Málflutningur Viðskiptaráðs óásættanlegur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júlí 2024 12:00 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra er ekki sérlega sáttur við málflutning Viðskiptaráðs Íslands. Vísir/Vilhelm Menntamálaráðherra segir málflutning Viðskiptaráðs, um starfsfólk menntakerfisins óásættanlegan og hjákátlegan. Ráðið segir Kennarasamband Íslands hafa leitt málaflokkinn í öngstræti og hvetur stjórnvöld til að taka fyrir frekari afskipti sambandsins. Um helgina var greint frá sjónarmiðum Viðskiptaráðs Íslands um fyrirhugaðar breytingar á lögum um grunnskóla. Ráðið vill fá samræmd próf tekin upp að nýju og láta þau gilda inn í framhaldsskóla. Menntamálaráðherra segir innleiðingu nýs samræmds matsækis þegar hafna. „Sem heitir matsferill, og er miklu faglegra og er hugsað sem miklu betra verkfæri til að nýta dag frá degi í skólakerfinu. Vegna þess að gömlu samræmdu prófin voru ekki að nýtast nægilega vel með gagnvirkum hætti og voru þess vegna að einhverju leyti orðin úrelt,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Næg tækifæri til aðkomu Viðskiptaráðs Matsferlinum sé ætlað að vera verkfærakista til samræmdrar mælingar þannig að breiðari mynd fáist á stöðu nemenda, í stað þess að beita aðeins punktmælingum með samræmdu prófi. „Svo er markmiðið að tengja þetta saman, þannig að þú fáir líka mynd bæði af einstaka skólum og sveitarfélögum.“ Þessi breyting, og fleiri sem væntanlegar eru, hafi verið unnar í góðu samstarfi við alla hlutaðeigandi. „Vegna þess að það er þannig að allir eiga að hafa aðgengi að því að móta íslenskt menntakerfi. Þar hefur Viðskiptaráð sannarlega haft tækifæri til þess að mæta á opna fundi, ráðstefnur og fleira.“ Í besta falli hjákátlegt Þá kom fram í umsögn ráðsins að aðkoma Kennarasambands Íslands að stefnumótun í menntamálum hefði leitt málaflokkinn í öngstræti, og lagt til að stjórnvöld taki fyrir frekari afskipti sambandsins af slíkum málum. Ásmundur segir breytingarnar hafa verið unnar þétt með fólki sem vinni með börnum dag frá degi, sem séu lykilaðilar í að breyta menntakerfinu til betri vegar. „Og þess vegna er það í raun óásættanlegt að Viðskiptaráð skuli tala um kennara og annað starfsfólk menntakerfisins eins og þeir hafa leyft sér, og ásaka fólk sem hefur tileinkað vinnu sinni í þágu barna að hafa eyðilagt menntakerfið, þá er það í besta falli hjákátlegt.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Sjá meira
Um helgina var greint frá sjónarmiðum Viðskiptaráðs Íslands um fyrirhugaðar breytingar á lögum um grunnskóla. Ráðið vill fá samræmd próf tekin upp að nýju og láta þau gilda inn í framhaldsskóla. Menntamálaráðherra segir innleiðingu nýs samræmds matsækis þegar hafna. „Sem heitir matsferill, og er miklu faglegra og er hugsað sem miklu betra verkfæri til að nýta dag frá degi í skólakerfinu. Vegna þess að gömlu samræmdu prófin voru ekki að nýtast nægilega vel með gagnvirkum hætti og voru þess vegna að einhverju leyti orðin úrelt,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Næg tækifæri til aðkomu Viðskiptaráðs Matsferlinum sé ætlað að vera verkfærakista til samræmdrar mælingar þannig að breiðari mynd fáist á stöðu nemenda, í stað þess að beita aðeins punktmælingum með samræmdu prófi. „Svo er markmiðið að tengja þetta saman, þannig að þú fáir líka mynd bæði af einstaka skólum og sveitarfélögum.“ Þessi breyting, og fleiri sem væntanlegar eru, hafi verið unnar í góðu samstarfi við alla hlutaðeigandi. „Vegna þess að það er þannig að allir eiga að hafa aðgengi að því að móta íslenskt menntakerfi. Þar hefur Viðskiptaráð sannarlega haft tækifæri til þess að mæta á opna fundi, ráðstefnur og fleira.“ Í besta falli hjákátlegt Þá kom fram í umsögn ráðsins að aðkoma Kennarasambands Íslands að stefnumótun í menntamálum hefði leitt málaflokkinn í öngstræti, og lagt til að stjórnvöld taki fyrir frekari afskipti sambandsins af slíkum málum. Ásmundur segir breytingarnar hafa verið unnar þétt með fólki sem vinni með börnum dag frá degi, sem séu lykilaðilar í að breyta menntakerfinu til betri vegar. „Og þess vegna er það í raun óásættanlegt að Viðskiptaráð skuli tala um kennara og annað starfsfólk menntakerfisins eins og þeir hafa leyft sér, og ásaka fólk sem hefur tileinkað vinnu sinni í þágu barna að hafa eyðilagt menntakerfið, þá er það í besta falli hjákátlegt.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Sjá meira