Skilur ekkert í „furðulegu monti“ og Framsókn hafi engu breytt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2023 11:42 Hildur og Dagur í kappræðum Stöðvar 2 fyrir kosningarnar í maí í fyrra. Vísir/Vilhelm Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni segist ekkert skilja í furðulegu monti borgarstjóra þess efnis að Reykjavík bjóði upp á ódýrustu leikskólana. Fullyrðingar um góða stöðu séu hreinn dónaskapur við áhyggjufulla foreldra. Þá hafi innkoma Framsóknar í borgarstjórn ekki breyttu nokkrum sköpuðum hlut. „Í aðdraganda kosninga fullyrti borgarstjóri meðalaldur barna við inngöngu á leikskóla vera 19 mánuði og lofaði um leið að færa aldurinn niður í 12 mánuði. Síðustu áramót var meðalaldurinn hins vegar orðinn 20 mánuðir en nú er hann kominn upp í rúma 22 mánuði. Á sama tíma segir borgarstjóri Reykjavík vera hagstæðasta sveitarfélagið fyrir fjölskyldufólk. Þetta er ótrúleg fullyrðing,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tjáði fréttastofu í gær að það muni ekki skýrast fyrr en á næstu vikum hve mörg börn bíði innritunar í leikskóla borgarinnar. Dagur sagðist eiga von á svipaðri stöðu í Reykjavík í ár og undanfarin ár, sem sé betri staða en í flestum öðrum sveitarfélögum. Á síðasta ári hafi plássum fjölgað um 600 með því að bæta við nýjum leikskólum. Hins vegar hafi ekki verið hægt að fullnýta öll plássin vegna viðhalds á mörgum stöðum þar sem skólahúsnæði eru komin til ára sinna. Um leið og þeim verkefnum ljúki verði hægt að nýta plássin til fulls. Hildur vísar til upplýsinga sem komu fram í svari frá skóla- og frístundasviði við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins í júní. Þar kom fram að meðalaldur barna við inngöngu í borgarrekna leikskóla væri nú 22,1 mánuður. Í svari við sömu fyrirspurn í janúar 2023, hafi komið fram að meðalaldurinn hafi að jafnaði verið rúmir 20 mánuðir síðastliðin ár. „Það er alveg ljóst að leikskólavandinn fer versnandi og engar lausnir í sjónmáli. Sem fyrr virðist borgarstjóri sitja með hendur í skauti og innkoma Framsóknar hefur engu breytt,“ segir Hildur. Ár er síðan foreldrar mótmæltu stöðunni í leikskólum borgarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þá sagði Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni sem hafði unnið mikinn kosningasigur um vorið, stöðuna ekki boðlega. Einar tekur við sem borgarstjóri um áramótin. Hildur fettir fingur sömuleiðis út í fullyrðingar Dags um að Reykjavíkurborg sé hagstæðasta sveitarfélagið fyrir fjölskyldufólk. Þar vísaði hann til þess að gjaldskrá leikskólanna sé lægri í Reykjavík en víða annars staðar. „Það á ekki að vera okkar keppikefli að bjóða ódýrustu leikskólana, heldur bestu leikskólana og áreiðanlegustu þjónustuna. Þessu furðulega monti borgarstjóra um lægstu leikskólagjöldin mætti líkja við matvöruverslun sem auglýsir lægsta vöruverðið, en hefur engar vörur að bjóða í hillunum. Fullyrðingar um góða stöðu í leikskólamálum borgarinnar eru hreinn dónaskapur við þá fjölmörgu foreldra sem sitja nú í úrræðaleysi og algjörri óvissu um framhaldið. Nú þarf að hvíla þessa þreyttu útúrsnúninga borgarstjóra, nálgast stöðuna af heiðarleika og hefjast handa við að setja lausn leikskólavandans í forgang,“ segir Hildur. Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Leikskólar Borgarstjórn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Verðum áfram það sveitarfélag sem er hagstæðast fyrir fjölskyldufólk“ Staðan í leikskólamálum borgarinnar er betri en í flestum öðrum sveitarfélögum að sögn borgarstjóra, þrátt fyrir að hann telji stöðuna verða svipaða í ár og undanfarin ár. Reykjavík muni áfram vera hagstæðust fyrir fjölskyldufólk 11. ágúst 2023 06:31 Staðan sé að versna í leikskólamálunum Borgarfulltrúi segir allt stefna í enn verra ástand í leikskólamálunum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Hún gagnrýnir að meðlimir skóla- og frístundaráðs geti litlar sem engar upplýsingar fengið yfir sumartímann. 2. ágúst 2023 20:01 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
