Allt að verða klárt fyrir embættistöku sjöunda forseta lýðveldisins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. ágúst 2024 12:31 Undirbúningur fyrir embættistöku forseta Íslands hefur staðið yfir í og við Alþingi undanfarnar vikur. Í gær var meðal annars unnið að því að setja upp risaskjái á Austurvelli hvar almenningur getur fylgst með athöfninni. Vísir/Sigurjón Halla Tómasdóttir verður sett í embætti sem sjöundi forseti Íslenska lýðveldisins í dag, önnur kvenna til að gegna embættinu. Í fyrsta sinn í lýðveldissögunni verða þrír fyrrverandi forsetar viðstaddir athöfnina. Embættistaka forseta Íslands hefst með helgiathöfn í Dómkirkjunni klukkan hálf fjögur í dag. Þar á eftir verður kjöri Höllu Tómasdóttir í embætti forseta lýst við athöfn í sal Alþingis og hún undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni og flytja ávarp. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis segir nú allt að verða tilbúið fyrir athöfnina. „Það er nú ekki seinna vænna en þetta er allt að koma hjá okkur,“ segir Ragna. Alls er búist við á fjórða hundrað gesta, auk þess sem almenningi býðst að fylgjast með athöfninni af Austurvelli og í sjónvarpi. „Alþingishúsið hefur verið notað til innsetningarinnar, eða embættistökunnar, síðan 1949 og skýrist mögulega af því að það voru auðvitað ekki mörg húsakynni sem að komu til álita. En það var alltaf þannig fram til gildistöku nýrra kosningalaga árið 2021 að forseti Hæstaréttar setti forset inn í embætti og gerir það í húsakynnum Alþingis,“ segir Ragna, en með nýjum kosningalögum verður sú breyting á nú að formaður landskjörstjórnar lýsir kjöri forseta. „Eftir því sem tímarnir liðu urðu þetta aðeins fjölmennari athafnir. En við sáum það núna að með því að sinna nútímakröfum um flóttaleiðir og annað að þá þyrftum við að hafa aðeins færri í þinghúsinu, sem eru þó alveg um 140 manns, en það var þá heppilegt að við getum nýtt Smiðjuna, nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis, þar erum við með mjög flottan ráðstefnusal þar sem við ætlum að hýsa þá hluta gesta,“ segir Ragna. Meðal þeirra sem viðstödd verða athöfnina í þingsal eru frú Vigdís Finnbogadóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, og Guðni Th. Jóhannesson sem lauk sinni embættistíð á miðnætti í gær. Þetta verður þannig í fyrsta sinn í lýðveldissögunni sem svo mörg sem gegnt hafa embætti forseta verða viðstödd athöfnina. „Þetta er auðvitað mjög söguleg stund og auðvitað alltaf mjög hátíðlegt þegar nýr forseti tekur við keflinu. Það verður þarna góð mæting af hálfu fyrrum forseta sem verður auðvitað frábært,“ segir Ragna. Þakka Guðna og hlakka til samstarfs með Höllu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hafa báðir gegnt embættis forsætisráðherra í tíð Guðna Th. Jóhannessonar. Þeir þökkuðu í gær Guðna fyrir samstarfið og óska Höllu velfarnaðar í starfi. „Guðni hefur verið farsæll forseti og fyrir ríkisstjórn verið gott að leita til hans,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu að loknum ríkisráðsfundi í gær og forsætisráðherra tók í svipaðan streng. „Þessu embætti þarf að sinna vel og við hlökkum til samstarfs við nýjan forseta sem að ég veit að mun rísa mjög vel undir því hlutverki sem hún hefur tekið að sér og mun eflaust móta embættið eins og fyrri forsetar hafa gert, með sínum hætti,“ segir Bjarni. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Alþingi Forsetakosningar 2024 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Embættistaka forseta Íslands hefst með helgiathöfn í Dómkirkjunni klukkan hálf fjögur í dag. Þar á eftir verður kjöri Höllu Tómasdóttir í embætti forseta lýst við athöfn í sal Alþingis og hún undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni og flytja ávarp. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis segir nú allt að verða tilbúið fyrir athöfnina. „Það er nú ekki seinna vænna en þetta er allt að koma hjá okkur,“ segir Ragna. Alls er búist við á fjórða hundrað gesta, auk þess sem almenningi býðst að fylgjast með athöfninni af Austurvelli og í sjónvarpi. „Alþingishúsið hefur verið notað til innsetningarinnar, eða embættistökunnar, síðan 1949 og skýrist mögulega af því að það voru auðvitað ekki mörg húsakynni sem að komu til álita. En það var alltaf þannig fram til gildistöku nýrra kosningalaga árið 2021 að forseti Hæstaréttar setti forset inn í embætti og gerir það í húsakynnum Alþingis,“ segir Ragna, en með nýjum kosningalögum verður sú breyting á nú að formaður landskjörstjórnar lýsir kjöri forseta. „Eftir því sem tímarnir liðu urðu þetta aðeins fjölmennari athafnir. En við sáum það núna að með því að sinna nútímakröfum um flóttaleiðir og annað að þá þyrftum við að hafa aðeins færri í þinghúsinu, sem eru þó alveg um 140 manns, en það var þá heppilegt að við getum nýtt Smiðjuna, nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis, þar erum við með mjög flottan ráðstefnusal þar sem við ætlum að hýsa þá hluta gesta,“ segir Ragna. Meðal þeirra sem viðstödd verða athöfnina í þingsal eru frú Vigdís Finnbogadóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, og Guðni Th. Jóhannesson sem lauk sinni embættistíð á miðnætti í gær. Þetta verður þannig í fyrsta sinn í lýðveldissögunni sem svo mörg sem gegnt hafa embætti forseta verða viðstödd athöfnina. „Þetta er auðvitað mjög söguleg stund og auðvitað alltaf mjög hátíðlegt þegar nýr forseti tekur við keflinu. Það verður þarna góð mæting af hálfu fyrrum forseta sem verður auðvitað frábært,“ segir Ragna. Þakka Guðna og hlakka til samstarfs með Höllu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hafa báðir gegnt embættis forsætisráðherra í tíð Guðna Th. Jóhannessonar. Þeir þökkuðu í gær Guðna fyrir samstarfið og óska Höllu velfarnaðar í starfi. „Guðni hefur verið farsæll forseti og fyrir ríkisstjórn verið gott að leita til hans,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu að loknum ríkisráðsfundi í gær og forsætisráðherra tók í svipaðan streng. „Þessu embætti þarf að sinna vel og við hlökkum til samstarfs við nýjan forseta sem að ég veit að mun rísa mjög vel undir því hlutverki sem hún hefur tekið að sér og mun eflaust móta embættið eins og fyrri forsetar hafa gert, með sínum hætti,“ segir Bjarni.
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Alþingi Forsetakosningar 2024 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels