Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Frum­kvöðull í Detroit teknói í Gamla bíó í nóvember

Bandaríski tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíói í nóvember. Craig er einn af frumkvöðlum í Detroit teknótónlist og er sérstaklega þekktur fyrir að blanda saman ólíkum tónlistartegundum eins og teknói, jazzi, house tónlist og klassískri tónlist. Upphitun verður í höndum íslensku plötusnúðanna Intr0Beatz og Yamaho.

Lífið
Fréttamynd

Fjöl­skylda Liam Payne biður um and­rými

Fjölskyldumeðlimir breska söngvarans Liam Payne hafa gefið frá sér yfirlýsingu vegna andláts hins 31 árs gamla söngvara. Þau segjast vera harmi slegin og biðja fjölmiðla um að gefa sér rými til að syrgja. Þá hafa heilbrigðisyfirvöld í Argentínu gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja að ómögulegt hafi verið að bjarga söngvaranum.

Lífið
Fréttamynd

Liljan er vin­sælasta lagið á Dal­vík

Eitt það allra skemmtilegasta sem heimilisfólkið á hjúkrunarheimilinu Dalbæ á Dalvík gerir er að taka þátt í söngstund einu sinni viku þar sem allir syngja með sínu nefi og njóta lífsins og samverunnar við hvert annað um leið.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er saga af villi­götum“

Íslenski tónlistarmaðurinn SAKI hefur gefið frá sér sína fyrstu plötu, plötuna Dauðvona. Hann segir plötuna vera sögu af villigötum en innblásturinn sótti hann í eigin lífsreynslu.

Tónlist
Fréttamynd

Stappfullt á eina stærstu menningar­há­tíð ársins

Listahátíðin State of the Art fór fram í fyrsta sinn með pompi og prakt í síðustu viku. Á hátíðinni kenndi ýmissa grasa en þar komu fram Bríet, ADHD, Miguel Atwood-Ferguson, kammersveitin Elja og fleiri. Fjölbreyttir og óhefðbundnir viðburðir heilluðu mikinn fjölda fólks sem sótti hátíðina.

Menning
Fréttamynd

„Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“

„Ég hef alltaf verið með það hugarfar að það er enginn að fara hringja í mig að fyrra bragði. Því er ég duglegur að hringja, senda skilaboð, kynna mig og koma mér á framfæri. Ég hef allavega aldrei tapað á því,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Þór Brynjarsson.

Tónlist
Fréttamynd

DIMMA var flott en ein­hæf

Þungarokkhljómsveitin DIMMA fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Hún blés til tónleika, ásamt Söngsveitinni Fílharmóníu og SinfoniuNord, í Eldborginni í Hörpu á föstudagskvöldið. Tónleikarnir höfðu áður verið haldnir í Hofi á Akureyri í sumar.

Gagnrýni
Fréttamynd

Hvað eru plötusnúðarnir að hlusta á?

Margir geta tengt við það að vera á leið út á land, nokkurra klukkutíma bílferð fram undan og því nauðsynlegt að hlusta á grípandi tóna eða áhugavert hlaðvarp en valkvíðinn tekur yfir. Lífið á Vísi heyrði í atvinnufólki þegar það kemur að hlustun, nokkrum af plötusnúðum landsins, sem deila góðum ráðum við spurningunni hvað á ég að hlusta á?  

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er eitt­hvað sem fylgir manni út ævina“

„Maður „lokar” auðvitað aldrei á þessa reynslu þannig séð. Þetta er eitthvað sem fylgir manni út ævina og maður þarf að lifa með því,“ segir Alex Jóhannsson en hann varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu starfsmanns barnaverndar þegar hann var barn og unglingur. Brotin áttu eftir að hafa alvarlegar og langvarandi áhrif á líf hans en umræddur starfsmaður var á sínum tíma dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa brotið á Alex, og fleiri börnum.

