Guðni lítillátur þegar hann sagði að allt myndi bjargast án hans Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. júlí 2024 21:34 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er ánægður með embættissetu Guðna. Vísir/Arnar Halldórsson Í dag fór fram síðasti ríkisráðsfundur Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands. Forsætisráðherra segir skilaboð forsetans fráfarandi á fundinum þau að ríkisstjórnin komi til með að spjara sig án hans, lítillát skilaboð sem hann segir endurspegla karakter Guðna vel. Fréttamaður náði tali af Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að fundinum loknum. Hann segir undirstöðu fundarins afgreiðslu á endurstaðfestingu ýmissa mála sem hafa verið lögð fyrir forseta Íslands. „Auðvitað einkenndist þessi fundur að öðru leyti að hann var ákveðin kveðjustund, og innsetning nýs forseta á morgun. Þess vegna gafst tækifæri til að líta um farinn veg og ég lagði áherslu á það að ríkisstjórnin væri þakklát fyrir gott samstarf,“ segir Bjarni. Reynir mikið á samstarf ríkisstjórnar og forseta Hann útskýrir að nær aldrei beri á því hve mikið reyni á að samstarf ríkisstjórnar og forseta. Það sé sennilega vegna þess hve vel samstarfið hefur gengið. „Það væri þá ekki nema ef eitthvað færi út af sporinu sem fólk áttaði sig á því að þetta skiptir máli. Það skiptir máli að það sé gott talsamband og sameiginlegur skilningur, til dæmis á hvernig gengið er frá ýmsum formsatriðum.“ í breiðara samhengi hafi verið gott að eiga forsetann að, sem hafi lagt sig fram við að vera í góðu samtali við forystumenn flokkanna. Bjarni segir Guðna hafa tekist vel til við að vekja athygli á atriðum sem íslenska þjóðin þyrfti að passa upp á, og nefnir skjóta mannfjölgun og breytingar á nýjustu tækni. Nýtti forsetinn tækifærið á fundinum til að koma með skilaboð eða hnekkja á einhverjum atriðum við ykkur sem hann hefur kannski ekki viljað gera hingað til? „Mér fannst hann sýna mikið lítillæti þegar hann sagði að þetta myndi nú allt saman bjargast án hans. Sem var í takt við hans karaktereinkenni. En staðreyndin er sú að það er ekkert sjálfsagt í þessum hlutum og við verðum að vera minnug þess að þessu embætti þarf að sinna vel og við hlökkum til samstarfs við nýja forsetann sem ég veit að mun rísa mjög vel undir því hlutverki sem hún hefur tekið að sér.“ Ekki rétti tíminn fyrir „ef og hefði“ Halla Tómasdóttir verður sett inn í embætti forseta Íslands á morgun. Forsetakosningar hefðu getað farið svo að Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra og samstarfskona Bjarna til margra ára yrði sett inn í embættið á morgun. Hefðir þú viljað halda áfram að starfa með Katrínu á þessum vettvangi í gegn um ríkisráð? „Þetta er alls ekki tíminn til þess að fara að tala um það hvað ég hefði og allt það. Nú er staðan sú ð á morgun tekur Halla Tómasdóttir við. Hún fékk afburðagóða kosningu. Við ætlum öll að óska þess að hún verði farsæl í sínu starfi, haldi áfram að njóta þess góða stuðnings,“ segir Bjarni. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Fréttamaður náði tali af Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að fundinum loknum. Hann segir undirstöðu fundarins afgreiðslu á endurstaðfestingu ýmissa mála sem hafa verið lögð fyrir forseta Íslands. „Auðvitað einkenndist þessi fundur að öðru leyti að hann var ákveðin kveðjustund, og innsetning nýs forseta á morgun. Þess vegna gafst tækifæri til að líta um farinn veg og ég lagði áherslu á það að ríkisstjórnin væri þakklát fyrir gott samstarf,“ segir Bjarni. Reynir mikið á samstarf ríkisstjórnar og forseta Hann útskýrir að nær aldrei beri á því hve mikið reyni á að samstarf ríkisstjórnar og forseta. Það sé sennilega vegna þess hve vel samstarfið hefur gengið. „Það væri þá ekki nema ef eitthvað færi út af sporinu sem fólk áttaði sig á því að þetta skiptir máli. Það skiptir máli að það sé gott talsamband og sameiginlegur skilningur, til dæmis á hvernig gengið er frá ýmsum formsatriðum.“ í breiðara samhengi hafi verið gott að eiga forsetann að, sem hafi lagt sig fram við að vera í góðu samtali við forystumenn flokkanna. Bjarni segir Guðna hafa tekist vel til við að vekja athygli á atriðum sem íslenska þjóðin þyrfti að passa upp á, og nefnir skjóta mannfjölgun og breytingar á nýjustu tækni. Nýtti forsetinn tækifærið á fundinum til að koma með skilaboð eða hnekkja á einhverjum atriðum við ykkur sem hann hefur kannski ekki viljað gera hingað til? „Mér fannst hann sýna mikið lítillæti þegar hann sagði að þetta myndi nú allt saman bjargast án hans. Sem var í takt við hans karaktereinkenni. En staðreyndin er sú að það er ekkert sjálfsagt í þessum hlutum og við verðum að vera minnug þess að þessu embætti þarf að sinna vel og við hlökkum til samstarfs við nýja forsetann sem ég veit að mun rísa mjög vel undir því hlutverki sem hún hefur tekið að sér.“ Ekki rétti tíminn fyrir „ef og hefði“ Halla Tómasdóttir verður sett inn í embætti forseta Íslands á morgun. Forsetakosningar hefðu getað farið svo að Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra og samstarfskona Bjarna til margra ára yrði sett inn í embættið á morgun. Hefðir þú viljað halda áfram að starfa með Katrínu á þessum vettvangi í gegn um ríkisráð? „Þetta er alls ekki tíminn til þess að fara að tala um það hvað ég hefði og allt það. Nú er staðan sú ð á morgun tekur Halla Tómasdóttir við. Hún fékk afburðagóða kosningu. Við ætlum öll að óska þess að hún verði farsæl í sínu starfi, haldi áfram að njóta þess góða stuðnings,“ segir Bjarni. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira