Birgitta ætlar aldrei aftur af landi brott: „Fólk þarf að fara að vakna“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. júlí 2023 06:45 Birgitta segir fáa vilja ræða þau vandamál sem massatúrismi hafi í för með sér. Giles Clarke/Getty Images) Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, er hætt að fljúga og segir það vera sitt framlag í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Hún segir fáa vilja horfast í augu við að massatúrismi sé vandamál og segist ekki eiga eftir að sakna þess að fara til útlanda, íslensk náttúra komi þar til bjargar. „Ég tók ákvörðun um það í heimsfaraldrinum að hægja verulega á mínum utanlandsferðum,“ segir Birgitta í samtali við Vísi. Hún segist síðast hafa farið á Glastonbury tónlistarhátíðina í fyrra en hafi nú fengið nóg. „Ástæðan fyrir því að ég ætla ekki að fljúga tengist ástandinu á jörðinni. Ef maður horfir upp á það dag eftir dag að það er neyðarástand, á sama tíma og það hafa aldrei eins margar flugvélar verið á lofti, þá er þetta mín ákvörðun. Ef allir gera eitthvað, þá getum við kannski bjargað einhverju.“ Birgitta segir það hafa tekið á sig að fylgjast með nýlegum breytingum á veðurfari, sem tengist loftlagsbreytingum. Hamfarahlýnun í Evrópu nú og langt kuldaskeið á Íslandi í vetur sýni fram á að veðrakerfin séu þegar tekin að breytast vegna loftlagsáhrifa af völdum mannkyns. „Við upplifum þetta ekkert mikið hér, en þetta hefur þegar haft áhrif. Þegar svo er komið sé ég eiginlega lítinn tilgang í því að mótmæla. Það er ekki hlustað á mótmælendur fyrr en það er orðið of seint, þannig það eina sem ég get gert er að breyta minni hegðun.“ Fáir vilji ræða vandamálið við massatúrisma Birgitta segist vera stórtæk í sínum áætlunum. Skip mengi einnig gríðarlega mikið og því komi ekki til greina að ferðast með þeim. Hún segir í gríni að hún hafi stundum velt fyrir sér að ferðast á seglbát. Þá er hún hætt að kaupa sér föt og segist eiga nóg til af þeim. Muntu ekkert sakna þess að fara til útlanda? „Nei. Málið er að ég elska Ísland. Ég hef búið mjög víða erlendis og ferðast mikið vegna vinnu. Ég hef aldrei verið túristi, það er ekki beint mitt. Hér hef ég allt til alls og okkar stórbrotnu nátturu. En það vilja fáir tala um að stóra vandamálið sem við erum að glíma við í dag er massatúrismi. Þetta er svo yfirgengilegt allsstaðar, ekki bara hér á landi.“ Birgitta segir of margar þjóðir vera orðnar háðar stórtækri ferðamennsku. Um sé að ræða atvinnuveg sem grafi undan menningu hvers lands fyrir sig. „Þarna er um ákveðið menningarnám að ræða. Þú ferð niður í bæ og þar er allt lokað sem eitt sinn gerði Reykjavík skemmtilega. Hvar eru búllurnar okkar, kaffihúsin og tónlistarstaðirnir? Ég var einu sinni alltaf að skipuleggja viðburði en nú er enginn staður sem maður getur farið á og gert eitthvað ókeypis, því allir vilja þeir fá fólk. Grasrótin sem gerir okkur spes á mjög erfitt uppdráttar.“ Einstaklingar breyti heiminum Spurð hvort það sé á ábyrgð einstaklinga að berjast gegn hnattrænni hlýnun en ekki stærri aðila líkt og stórfyrirtækja segir Birgitta: „Það er á ábyrgð beggja. Þegar ég var unglingur hætti ég að borða kjöt. Það voru engar grænmetisætur til á þessum tíma. Amma og afi héldu að ég myndi deyja. Nú er þetta orðið eðlilegt. Fólk kenndi öðru fólki hvernig það gæti gert þetta. Einstaklingar breyta heiminum. Hvernig hefðu mál farið í Suður-Afríku ef Nelson Mandela hefði aldrei stigið upp?“ Einstaklingar geti vissulega ekki gert allt rétt en allt sem þeir geri, litlir hlutir, safnist upp. „En auðvitað bera stóru aðilarnir mesta ábyrgð. Eins og olíufyrirtækin sem hafa vitað af loftlagsbreytingum í áraraðir og gaslýst þá sem hafa varað við þessu. Ég veit að þetta er radikal, en nú eru þessar breytingar farnar að gerast miklu hraðar og fólk þarf að fara að vakna. Það mun enginn bjarga okkur nema við sjálf.“ Ferðamennska á Íslandi Veður Loftslagsmál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