Innlent
Fréttamynd

Tíu ár af ást: „Senni­lega ekki auð­velt með mér“

Tónlistarmaðurinn Aron Kristinn Jónasson og viðskiptafræðingurinn Lára Portal fagna tíu ár af ást í dag. Hjúin eru enn ástfangin upp fyrir haus eftir áratug saman og segir Aron að hann fái að vakna með bestu manneskju í heimi á hverjum morgni. 

Lífið
Fréttamynd

Móðir Whitney Houston látin

Bandaríska söngkonan Cissy Houston, Grammy-verðlaunahafi og móðir tónlistarkonunnar Whitney Houston, er látin, 91 árs að aldri. Hún átti farsælan feril sem söngkona og kom meðal annars fram með stórstjörnunu, Arethu Franklin og Elvis Presley.

Lífið
Fréttamynd

Kemur frá Sýr­landi og syngur á ís­lensku

„Mig dreymdi um að verða tónlistarmaður en út af stríðinu gat ég ekki einbeitt mér að því,“ segir hinn 23 ára gamli Rawad Nouman. Rawad flutti til Íslands 2017, talar mjög góða íslensku og gaf nýverið út lagið Veit ekki neitt. Blaðamaður ræddi við hann og fékk að heyra nánar frá lífi hans.

Tónlist
Fréttamynd

Náði að sættast við bróður sinn fyrir and­látið

Stórstjarnan Madonna birti einlæga færslu á Instagram síðu sinni í gærkvöldi þar sem hún minnist bróður síns Christopher Ciccone sem féll nýverið frá eftir baráttu við krabbamein. Hún segir meðal annars að þau systkinin hafi ekki talað saman í einhver ár en hafi þó náð sáttum eftir að  Christopher veiktist. 

Lífið
Fréttamynd

Dolly gefur 135 milljónir vegna Helenu

Bandaríska söngkonan Dolly Parton tilkynnti á föstudag að hún ætlar að gefa eina milljón Bandaríkjadala í hjálparstarf vegna fellibylsins Helenu sem reið yfir Bandaríkin í síðustu viku. 

Lífið
Fréttamynd

„Ég var heppinn. En ekki hann“

Gunnar Geir Gunnlaugsson tónlistarmaður gaf á dögunum út lagið „Bjartur þinn partur .“ Texti lagsins er einkar persónulegur en það fjallar um Bjarna Þór Pálmason, kæran vin Gunnars sem lést af völdum fíkniefnaneyslu, langt fyrir aldur fram.

Lífið
Fréttamynd

„Hönnun er í raun og veru allt í kringum okkur“

Hönnunarþing, hátíð hönnunar og nýsköpunar, fer fram á Húsavík í dag og á morgun. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá en forvígismaður hátíðarinnar segir hönnun vera allt í kringum okkur á hverjum degi og að hátíðin eigi því erindi við alla.

Innlent
Fréttamynd

Space Odyssey opnar á nýjum stað

Tilraunarýmið og plötubúðin Space Odyssey opnar aftur á laugardag að Bergstaðastræti 4 en hún var áður til húsa á Skólavörðustíg. Blásið verður til tónleika þegar staðurinn opnar klukkan 14 á laugardag. 

Tónlist
Fréttamynd

Eminem verður afi

Bandaríski rapparinn Eminem er að verða afi í byrjun næsta árs. Hann tilkynnti gleðifréttirnar í nýju tónlistarmyndbandi við lagið Temporary, sem hann vann með söngkonunni Skylar Grey.

Lífið
Fréttamynd

Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman

Hljómsveitin Dr. Gunni hefur sent frá sér sína þriðju plötu, plötuna Er ekki bara búið að vera gaman? Að sögn doktorsins sjálfs er um að ræða miðaldrakarlarokk fyrir lengra komna en hann segir sveitina staðráðna í að leggja land undir fót, helst í Grænlandi eða Færeyjum.

Tónlist
Fréttamynd

Af­hjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves

Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves sem fram fer dagana 7. til 9. nóvember næstkomandi hafa flett hulunni af því á hvaða dögum böndin munu spila á hátíðinni. Þá hafa tólf listamenn til viðbótar verið tilkynntir.

Tónlist