Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Agnar Már Másson skrifar 22. nóvember 2025 17:48 Tónsmiðurinn Jón Ásgeirsson var fæddur 1928. Aðsend Eitt ástsælasta tónskáld Íslands, Jón Ásgeirsson, er látinn 97 ára að aldri. Tónsmiðurinn samdi meðal annars fyrstu íslensku óperuna og einnig lagið undir Maístjörnuna. Fjölskylda hans greinir frá andláti tónskáldsins, sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir í gær, 21. nóvember. Jón er fæddur á Ísafirði 1928 en hann lagði stund við tónlistarnám við Tónlistarskólann í Reykjavík, síðan framhaldsnám við Konunglega skoska háskólann í Glasgow og svo Guildhall School of Music í London. Maístjarnan og Þrymskviða Jón samdi fjölda tónverka en líklega er hann einna þekktastur fyrir söngtónlist sína. Einsöngslög hans eru um níutíu talsins en þar er að finna margar söngperlur eins og Hjá lygnri móði, Vor hinsti dagur, Augun mín og augun þín, og svo Maístjörnuna sem var upprunalega ljóð eftir Halldór Laxness. Eftir Jón liggja einnig fjöld kammarverka, 6 konsertar, ballett og óperur. Óperan Þrymskviðu, sem frumflutt var 1974 í Þjóðleikhúsinu og var fyrsta íslenska óperan í fullri lengd. Jón sótti efnivið til íslenskra þjóðlaga í verkum sínum, Þjóðvísu, Lilju og Fornum dönsum, en eftir hann liggja ótal þjóðlagaútsetningar ýmist fyrir hljóðfærahópa eða kóra, og hafa kórútsetningar hans öðlast sérstakan sess meðal íslenskra kórbókmennta. Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu Auk tónsmíða stundaði Jón kennslustörf, lengst af við Kennaraháskóla Íslands og Söngskólann í Reykjavík. Hann skrifaði talsvert um tónlist og var tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins um árabil. Hann stjórnaði kórum og lúðrasveitum, Sinfóníuhljómsveit Íslands í eigin verkum og samdi fyrir leikhús, útvarp, sjónvarp, kvikmyndir og heimildarmyndir. Jón hlaut ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín. Hann hlaut tvisvar menningarverðlaun DV, árið 1979 fyrir ballettinn Blindisleik og árið 1997 fyrir óperuna Galdra-Loft. Hann var útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur 1996 og sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu lista og menningar 2001. Jón Ásgeirsson var skipaður prófessor í tónlist við Kennaraháskóla Íslands árið 1996, og varð þar með fyrsti prófessorinn í listgreinum á Íslandi. Árið 2008 veitti Kennaraháskóli Íslands Jóni doktorsnafnbót í heiðursskyni fyrir mikilvægt framlag hans til kennaramenntunar á sviði tónlistar og tónlistaruppeldis í skólum landsins. Elísabet Þorgeirsdóttir eiginkona Jóns lést 2013. Börn Jóns og Elísabetar eru Þorgeir 1955, Arnþór 1957 og Guðrún Jóhanna 1966. Barnabörnin eru fjögur og eitt barnabarnabarn. Menning Tónlist Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Sjá meira
Fjölskylda hans greinir frá andláti tónskáldsins, sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir í gær, 21. nóvember. Jón er fæddur á Ísafirði 1928 en hann lagði stund við tónlistarnám við Tónlistarskólann í Reykjavík, síðan framhaldsnám við Konunglega skoska háskólann í Glasgow og svo Guildhall School of Music í London. Maístjarnan og Þrymskviða Jón samdi fjölda tónverka en líklega er hann einna þekktastur fyrir söngtónlist sína. Einsöngslög hans eru um níutíu talsins en þar er að finna margar söngperlur eins og Hjá lygnri móði, Vor hinsti dagur, Augun mín og augun þín, og svo Maístjörnuna sem var upprunalega ljóð eftir Halldór Laxness. Eftir Jón liggja einnig fjöld kammarverka, 6 konsertar, ballett og óperur. Óperan Þrymskviðu, sem frumflutt var 1974 í Þjóðleikhúsinu og var fyrsta íslenska óperan í fullri lengd. Jón sótti efnivið til íslenskra þjóðlaga í verkum sínum, Þjóðvísu, Lilju og Fornum dönsum, en eftir hann liggja ótal þjóðlagaútsetningar ýmist fyrir hljóðfærahópa eða kóra, og hafa kórútsetningar hans öðlast sérstakan sess meðal íslenskra kórbókmennta. Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu Auk tónsmíða stundaði Jón kennslustörf, lengst af við Kennaraháskóla Íslands og Söngskólann í Reykjavík. Hann skrifaði talsvert um tónlist og var tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins um árabil. Hann stjórnaði kórum og lúðrasveitum, Sinfóníuhljómsveit Íslands í eigin verkum og samdi fyrir leikhús, útvarp, sjónvarp, kvikmyndir og heimildarmyndir. Jón hlaut ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín. Hann hlaut tvisvar menningarverðlaun DV, árið 1979 fyrir ballettinn Blindisleik og árið 1997 fyrir óperuna Galdra-Loft. Hann var útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur 1996 og sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu lista og menningar 2001. Jón Ásgeirsson var skipaður prófessor í tónlist við Kennaraháskóla Íslands árið 1996, og varð þar með fyrsti prófessorinn í listgreinum á Íslandi. Árið 2008 veitti Kennaraháskóli Íslands Jóni doktorsnafnbót í heiðursskyni fyrir mikilvægt framlag hans til kennaramenntunar á sviði tónlistar og tónlistaruppeldis í skólum landsins. Elísabet Þorgeirsdóttir eiginkona Jóns lést 2013. Börn Jóns og Elísabetar eru Þorgeir 1955, Arnþór 1957 og Guðrún Jóhanna 1966. Barnabörnin eru fjögur og eitt barnabarnabarn.
Menning Tónlist Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Sjá meira