„Ég tók ákvörðun um það í heimsfaraldrinum að hægja verulega á mínum utanlandsferðum,“ segir Birgitta í samtali við Vísi. Hún segist síðast hafa farið á Glastonbury tónlistarhátíðina í fyrra en hafi nú fengið nóg. „Ástæðan fyrir því að ég ætla ekki að fljúga tengist ástandinu á jörðinni. Ef maður horfir upp á það dag eftir dag að það er neyðarástand, á sama tíma og það hafa aldrei eins margar flugvélar verið á lofti, þá er þetta mín ákvörðun. Ef allir gera eitthvað, þá getum við kannski bjargað einhverju.“ Birgitta segir það hafa tekið á sig að fylgjast með nýlegum breytingum á veðurfari, sem tengist loftlagsbreytingum. Hamfarahlýnun í Evrópu nú og langt kuldaskeið á Íslandi í vetur sýni fram á að veðrakerfin séu þegar tekin að breytast vegna loftlagsáhrifa af völdum mannkyns. „Við upplifum þetta ekkert mikið hér, en þetta hefur þegar haft áhrif. Þegar svo er komið sé ég eiginlega lítinn tilgang í því að mótmæla. Það er ekki hlustað á mótmælendur fyrr en það er orðið of seint, þannig það eina sem ég get gert er að breyta minni hegðun.“ Fáir vilji ræða vandamálið við massatúrisma Birgitta segist vera stórtæk í sínum áætlunum. Skip mengi einnig gríðarlega mikið og því komi ekki til greina að ferðast með þeim. Hún segir í gríni að hún hafi stundum velt fyrir sér að ferðast á seglbát. Þá er hún hætt að kaupa sér föt og segist eiga nóg til af þeim. Muntu ekkert sakna þess að fara til útlanda? „Nei. Málið er að ég elska Ísland. Ég hef búið mjög víða erlendis og ferðast mikið vegna vinnu. Ég hef aldrei verið túristi, það er ekki beint mitt. Hér hef ég allt til alls og okkar stórbrotnu nátturu. En það vilja fáir tala um að stóra vandamálið sem við erum að glíma við í dag er massatúrismi. Þetta er svo yfirgengilegt allsstaðar, ekki bara hér á landi.“ Birgitta segir of margar þjóðir vera orðnar háðar stórtækri ferðamennsku. Um sé að ræða atvinnuveg sem grafi undan menningu hvers lands fyrir sig. „Þarna er um ákveðið menningarnám að ræða. Þú ferð niður í bæ og þar er allt lokað sem eitt sinn gerði Reykjavík skemmtilega. Hvar eru búllurnar okkar, kaffihúsin og tónlistarstaðirnir? Ég var einu sinni alltaf að skipuleggja viðburði en nú er enginn staður sem maður getur farið á og gert eitthvað ókeypis, því allir vilja þeir fá fólk. Grasrótin sem gerir okkur spes á mjög erfitt uppdráttar.“ Einstaklingar breyti heiminum Spurð hvort það sé á ábyrgð einstaklinga að berjast gegn hnattrænni hlýnun en ekki stærri aðila líkt og stórfyrirtækja segir Birgitta: „Það er á ábyrgð beggja. Þegar ég var unglingur hætti ég að borða kjöt. Það voru engar grænmetisætur til á þessum tíma. Amma og afi héldu að ég myndi deyja. Nú er þetta orðið eðlilegt. Fólk kenndi öðru fólki hvernig það gæti gert þetta. Einstaklingar breyta heiminum. Hvernig hefðu mál farið í Suður-Afríku ef Nelson Mandela hefði aldrei stigið upp?“ Einstaklingar geti vissulega ekki gert allt rétt en allt sem þeir geri, litlir hlutir, safnist upp. „En auðvitað bera stóru aðilarnir mesta ábyrgð. Eins og olíufyrirtækin sem hafa vitað af loftlagsbreytingum í áraraðir og gaslýst þá sem hafa varað við þessu. Ég veit að þetta er radikal, en nú eru þessar breytingar farnar að gerast miklu hraðar og fólk þarf að fara að vakna. Það mun enginn bjarga okkur nema við sjálf.“
Ferðamennska á Íslandi Veður Loftslagsmál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira