Mætum til leiks: Ákall til landsmanna Yfirskrift fundarins er ákall til landsmanna — ákall til fólks með jafnaðartaug um land allt sem lítur til okkar í Samfylkingunni og vill sjá og trúir á gerlegar breytingar undir okkar forystu: Mætum til leiks! Skoðun 4. mars 2023 17:01
Brjótum lestrarkóðann í lestrarkennslu Flokkur fólksins er með tillögu til þingsályktunar um að Alþingi feli mennta- og barnamálaráðherra að setja í aðalnámskrá grunnskóla að lögð skuli áhersla á bókstafa-hljóðaaðferð við lestrarkennslu; innleiða í stað leshraðamælinga stöðumatspróf með bókstafa-hljóðaaðferð, lesskilningspróf og mat á skriflegum texta; og leggja áherslu á að hver nemandi fái áskoranir miðað við færni. Skoðun 4. mars 2023 15:31
„Ríkisstjórnin hefur misst alla stjórn“ Samfylkingin ætlar í næstu ríkisstjórn og hyggst endurreisa íslenskt velferðarkerfi eftir „áratuga hnignun.“ Þetta kom fram í ræðu Kristrúnar Frostadóttur formanns á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í Kaplakrika dag, þar sem nýtt merki flokksins var jafnframt afhjúpað. Innlent 4. mars 2023 15:22
Segir enga peninga að fá nema í gegnum kunningsskap Sveitarstjóri Húnabyggðar segir það sæta furðu að ekkert gerist í forgangsröðun á fjármunum ríkisins til svæða eins og Húnabyggðar nema í gegnum kunningsskap og útdeilingar úr nefndum þar sem ekkert gagnsæi ríki. Innlent 4. mars 2023 15:06
Afhjúpuðu nýtt merki Samfylkingarinnar Nýtt merki Samfylkingarinnar var afhjúpað á flokksstjórnarfundi flokksins í dag. Merkið er rós sem er alþjóðlegt tákn sósíaldemókrata og segist formaðurinn stolt af nýju merki. Innlent 4. mars 2023 12:18
Evrópusambandsdraugurinn Nú þegar gefur á bátinn í hagkerfum heimsins og verðbólga hefur farið vaxandi hefur gamall draugur verið dregin út úr skápnum. Aftur er komin í gang sama orðræða og í kjölfarið á hruninu þar sem innganga í Evrópusambandið átti að leysa öll okkar vandamál og er þá litið á evruna sem galdratæki sem bjargað geti öllum okkar vandræðum í eitt skipti fyrir öll. Skoðun 4. mars 2023 08:31
Samgöngusáttmáli í fullu gildi og stórframkvæmdir í undirbúningi Innviðaráðherra segir mörg stór verkefni framundan samkvæmt samgöngusáttmála við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður við mörg þeirra aukist eðlilega með verðlagi og þróun verkefnanna. Samanlagt fylgi við stjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningunum 2021. Innlent 3. mars 2023 19:41
„Sjálfsagt að bregðast við fyrirspurn umboðsmanns“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mun bregðast við fyrirspurn umboðsmanns Alþingis vegna umdeildrar sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Þetta segir Bjarni í skriflegu svari til fréttastofu. Innlent 3. mars 2023 17:19
„Mikið fagnaðarefni“ að umboðsmaður krefji Bjarna svara Þingmaður Samfylkingarinnar fagnar því að umboðsmaður Alþingis krefji fjármálaráðherra svara um hæfi hans við sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Nú gætu fengist svör við mikilvægum spurningum, sem ríkisendurskoðun hafi ekki getað knúið fram í sinni skýrslu. Innlent 3. mars 2023 13:03
Segir borgarstjóra í „hefndarleiðangri“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggst gegn fyrirhugaðri lokun Borgarskjalasafns og segir vinnu að baki tillögunni óvandaða. Hann túlkar ákvörðunina sem hefndaraðgerð borgarstjóra gegn safninu. Borgarstjóri segir að vandað verði til verka í hvívetna; milljarðar muni sparast með breyttum rekstri. Innlent 3. mars 2023 12:46
Prófessor dæmir í máli Ástríðar sem vill ekki endurgreiða ofgreidd laun Gunnar Þór Pétursson, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, er settur dómari í máli Ástríðar Grímsdóttur, héraðsdómara, gegn ríkinu vegna endurgreiðslna á launum sem ríkið ofgreiddi henni og öðrum háttsettum embættismönnum. Innlent 3. mars 2023 11:46
Gunnar Smári segir það mistök að leggja niður flokksblöðin Gunnar Smári Egilsson, leiðtogi Sósíalistaflokksins og jafnframt einn atkvæðamesti fjölmiðlamaður Íslands á síðari árum, lýsir því nú að einhverju leyti óvænt yfir að það hafi verið mistök að leggja niður flokksblöðin á sínum tíma. Menning 3. mars 2023 11:35
Ráðinn skrifstofustjóri í ráðuneyti Guðlaugs Þórs Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, hefur tekið ákvörðun um að skipa Ólaf Darra Andrason í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu eftirfylgni og fjármála til næstu fimm ára. 23 sóttu um stöðuna. Innlent 3. mars 2023 10:43
Umboðsmaður spyr um hæfi Bjarna vegna Íslandsbankasölunnar Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um hæfi hans í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til félags í eigu föður Bjarna. Innlent 3. mars 2023 10:11
