Það séu vonbrigði ef fyrirtæki hækki verð úr hófi Eiður Þór Árnason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 2. ágúst 2024 15:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Framsóknarflokkurinn mælist með 7,2 prósent fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og hækkar úr 6,6 prósent milli mánaða. Mælist flokkurinn með innan við helming af þeim 17,3 prósentum atkvæða sem hann fékk í síðustu alþingiskosningum. Fjármálaráðherra segir áherslu verða lagða á að ná niður verðbólgu og vöxtum á komandi þingvetri. „Það er aldrei gaman að mælast með minna fylgi en manni finnst vera sanngjarnt en þetta er auðvitað bara mæling á þessum tímapunkti og ég hef alveg skilning á henni,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Fylgi allra stjórnarflokkanna hefur farið lækkandi á yfirstandandi kjörtímabili. „Það er jú mjög hátt vaxtastig í landinu og verðbólga enn að trufla okkur. Svo höfum við bara séð í öllum nálægum ríkjum okkar að þar er svona undirliggjandi pirringur gagnvart stjórnvöldum. Ég hef þá kenningu að stríðsástand sé ekki heppilegt til að búa til öryggi og óöryggi leiðir af sér svolítið pirring og jafnvel reiði og hún beinist eðlilega að stjórnvöldum á hverjum tíma og hverjum stað.“ Á sama tíma njóti flokkar í stjórnarandstöðu bæði hér og erlendis góðs af þessu ástandi. Samfylkingin mælist með 27,6% prósent fylgi í nýjustu könnun Gallup, meira en allir þrír ríkisstjórnarflokkarnir til samans. „En ég hef líka væntingar um að þegar líður á kjörtímabilið, sem mun styttast, þá munum við geta sýnt fram á hvað við munum gera og þetta verði ekki endilega niðurstaðan úr kosningum,“ segir Sigurður Ingi. Efnahagsmálin verði í öndvegi Fyrsti fundur ríkisstjórnarinnar eftir sumarleyfi fór fram í dag og fer nú í hönd síðasta ár kjörtímabilsins. Sigurður Ingi segir að helsta áherslumálið á komandi þingvetri verði áfram að reyna að ná niður verðbólgu og vöxtum. Tölur sýni að verðbólgan gangi nú aðeins fram og til baka en stóra myndin sé sú að hún sé almennt á niðurleið og sömuleiðis verðbólguvæntingar. „Það mun þýða að lokum að vextirnir fara niður. Það mun auðvitað hjálpa mjög mikið fólkinu í landinu og fyrirtækjunum og ég hef væntingar til þess að þegar að kosningum kemur sé það eitt af því sem kjósendur munu horfa til.“ Vonbrigði ef fyrirtæki hækki óhóflega verð á vörum Ríkisstjórnin lagði fram stuðningsaðgerðir samhliða undirritun kjarasamninga í vor. Sigurður segist ekki sammála því að markmið kjarasamninganna og aðgerðanna hafi ekki gengið eftir og segir barnabætur, tímabundnar vaxtabætur og húsnæðisbætur hafa komið tekjuminnstu heimilunum til góða. „Án þeirra held ég að þetta hefði verið erfitt. Með langtímakjarasamninga síðan í farteskinu þá getum við horft nokkuð björtum augum til næstu ára, að því gefnu að allir, og ég ítreka allir, aðilar taki þátt í því að ná niður verðbólgunni.“ „Þess vegna eru það auðvitað vonbrigði ef það eru enn aðilar þarna úti sem telja sig geta hækkað sína vöru og þjónustu umfram það sem við öll hin erum að reyna að vinna að,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Verðlag Tengdar fréttir Telur stöðu heimsmála hafa áhrif á fylgið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna (VG) hefur áhyggjur af litlu fylgi flokksins. Hann segist ekki svartsýnn en telji að staðan í alþjóðamálum hafi áhrif á stuðning við stjórnarflokkana. Guðmundur hefur ekki ákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns á komandi landsþingi. 2. ágúst 2024 11:56 Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. 2. ágúst 2024 11:33 VG mælist með 3,5 prósent Vinstri græn mælast enn utan þings, samkvæmt nýjum þjóðarpúsli Gallúp. Fleiri myndu kjósa Sósíalistaflokkinn. 1. ágúst 2024 20:11 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Sjá meira
„Það er aldrei gaman að mælast með minna fylgi en manni finnst vera sanngjarnt en þetta er auðvitað bara mæling á þessum tímapunkti og ég hef alveg skilning á henni,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Fylgi allra stjórnarflokkanna hefur farið lækkandi á yfirstandandi kjörtímabili. „Það er jú mjög hátt vaxtastig í landinu og verðbólga enn að trufla okkur. Svo höfum við bara séð í öllum nálægum ríkjum okkar að þar er svona undirliggjandi pirringur gagnvart stjórnvöldum. Ég hef þá kenningu að stríðsástand sé ekki heppilegt til að búa til öryggi og óöryggi leiðir af sér svolítið pirring og jafnvel reiði og hún beinist eðlilega að stjórnvöldum á hverjum tíma og hverjum stað.“ Á sama tíma njóti flokkar í stjórnarandstöðu bæði hér og erlendis góðs af þessu ástandi. Samfylkingin mælist með 27,6% prósent fylgi í nýjustu könnun Gallup, meira en allir þrír ríkisstjórnarflokkarnir til samans. „En ég hef líka væntingar um að þegar líður á kjörtímabilið, sem mun styttast, þá munum við geta sýnt fram á hvað við munum gera og þetta verði ekki endilega niðurstaðan úr kosningum,“ segir Sigurður Ingi. Efnahagsmálin verði í öndvegi Fyrsti fundur ríkisstjórnarinnar eftir sumarleyfi fór fram í dag og fer nú í hönd síðasta ár kjörtímabilsins. Sigurður Ingi segir að helsta áherslumálið á komandi þingvetri verði áfram að reyna að ná niður verðbólgu og vöxtum. Tölur sýni að verðbólgan gangi nú aðeins fram og til baka en stóra myndin sé sú að hún sé almennt á niðurleið og sömuleiðis verðbólguvæntingar. „Það mun þýða að lokum að vextirnir fara niður. Það mun auðvitað hjálpa mjög mikið fólkinu í landinu og fyrirtækjunum og ég hef væntingar til þess að þegar að kosningum kemur sé það eitt af því sem kjósendur munu horfa til.“ Vonbrigði ef fyrirtæki hækki óhóflega verð á vörum Ríkisstjórnin lagði fram stuðningsaðgerðir samhliða undirritun kjarasamninga í vor. Sigurður segist ekki sammála því að markmið kjarasamninganna og aðgerðanna hafi ekki gengið eftir og segir barnabætur, tímabundnar vaxtabætur og húsnæðisbætur hafa komið tekjuminnstu heimilunum til góða. „Án þeirra held ég að þetta hefði verið erfitt. Með langtímakjarasamninga síðan í farteskinu þá getum við horft nokkuð björtum augum til næstu ára, að því gefnu að allir, og ég ítreka allir, aðilar taki þátt í því að ná niður verðbólgunni.“ „Þess vegna eru það auðvitað vonbrigði ef það eru enn aðilar þarna úti sem telja sig geta hækkað sína vöru og þjónustu umfram það sem við öll hin erum að reyna að vinna að,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Verðlag Tengdar fréttir Telur stöðu heimsmála hafa áhrif á fylgið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna (VG) hefur áhyggjur af litlu fylgi flokksins. Hann segist ekki svartsýnn en telji að staðan í alþjóðamálum hafi áhrif á stuðning við stjórnarflokkana. Guðmundur hefur ekki ákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns á komandi landsþingi. 2. ágúst 2024 11:56 Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. 2. ágúst 2024 11:33 VG mælist með 3,5 prósent Vinstri græn mælast enn utan þings, samkvæmt nýjum þjóðarpúsli Gallúp. Fleiri myndu kjósa Sósíalistaflokkinn. 1. ágúst 2024 20:11 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Sjá meira
Telur stöðu heimsmála hafa áhrif á fylgið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna (VG) hefur áhyggjur af litlu fylgi flokksins. Hann segist ekki svartsýnn en telji að staðan í alþjóðamálum hafi áhrif á stuðning við stjórnarflokkana. Guðmundur hefur ekki ákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns á komandi landsþingi. 2. ágúst 2024 11:56
Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. 2. ágúst 2024 11:33
VG mælist með 3,5 prósent Vinstri græn mælast enn utan þings, samkvæmt nýjum þjóðarpúsli Gallúp. Fleiri myndu kjósa Sósíalistaflokkinn. 1. ágúst 2024 20:11
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent