Enn óvissa með fiskútflutning vegna Brexit Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir nokkurri óvissu eytt með bráðabirgðasamkomulagi íslenskra stjórnvalda við Breta um tollfrjálsan innflutning á sjávarafurðum eftir Brexit. Innlent 19. mars 2019 15:34
Framkvæmdastjóri Evrópuútgerðar Samherja hættir Hefur starfað hjá Samherja í 30 ár. Viðskipti innlent 19. mars 2019 10:07
Óttast frekari ágjöf á byggðir á Austfjörðum Loðnubresturinn er gríðarlegt áfall fyrir bæjarsjóði sveitarfélaga á Austfjörðum. Hægt verður á framkvæmdum. Mörg hundruð manns verða af vertíðarvinnu. Austfirðingar óttast frekari áföll. Innlent 18. mars 2019 06:15
Svipað margir með og á móti áframhaldandi hvalveiðum Lítill munur er á fjölda þeirra sem segjast hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði og þeirra sem segjast andvígir samkvæmt nýrri könnun. Karlar eru líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum. Innlent 17. mars 2019 21:00
Leyniformúlan gerir Blönduós mikilvægan fyrir fiskútflutning Leyniformúla, sem varðveitt er í læstu hólfi, er lykilinn að því að lítið fyrirtæki á Blönduósi er orðið þýðingarmikið fyrir fiskútflutning þjóðarinnar. Innlent 14. mars 2019 22:30
Auka þurfi eftirlit með laxeldi Formaður Landsambands veiðifélaga segir að setja þurfi aukið fjármagn í eftirlit með laxeldi en hann telur áhættumat sem snýr að erfðablöndun frá laxeldi of pólitískt. Innlent 14. mars 2019 19:30
Makrílkvótinn miðast við 10 ár Gefinn verður út makrílkvóti á grundvelli aflareynslu á árunum 2008-2018 að báðum árum meðtöldum. Tíu bestu veiðiár skipaflota landsins gilda við úthlutunina. Innlent 13. mars 2019 07:15
Engin loðnuveiði á þessari vertíð og gríðarlegt tjón Útgerðafélög fá ekki að veiða neina loðnu á þessari vertíð þrátt fyrir mestu leit frá upphafi. Þau verða fyrir gríðarlegu tjóni og þjóðarbúið verður af milljörðum að sögn framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar. Brýnt sé að rannsaka betur hvað veldur slíku hruni. Innlent 12. mars 2019 19:00
Sex íslensk skip bíða af sér óveður Sex íslensk uppsjávarveiðiskip leituðu í gær vars inni á Donegalflóa en óveður geisar nú á kolmunnamiðunum vestur af Írlandi. Innlent 12. mars 2019 01:08
Ræðir við Japani um að selja þeim ferskt hvalkjöt Sjávarútvegsráðherra Noregs, Harald T. Nesvik, hyggst ræða við japönsk stjórnvöld um aukinn markaðsaðgang fyrir norskar hvalaafurðir í fimm daga Japansför, sem hefst í dag. Erlent 10. mars 2019 11:00
Andstæðingar sjókvíaeldis boða átök Mikil ólga í röðum umhverfisverndarsinna vegna reisu atvinnuveganefndar til Noregs. Innlent 8. mars 2019 14:41
Alþingi hinkrar með fiskeldisumræðu meðan atvinnuveganefnd er í Noregi að kynna sér fiskeldi Hlé var gert á fyrstu umræðu um umdeilt fiskeldisfrumvarp sjávarútvegsráðherra á Alþingi í dag og verður ekki lokið fyrr en á mánudag. Innlent 7. mars 2019 20:30
Stefanía Inga til Fisk Seafood Stefanía Inga Sigurðardóttir hefur verið ráðin til starfa sem gæðastjóri hjá Fisk Seafood á Sauðárkróki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 7. mars 2019 11:32
Mjög bjartsýnn á að meiri loðna finnist Geir Zoëga skipstjóri á grænlenska uppsjávarskipinu Polar Amaroq segist mjög bjartsýnn á að meiri loðna finnist. Bjartsýni hans sé rökstudd á því að fréttir hafi borist frá skipum fyrir norðan um loðnu. Innlent 7. mars 2019 10:27
Beitir fékk á sig brot Viðbrögð áhafnarinnar eru sögð hafa komið í veg fyrir miklar skemmdir. Innlent 6. mars 2019 13:19
Lagði fram frumvarp um fiskeldi Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að áhættumat erfðablöndunar verði lögfest og heildarframleiðslumagn frjórra laxa byggi á því mati. Innlent 6. mars 2019 06:00
Bein útsending: Tekist á um laxeldi á opnum umræðufundi Opinn umræðufundur um laxeldi á verður á veitingastaðnum Sólon (2. hæð) í kvöld klukkan 20. Þar munu takast á, þeir Ólafur I. Sigurgeirsson, lektor við Hólaskóla, og Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur. Innlent 5. mars 2019 19:15
Opinn fundur um laxeldi og áhrif þess á villta laxastofna Opinn umræðufundur um laxeldi á verður á veitingastaðnum Sólon (2. hæð) í kvöld 5. mars, klukkan 20. Innlent 5. mars 2019 15:50
Aldrei leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og í ár Rannsóknarskip Hafrónnsóknarstofnunar hófu í gær og fyrrakvöld leit að loðnu við suðurströndina. Engin loðna hefur fundist en sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ennþá eigi eftir að leita á talsverðu svæði og þá skýrist ástandið betur. Hann segir að frá áramótum hafi aldrei verið leitað eins mikið af loðnu en breytingar á stofnstærð skýrist fyrst og fremst af umhverfisþáttum Innlent 5. mars 2019 13:52
Sameining við Þórshöfn reynst dýrkeypt að mati Bakkfirðinga Bakkfirðingar, sem sjá eftir að hafa sameinast Þórshöfn, segja skrítið að um leið og ríkið hvetji til sameiningar sveitarfélaga séu engin verkfæri til að láta hana ganga til baka. Innlent 4. mars 2019 20:45
Meta áhrifin af loðnubresti Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur falið fjármálastjóra bæjarins að meta hvort loðnubrestur yrði forsendubrestur fyrir tekjuáætlun fjárhagsáætlunar. Innlent 2. mars 2019 11:00
Rúmar heimildir til að setja lög um makrílinn Starfshópur, sem sjávarútvegsráðherra skipaði eftir dóm Hæstaréttar um bótaskyldu vegna úthlutunar makrílkvóta, segir lög sem fælu í sér hóflega skerðingu á kvóta ekki fallin til að skapa bótaskyldu gagnvart kvótahöfum. Innlent 2. mars 2019 07:15
Kolmunnaveiðar fyrr vegna loðnubrests Uppsjávarskipið Huginn VE er á heimleið til Vestmannaeyja með fullfermi af kolmunna sem veiddist á miðunum suðvestur af Írlandi. Guðmundur Huginn Guðmundsson skipstjóri segir að íslenski flotinn hafi verið við kolmunnaveiðar á þessum slóðum í um mánuð, nokkru fyrr en áður þar sem engin loðnuveiði hefur verið við Ísland. Innlent 1. mars 2019 17:30
Fráfarandi forstjóri fékk 88 milljónir Laun og kostnaður vegna starfsloka fyrrverandi forstjóra HB Granda á síðasta ári námu rúmum 88 milljónum króna. Viðskipti innlent 1. mars 2019 06:00
Mikilvægt að halda loðnuvöktun áfram Mikilvægt er að halda vöktun loðnu áfram næstu vikur þótt tíminn til loðnuleitar sé að renna út, segir þingmaður Framsóknarflokksins. Loðnubrestur muni hafa gífurleg áhrif á uppsjávarfyrirtæki og því þurfi að stunda markvissar rannsóknir til framtíðar. Innlent 28. febrúar 2019 16:00
Ísland klagað fyrir eftirlitsnefnd Árósasamningsins vegna fiskeldislaga Kvartað undan hraða afgreiðslu Alþingis á lögum sem heimila bráðabirgðarekstrarleyfi til fiskeldisfyrirtækja en lögin útiloka aðkomu almennings og umhverfisverndarsamtaka að ákvörðunum er varða auðlindir landsins. Innlent 27. febrúar 2019 11:32
LSR bætir við sig í HB Granda en Lífeyrissjóður verslunarmanna selur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins hefur á undanförnum sex mánuðum bætt við sig í HB Granda með kaupum á samanlagt ríflega 0,9 prósenta hlut í útgerðinni, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa hennar. Viðskipti innlent 27. febrúar 2019 08:30
Endurskoða stjórnsýslu sína eftir Samherjamál Ekki verður hjá því komist að ráðast í heildarendurskoðun á allri stjórnsýslu Seðlabanka Íslands, meðferð mála innan bankans og með hvaða hætti bankinn hefur á umliðnum árum farið með það opinbera vald sem honum hefur verið falið lögum samkvæmt. Innlent 27. febrúar 2019 08:00
Óumdeilt að fiskur sleppur úr sjókvíum Kröfum náttúruverndarsamtaka og veiðifélaga hafnað í tveimur málum sem varða samtals 1.700 tonna seiðaeldi í kerum á landi á Árskógssandi og í Þorlákshöfn. Innlent 27. febrúar 2019 07:41
Kristján Þór segir reglugerðarbreytinguna ekki óeðlilega Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, breytti reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum tíu dögum eftir að Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf. sendi ráðherranum tölvupóst þar sem þess var óskað. Innlent 25. febrúar 2019 21:29