„Í aðdraganda kosninga fullyrti borgarstjóri meðalaldur barna við inngöngu á leikskóla vera 19 mánuði og lofaði um leið að færa aldurinn niður í 12 mánuði. Síðustu áramót var meðalaldurinn hins vegar orðinn 20 mánuðir en nú er hann kominn upp í rúma 22 mánuði. Á sama tíma segir borgarstjóri Reykjavík vera hagstæðasta sveitarfélagið fyrir fjölskyldufólk. Þetta er ótrúleg fullyrðing,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tjáði fréttastofu í gær að það muni ekki skýrast fyrr en á næstu vikum hve mörg börn bíði innritunar í leikskóla borgarinnar. Dagur sagðist eiga von á svipaðri stöðu í Reykjavík í ár og undanfarin ár, sem sé betri staða en í flestum öðrum sveitarfélögum. Á síðasta ári hafi plássum fjölgað um 600 með því að bæta við nýjum leikskólum. Hins vegar hafi ekki verið hægt að fullnýta öll plássin vegna viðhalds á mörgum stöðum þar sem skólahúsnæði eru komin til ára sinna. Um leið og þeim verkefnum ljúki verði hægt að nýta plássin til fulls. Hildur vísar til upplýsinga sem komu fram í svari frá skóla- og frístundasviði við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins í júní. Þar kom fram að meðalaldur barna við inngöngu í borgarrekna leikskóla væri nú 22,1 mánuður. Í svari við sömu fyrirspurn í janúar 2023, hafi komið fram að meðalaldurinn hafi að jafnaði verið rúmir 20 mánuðir síðastliðin ár. „Það er alveg ljóst að leikskólavandinn fer versnandi og engar lausnir í sjónmáli. Sem fyrr virðist borgarstjóri sitja með hendur í skauti og innkoma Framsóknar hefur engu breytt,“ segir Hildur. Ár er síðan foreldrar mótmæltu stöðunni í leikskólum borgarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þá sagði Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni sem hafði unnið mikinn kosningasigur um vorið, stöðuna ekki boðlega. Einar tekur við sem borgarstjóri um áramótin. Hildur fettir fingur sömuleiðis út í fullyrðingar Dags um að Reykjavíkurborg sé hagstæðasta sveitarfélagið fyrir fjölskyldufólk. Þar vísaði hann til þess að gjaldskrá leikskólanna sé lægri í Reykjavík en víða annars staðar. „Það á ekki að vera okkar keppikefli að bjóða ódýrustu leikskólana, heldur bestu leikskólana og áreiðanlegustu þjónustuna. Þessu furðulega monti borgarstjóra um lægstu leikskólagjöldin mætti líkja við matvöruverslun sem auglýsir lægsta vöruverðið, en hefur engar vörur að bjóða í hillunum. Fullyrðingar um góða stöðu í leikskólamálum borgarinnar eru hreinn dónaskapur við þá fjölmörgu foreldra sem sitja nú í úrræðaleysi og algjörri óvissu um framhaldið. Nú þarf að hvíla þessa þreyttu útúrsnúninga borgarstjóra, nálgast stöðuna af heiðarleika og hefjast handa við að setja lausn leikskólavandans í forgang,“ segir Hildur.
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Leikskólar Borgarstjórn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Verðum áfram það sveitarfélag sem er hagstæðast fyrir fjölskyldufólk“ Staðan í leikskólamálum borgarinnar er betri en í flestum öðrum sveitarfélögum að sögn borgarstjóra, þrátt fyrir að hann telji stöðuna verða svipaða í ár og undanfarin ár. Reykjavík muni áfram vera hagstæðust fyrir fjölskyldufólk 11. ágúst 2023 06:31 Staðan sé að versna í leikskólamálunum Borgarfulltrúi segir allt stefna í enn verra ástand í leikskólamálunum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Hún gagnrýnir að meðlimir skóla- og frístundaráðs geti litlar sem engar upplýsingar fengið yfir sumartímann. 2. ágúst 2023 20:01 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
„Verðum áfram það sveitarfélag sem er hagstæðast fyrir fjölskyldufólk“ Staðan í leikskólamálum borgarinnar er betri en í flestum öðrum sveitarfélögum að sögn borgarstjóra, þrátt fyrir að hann telji stöðuna verða svipaða í ár og undanfarin ár. Reykjavík muni áfram vera hagstæðust fyrir fjölskyldufólk 11. ágúst 2023 06:31
Staðan sé að versna í leikskólamálunum Borgarfulltrúi segir allt stefna í enn verra ástand í leikskólamálunum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Hún gagnrýnir að meðlimir skóla- og frístundaráðs geti litlar sem engar upplýsingar fengið yfir sumartímann. 2. ágúst 2023 20:01