgun en við honum blasti þéttur snjó­veggur. Allt var kol­ó­fært í Eyjum í morgun en annað eins fann­fergi hefur ekki sést þar í um fimm­tán ár.

Innlent
Fréttamynd

Skafrenningur og þungfært víða

Aðstæður fyrir akstur eru víða slæmar og á það sérstaklega við með suðurströndinni þar sem vindur er mestur. Á Suðurlandi eru hálkublettir og skafrenningur á hringveginum. Annars staðar er þó víðast þæfingsfærð, hálka eða hálkublettir.

Innlent
Fréttamynd

Ekki séð eins mikinn snjó síðan 2008

Veður­við­varanir hafa verið í gildi á öllu Suður- og Vestur­landi síðan í gær. Í Vest­manna­eyjum hefur gríðar­legt fann­fergi valdið miklum truflunum á sam­fé­laginu og segjast Eyja­menn ekki muna eftir eins miklum snjó í rúman ára­tug.

Innlent
Fréttamynd

Götur ófærar í Eyjum

Götur eru ófærar í Vestmannaeyjum eftir veðurham næturinnar. Björgunarfélag Vestmannaeyja stóð í ströngu í gær að losa fasta bíla úr snjónum.

Innlent
Fréttamynd

Hundruð stranda­glópa í Bláa lóninu

Um 330 ferðamenn eru strandaglópar í Bláa lóninu vegna lokuna á Grindavíkurvegi. Leiðsögumaður á svæðinu hefur helst áhyggjur af þeim ferðamönnum sem eiga bókað flug eldsnemma í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Fólk haldi sig heima vegna ó­færðar

Veður hefur gert fólki lífið leitt í dag og björgunasveitir hafa sinnt um þrjátíu verkefnum á höfuðborgarsvæðinu og svipuðum fjölda á Suðurnesjum og Suðurlandi. Lögreglan segir einfaldlega best að halda sig heima í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Von á stormi syðst á landinu

Gular veðurviðvaranir eru í gildi vegna veðurs í dag og fram á morgundaginn. Fyrsta viðvörunin tekur gildi á Suðurlandi skömmu eftir hádegi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Minnst níu hafa látist af völdum Eunice í Evrópu

Í fyrsta sinn í sögunni var rauð viðvörun gefin út í Lundúnarborg í dag vegna stormsins Eunice sem gekk yfir Bretlandseyjar og meginland Evrópu. Að minnsta kosti fjórir hafa látist á Bretlandseyjum og fimm á meginlandinu.

Erlent