Stuðningur við ríkisstjórnina aldrei verið minni Fylgi ríkisstjórnarinnar minnkar um fjögur prósentustig í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og stendur nú í 42 prósentum. Stuðningur við stjórnarflokkana þrjá mælist fjörutíu prósent og minnkar um tvö prósentustig. Innlent 3. mars 2023 09:08
Tekjur sveitarfélaga, ný hugsun til framtíðar Um tekjustofna sveitarfélaga gilda ákvæði laga nr. 4/1995, tekjustofnalögin. Samkvæmt þeim eru tekjustofnar sveitarfélaga útsvar, fasteignaskattur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Skoðun 3. mars 2023 09:00
Þingmaður stefnir ríkinu og fer fram á skaðabætur Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, og eiginmaður hennar, Hafþór Ólafsson, hafa ákveðið að stefna ríkinu vegna fjárhagslegs tjóns sem þau segjast hafa orðið fyrir „vegna lögbrota embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu“ í tengslum við uppboð á heimili þeirra vorið 2017. Innlent 3. mars 2023 08:11
Samþykkt ársþings KSÍ kosti sveitarfélög hundruði milljóna Skiptar skoðanir eru um flóðlýsingarskyldu á heimvöllum liða í Bestu deildum karla og kvenna. Kostnaður af því að uppfylla kröfurnar getur numið um 100 milljónum króna á hvern völl. Íslenski boltinn 3. mars 2023 08:00
„Galið og algert óráð“ að loka Borgarskjalasafni Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir að það sé algert óráð og galið að loka Borgarskjalasafni. Það sé ýmislegt sem vanti upp á til að hægt sé að taka jafn afdrifaríka ákvörðun og þessa. Þá gæti hún haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. Innlent 2. mars 2023 16:11
Leiðinlegasta grein sem þú munt lesa í dag Á síðustu vikum hefur umræðan um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar verið hávær og mikið til tals. Í umræðunni hefur m.a. verið vikið að aðkomu Pírata í málinu og okkar samtali inni á þingi hvað þetta lagafrumvarp varðar. Eins hefur verið vikið að minni þátttöku og skoðunum í þessu máli og oftar en ekki hefur umræðan þróast á þann veg að mínar skoðanir séu þess háttar að ég vilji gæta hagsmuni útlendinga, því ég er jú, útlendingur. Skoðun 2. mars 2023 16:01
Atkvæði verða greidd um hvort Jóhann Páll megi spyrja um Lindarhvol Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda harðlega fyrir skammir í garð þeirra sem vilja opinbera efni greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. Innlent 2. mars 2023 13:43
Upphefð eða bjarnargreiði? Hugleiðing um starfsskilyrði bæjarlistamanns Akureyrar. Skoðun 2. mars 2023 13:30
Byggja við alla þá framhaldsskóla sem sinna verknámi Viðbyggingar við alla þá framhaldsskóla sem bjóða upp á verknám munu rísa á næstu fimm til sex árum til að mæta þeirri fjölgun nemenda sem viðbúið er að muni leggja stund á verknám. Innlent 2. mars 2023 13:10
Vel gert herra strætómálaráðherra Fyrr á þessu ári sendi ég innviðaráðherra fyrirspurn um hvort standi til að bæta almenningssamgöngur til Keflavíkurflugvallar. Í gær barst mér svo skýrt svar þar sem ráðherra segir lengstra orða að hann ætli að stofna starfshóp sem eigi annars vegar að koma að umbótum á þjónustunni fyrir sumarið og hins vegar aðgerðaáætlun um úrbætur á næstu þremur árum. Skoðun 2. mars 2023 12:01
Bréfið fæst ekki heldur afhent frá Evrópu Svarbréf Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra frá því í júní í fyrra, fæst ekki afhent frá framkvæmdastjórninni, þar sem svo er metið að ekki sé um opinber gögn að ræða. Innlent 2. mars 2023 11:51
Er aukin þunglyndislyfjanotkun vandamál? Merkja má verulega aukna áherslu á geðrækt og geðheilsu undanfarin ár og hafa stjórnvöld hér á landi gripið til ýmissa aðgerða til að bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Þrátt fyrir aukna áherslu sýna allar mælingar að vandinn er ekki að minnka, heldur þvert á móti. Skoðun 2. mars 2023 11:01
Fjórir vilja í embætti ráðuneytisstjóra Fjórar umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra innviðaráðuneytisins bárust en umsóknarfrestur rann út 31. janúar síðastliðinn. Þriggja manna nefnd mun meta hæfi umsækjenda. Innlent 2. mars 2023 10:56
Græni stígurinn Í upplandi byggðar á Höfuðborgarsvæðinu liggja mörg frábær útivistarsvæði, til dæmis: Heiðmörk, Hvaleyrarvatn, Guðmundarlundur, Vífilsstaðavatn, Úlfarsfell og Esjan. Allar þessar perlur mynda á landakorti eitt svæði sem nefnt hefur verið „Græni trefillinn“. Skoðun 2. mars 2023 10:30
Leiguverð orðið hærra en lágmarkslaunin Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stöðuna á húsnæðismarkaði orðna algerlega sturlaða. Hann bendir á nýlega auglýsingu, 3 herbergja íbúð sem boðin er til leigu á 375 þúsund krónur á mánuði. Innlent 2. mars 2023 10:14
Bein útsending: Meira og betra verknám Mennta- og barnamálaráðherra stendur fyrir morgunverðarfundi um stórtæka uppbyggingu starfsnáms í framhaldsskólum landsins í Nauthóli milli klukkan 8:45 og 10 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilara að neðan. Innlent 2. mars 2023 08:30