Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands

Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér.

Innlent
Fréttamynd

Lýð­ræðis­veisla í Val­höll

Á morgun fer fram pröfkjör sjálfstæðismanna Í Reykjavík. Óhætt er að segja að sjaldan eða aldrei hafa verið jafn góðir og frambærilegir frambjóðendur í boði. Þarna er blanda af reynsluboltum og nýliðum, sem hafa sannað sig á öðrum vettvangi. Fyrir þá sem eru mjög uppteknir af beinu lýðræði er kjörið tækifæri til að láta til sín taka.

Skoðun
Fréttamynd

Kjartan Magnús­son er ríkur af reynslu

Sá sem hér heldur um penna hefur verið nágranni Kjartans Magnússonar um árabil. Leiðir okkar hafa legið saman í félagsstarfi af ýmsu tagi. Í slíku starfi er áberandi að Kjartan er vel fær um að setja sig inn í flókin mál þar sem háar tölur þekja blöð, og að hann nennir því líka.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­sókn í Hafnar­firði

Í byrjun mars kynnti Framsókn í Hafnarfirði framboðslistann fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem verða þann 14. maí næstkomandi. Listinn er skipaður öflugu og góðu fólki sem vill vinna vel fyrir Hafnarfjörð.

Skoðun
Fréttamynd

Hver á að gæta varðanna?

Á Íslandi sinnir lögreglan því hlutverki að tryggja lög og reglu. Til að hún geti sinnt þessu hlutverki fær hún miklar heimildir meðal annars til valdbeitingar, rannsóknar mála og svo mætti lengi telja. Fyrir vikið er mikilvægt að um störf lögreglunnar ríki bæði traust og sátt og hún ræki störf sín af ábyrgð og kostgæfni.

Skoðun
Fréttamynd

Hildur sér heildar­myndina

Undir forystu Hildar Björnsdóttur hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík einstakt tækifæri til að ganga í endurnýjun lífdaga og leiða nauðsynleg kynslóðaskipti við stjórn borgarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Óska eftir borgarstjóra sem skilur þjónustu

Opinber þjónusta er forsenda þess að allir íbúar – óháð aldri, kyni, kynþætti, þjóðerni, stöðu, trú, búsetu og ættar – geti stundað vinnu og sinnt öðrum daglegum verkefnum og þörfum.

Skoðun
Fréttamynd

Jón nýr ráðgjafi Lilju

Jón Þ. Sigurgeirsson hefur verið ráðinn efnahagsráðgjafi Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra og kom til starfa í menningar- og viðskiptaráðuneytinu í dag. Meðal helstu verkefna Jóns verða að veita ráðherranum ráðgjöf í viðskipta- og efnahagsmálum ásamt því að sinna málefnum Norðurslóða.

Innlent
Fréttamynd

Við erum fimm­tíu bið­lista­for­eldrar sem styðjum Hildi!

Við, undirrituð, erum fimmtíu foreldrar leikskólabarna í Reykjavík sem styðjum Hildi Björnsdóttur til þess að taka á leikskólavandanum í borginni. Við trúum því að hún skilji veruleika okkar sem teljum að borgin forgangsraði ekki í þágu barna. Við trúum því að Hildur sé reiðubúin til að láta hendur standa fram úr ermum til þess að leysa bráðavandann.

Skoðun
Fréttamynd

Börn á sakaskrá

Ofbeldi hefur mikið verið í umræðunni og hefur verið rætt um börn og ungmenni sem að beita ofbeldi. Sumir hugsa kannski, þetta hefur alltaf verið svona það er engin breyting á ofbeldishegðun barna og ungmenna á Íslandi. Staðreyndin er þó sú að það er breyting.

Skoðun
Fréttamynd

Á­byrg fjár­mála­stjórn? Kanntu annan betri?

Sjálfstæðisflokkarnir tveir, sem mynda meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, hreykja sér mjög nú í aðdraganda kosninga af ábyrgri fjármálastjórn og láta í veðri vaka að engum öðrum sé treystandi fyrir skattpeningum Hafnfirðinga. Þessari hendingu fylgir aldrei skilgreining á ábyrgri fjármálstjórn né heldur góðum raundæmum um slíka fjármálastjórn.

Skoðun
Fréttamynd

Gamal­dags hugsun í heil­brigðis­kerfinu?

Nýlega fóru fram tvennar umræður þingmanna á Alþingi við heilbrigðisráðherra, annars vegar um fjarheilbrigðisþjónustu og hins vegar um geðheilbrigðismál. Oft var enda þörf en nú nauðsyn.

Skoðun
Fréttamynd

Jónína leiðir lista Fram­sóknar í Múla­þingi

Jónína Brynjólfsdóttir, varafulltrúi í sveitarstjórn Múlaþings og varaformaður umhverfis- og framkvæmdaráðs í sveitarfélaginu, mun leiða lista Framsóknarflokksins í Múlaþingi í komandi sveitarstjórnarkosningum sem fram fara í maí næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Kjósum Hildi (og Róbert líka)!

Undanfarna áratugi hef ég rekið veitingastaði í borginni. Sem eigandi að veitingarekstri þekki ég tvennt betur en flestir. Gott hráefni, og nauðsyn þess að sýna ráðdeild í rekstri.

Skoðun
Fréttamynd

Við þurfum jöfn tæki­færi fyrir börnin í borginni

Jöfn tækifæri fyrir öll börn er ekki aðeins réttlætismál hvers samfélags heldur hafa þau líka efnahagslega þýðingu. Samfélag sem gefur öllum börnum tækifæri á að nýta hæfileika sína nýtir mannauð sinn betur og skapar bæði einstaklingum og samfélagi meiri verðmæti.

Skoðun
Fréttamynd

Við drögum ekki orkuna upp úr hatti

Það virðist sem að á síðustu árum hafi ríkt ákveðin hræðsla að ræða orkumál á Íslandi sem leitt hefur til ákveðnar stöðnunar hér á landi. Skort hefur hugrekki til þess að taka þessa umræðu af fullri alvöru og afleiðingarnar blasa við okkur.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­flokkurinn og ESB

Sjálfstæðisflokkurinn og fleiri stjórnmálaflokkar skilja ekki breytta stöðu í Evrópumálum og nauðsynlega aðild Íslands að Evrópusambandinu í kjölfarið.

Skoðun
Fréttamynd

Núna er rétti tíminn

Núna er ekki rétti tíminn til að ræða þetta segja þeir sem ekki vilja breyta. Hvort það sé húsbóndi sem nennir ekki að fara í það endurgera baðherbergið eða stjórnmálaleiðtogi sem hugnast ekki þær breytingar sem verið er að skoða þá er svarið alltaf að núna sé ekki tími til breytinga. 

Skoðun
Fréttamynd

Eitt úti­lokar ekki annað

Þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins er skoðaður er margt sem kemur þægilega á óvart í ljósi þess hve mikil átök fylgja núverandi borgarstjórn. Af þeim 120 milljörðum sem fjárfesta á í samgönguinnviðum á næstu árum er fyrirhugað að fjárfesta rúmlega 52 í umbætur á núverandi vegakerfi, tæplega 50 í almenningssamgöngur, 7 í bætt umferðarstýringarkerfi og 8 í göngu- og hjólastíga.

Skoðun