Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2025 23:55 Stjórn FTT spyr sérstaklega út í grínþættina Vesen, sem eru sýndir af Símanum en framleiddir af SagaFilm og hvort tónlistin í þeim hafi verið búin til af gervigreind. Vísir/Vilhelm Stjórn Félags tónskálda og textahöfunda (FTT) sendi í dag bréf á Símann og Sagafilm þar sem spurt var út í notkun gervigreindartónlistar í kvikmyndum og sjónvarpsefni. Sérstaklega hvað varðar notkun gervigreindar sem byggir tónlist sína á verkum í höfundarétti. Í yfirlýsingu sem birt var á Facebook í kvöld segir stjórn FTT að mörgum spurningum sé ósvarað varðandi uppruna slíkrar tónlistar og þar að auki grafi notkun hennar í sjónvarpi undan viðkvæmu starfsumhverfi höfunda og hljóðfæraleikara. Stjórnin spyr sérstaklega út í grínþættina Vesen, sem eru sýndir af Símanum en framleiddir af SagaFilm og hvort tónlistin í þeim hafi verið búin til af gervigreind. Sé svo, vill stjórnin vita hvort það sé „yfirlýst stefna eða markmið“ hjá forsvarsmönnum fyrirtækjanna að draga úr aðkomu tónhöfunda að nýju íslensku efni og hvort búið sé að setja siðareglur um notkun gervigreindar. Þá spyr stjórn FTT einnig hvort forsvarsmenn Símans telji réttlætanlegt að sýna þætti sem „nýta tónlist, sem unnin er á því dökkgráa svæði sem spunagreindin byggir á“ og hvort forsvarsmönnum SagaFilm finnist „réttlætanlegt að stytta ykkur listræna leið með slíkri notkun“. „Allt eru þetta spurningar sem gott væri að fá svör við sem fyrst, en við hjá FTT teljum að brýn þörf sé á að setja siða- og umgengnisreglur um notkun gervigreindartónlistar,“ segir stjórnin. Stór hópur þekktra rithöfunda hefur höfðað mál gegn OpenAI, fyrirtækinu sem á ChatGPT, á þeim grunni að mállíkanið hafi verið þjálfað á höfundarréttarvörðu efni þeirra og annarra. Margir aðrir hópar hafa höfðað sambærileg mál gegn tæknifyrirtækjum. Forsvarsmenn OpenAI og annarra fyrirtækja sem hafa þróað mállíkön eins og ChatGPT hafa haldið því fram að notkun á slíku efni til að þjálfa gervigreind sé ekki brot á höfundarrétti, í Bandaríkjunum allvega. Bíó og sjónvarp Síminn Gervigreind Tónlist Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Sjá meira
Í yfirlýsingu sem birt var á Facebook í kvöld segir stjórn FTT að mörgum spurningum sé ósvarað varðandi uppruna slíkrar tónlistar og þar að auki grafi notkun hennar í sjónvarpi undan viðkvæmu starfsumhverfi höfunda og hljóðfæraleikara. Stjórnin spyr sérstaklega út í grínþættina Vesen, sem eru sýndir af Símanum en framleiddir af SagaFilm og hvort tónlistin í þeim hafi verið búin til af gervigreind. Sé svo, vill stjórnin vita hvort það sé „yfirlýst stefna eða markmið“ hjá forsvarsmönnum fyrirtækjanna að draga úr aðkomu tónhöfunda að nýju íslensku efni og hvort búið sé að setja siðareglur um notkun gervigreindar. Þá spyr stjórn FTT einnig hvort forsvarsmenn Símans telji réttlætanlegt að sýna þætti sem „nýta tónlist, sem unnin er á því dökkgráa svæði sem spunagreindin byggir á“ og hvort forsvarsmönnum SagaFilm finnist „réttlætanlegt að stytta ykkur listræna leið með slíkri notkun“. „Allt eru þetta spurningar sem gott væri að fá svör við sem fyrst, en við hjá FTT teljum að brýn þörf sé á að setja siða- og umgengnisreglur um notkun gervigreindartónlistar,“ segir stjórnin. Stór hópur þekktra rithöfunda hefur höfðað mál gegn OpenAI, fyrirtækinu sem á ChatGPT, á þeim grunni að mállíkanið hafi verið þjálfað á höfundarréttarvörðu efni þeirra og annarra. Margir aðrir hópar hafa höfðað sambærileg mál gegn tæknifyrirtækjum. Forsvarsmenn OpenAI og annarra fyrirtækja sem hafa þróað mállíkön eins og ChatGPT hafa haldið því fram að notkun á slíku efni til að þjálfa gervigreind sé ekki brot á höfundarrétti, í Bandaríkjunum allvega.
Bíó og sjónvarp Síminn Gervigreind Tónlist Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent