Kyrrsetningu Heinaste aflétt og skipið selt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2020 13:48 Togarinn Heinaste var á sínum tíma að stórum hluta í eigu Samherja. Nú á Samherji hlut í félaginu sem á togaranum. Namibísk yfirvöld hafa aflétt kyrrsetningu á togaranum Heinaste, sem kyrrsettur var þar í landi í nóvember 2019. Bréf um afléttingu kyrrsetningarinnar var undirritað í gær samhliða sölu á togaranum. Þetta kemur fram á vef Samherja þar sem segir að seljandi togarans sé félagið Heinaste Investment Namibia sem félag tengt Samherja eigi rúmlega helming hlutafjár í. Kaupandinn er Tunacor fisheries sem gerir út fimmtán skip að því er fram kemur á vef Samherja. Þar segir enn fremur að með sölu skipsins verði hægt að endurheimta störf um eitt hundrað skipverja sem voru áhöfn þess áður en skipið var kyrrsett. Skipið hefur legið við höfnina í Walvis Bay í um eitt ár. Skipið hefur fengið nýtt nafn og nýja málningu. Nauðsynlegri yfirferð á tækjum og búnaði Heinaste sé nú lokið og muni skipið halda til veiða á morgun í þjónustu nýs eiganda með áhöfn sem er að verulegu leyti sé sú sama og áður. Þá hefur kaupandi skipsins gefið því nýtt nafn og heitir skipið nú Tutungeni, að því er segir á vef Samherja. Skipið komst í fréttirnar hér á landi eftir umfjöllun RÚV um Samherjaskjölin svokölluðu auk þess sem að Arngrímur Brynjólfsson, þáverandi skipstjóri skipsins var handtekinn, sakaður um ólöglegar veiðar á hrygningarsvæðum undan ströndum Namibíu. Hann játaði sök í febrúar en sagði eftir komuna hér við land að hann hefði tekið á sig sökina til þess að sleppa við það vera fastur í Namibíu um langa hríð. Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vissi að hann myndi hata ákvörðunina það sem eftir væri Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri sem stýrði togaranum Heinaste í eigu Samherja í Namibíu, segist hafa neyðst til þess að játa sök í dómsmáli gegn honum í landinu. Að öðrum kosti hefði málið dregist í marga mánuði. 21. febrúar 2020 13:35 Umstang að skrapa saman átta milljónum í reiðufé Lögregluyfirvöld í Namibíu hafa kyrrsett á ný togarann Heinaste. Björgólfur Jóhansson, settur forstjóri Samherja, telur kyrrsetninguna ekki standast lög og hyggst láta reyna á lögmæti hennar fyrir namibískum dómstólum. 11. febrúar 2020 13:34 Heitir því að uppfylla skyldur Samherja gagnvart skipverjum Samherji segist ætla að reyna að halda eins mörgum sjómönnum í Namibíu í vinnu áfram og fyrirtækið geti þrátt fyrir að tvö skip af þremur hafi verið færð úr landi. 6. febrúar 2020 12:35 Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu Íslenski skipstjórinn stýrði skipum Samherja í namibískri landhelgi um árabil. Hann játaði ólöglegar veiðar og var gerð refsing í dag. 5. febrúar 2020 10:21 Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Samherja þar sem segir að seljandi togarans sé félagið Heinaste Investment Namibia sem félag tengt Samherja eigi rúmlega helming hlutafjár í. Kaupandinn er Tunacor fisheries sem gerir út fimmtán skip að því er fram kemur á vef Samherja. Þar segir enn fremur að með sölu skipsins verði hægt að endurheimta störf um eitt hundrað skipverja sem voru áhöfn þess áður en skipið var kyrrsett. Skipið hefur legið við höfnina í Walvis Bay í um eitt ár. Skipið hefur fengið nýtt nafn og nýja málningu. Nauðsynlegri yfirferð á tækjum og búnaði Heinaste sé nú lokið og muni skipið halda til veiða á morgun í þjónustu nýs eiganda með áhöfn sem er að verulegu leyti sé sú sama og áður. Þá hefur kaupandi skipsins gefið því nýtt nafn og heitir skipið nú Tutungeni, að því er segir á vef Samherja. Skipið komst í fréttirnar hér á landi eftir umfjöllun RÚV um Samherjaskjölin svokölluðu auk þess sem að Arngrímur Brynjólfsson, þáverandi skipstjóri skipsins var handtekinn, sakaður um ólöglegar veiðar á hrygningarsvæðum undan ströndum Namibíu. Hann játaði sök í febrúar en sagði eftir komuna hér við land að hann hefði tekið á sig sökina til þess að sleppa við það vera fastur í Namibíu um langa hríð.
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vissi að hann myndi hata ákvörðunina það sem eftir væri Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri sem stýrði togaranum Heinaste í eigu Samherja í Namibíu, segist hafa neyðst til þess að játa sök í dómsmáli gegn honum í landinu. Að öðrum kosti hefði málið dregist í marga mánuði. 21. febrúar 2020 13:35 Umstang að skrapa saman átta milljónum í reiðufé Lögregluyfirvöld í Namibíu hafa kyrrsett á ný togarann Heinaste. Björgólfur Jóhansson, settur forstjóri Samherja, telur kyrrsetninguna ekki standast lög og hyggst láta reyna á lögmæti hennar fyrir namibískum dómstólum. 11. febrúar 2020 13:34 Heitir því að uppfylla skyldur Samherja gagnvart skipverjum Samherji segist ætla að reyna að halda eins mörgum sjómönnum í Namibíu í vinnu áfram og fyrirtækið geti þrátt fyrir að tvö skip af þremur hafi verið færð úr landi. 6. febrúar 2020 12:35 Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu Íslenski skipstjórinn stýrði skipum Samherja í namibískri landhelgi um árabil. Hann játaði ólöglegar veiðar og var gerð refsing í dag. 5. febrúar 2020 10:21 Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Vissi að hann myndi hata ákvörðunina það sem eftir væri Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri sem stýrði togaranum Heinaste í eigu Samherja í Namibíu, segist hafa neyðst til þess að játa sök í dómsmáli gegn honum í landinu. Að öðrum kosti hefði málið dregist í marga mánuði. 21. febrúar 2020 13:35
Umstang að skrapa saman átta milljónum í reiðufé Lögregluyfirvöld í Namibíu hafa kyrrsett á ný togarann Heinaste. Björgólfur Jóhansson, settur forstjóri Samherja, telur kyrrsetninguna ekki standast lög og hyggst láta reyna á lögmæti hennar fyrir namibískum dómstólum. 11. febrúar 2020 13:34
Heitir því að uppfylla skyldur Samherja gagnvart skipverjum Samherji segist ætla að reyna að halda eins mörgum sjómönnum í Namibíu í vinnu áfram og fyrirtækið geti þrátt fyrir að tvö skip af þremur hafi verið færð úr landi. 6. febrúar 2020 12:35
Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu Íslenski skipstjórinn stýrði skipum Samherja í namibískri landhelgi um árabil. Hann játaði ólöglegar veiðar og var gerð refsing í dag. 5. febrúar 2020 10:21