Sigldu til hafnar eftir að skipverji fékk einkenni Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 3. desember 2020 11:31 Togarinn Baldvin Njálsson var smíðaður á Spáni árið 1990 og fagnar því 30 ára afmæli sínu í ár. Nesfiskur Frystitogarinn Baldvin Njálsson GK 400 sigldi í nótt úr Ísafjarðardjúpi og til hafnar í Hafnarfirði. Ástæðan eru einkenni skipverja sem fór í sýnatöku í morgun. Aðrir skipverjar bíða niðurstöðu og líður vel að sögn skipstjórans. RÚV greindi fyrst frá. „Okkur líður öllum vel og allir eru hressir. Veðrið mætti vera betra,“ segir Þorsteinn Eyjólfsson skipstjóri á Baldvini sem er gerður út frá Nesfiski í Garði. Þorsteinn segir alla skipverja hafa farið í sýnatöku á sunnudag og svo siglt á miðin á mánudag. Einkenna hjá skipverjanum hafi orðið vart á þriðjudagskvöld. Tæki styttri tíma að sigla til Hafnarfjarðar Leiðindaveður hefur verið á landinu undanfarna daga og erfitt um veiðar á miðunum. Baldvin og fleiri togarar hafa verið í vari undir Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi. Þorsteinn segir að þegar einkenna vart vart hafi verið haft samband við Landhelgisgæsluna. „Þeir ráðlögðu okkur að fara bara suður, og hér erum við í Hafnarfirði,“ segir Þorsteinn. Landhelgisgæslan hafi talið að það tæki skemmri tíma en að fara í sýnatöku á Ísafirði, senda suður og fá niðurstöðu. Skipverjinn hafi farið í sýnatöku í morgun, flýtimeðferð hafi verið lofað og útkomu beðið. Eftir það verði tekin ákvörðun hvort allir um borð fari í sýnatöku. Þorsteinn segir erfitt að glíma við svona veikindi um borð. Það sé þó hægt á meðan aðeins einn sé veikur. Fyrst veikur en nú hitalaus og sprækur „Hann er einn í klefa og bara lokaður inni,“ segir Þorsteinn. Annar sé heilsa skipverja mjög góð. „Þessi sem var veikur er hitalaus og helsprækur. Svo ég er ekkert svartsýnn á framhaldið.“ Þótt hann hafi verið lengi til sjós hefur hann ekki upplifað stöðu á borð við þessa áður. „Nei, ekki svona. Þetta er engin venjuleg inflúensa. Þetta er heimsfaraldur og menn eru allir skíthræddir við þetta. Það er enginn læknir sem maður getur pantað tíma hjá. Maður verður bara að fara varlega.“ Uppfært klukkan 16:36 Skipverjinn reyndist ekki smitaður af Covid-19 og hefur Baldvin Njálsson látið úr höfn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Suðurnesjabær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá. „Okkur líður öllum vel og allir eru hressir. Veðrið mætti vera betra,“ segir Þorsteinn Eyjólfsson skipstjóri á Baldvini sem er gerður út frá Nesfiski í Garði. Þorsteinn segir alla skipverja hafa farið í sýnatöku á sunnudag og svo siglt á miðin á mánudag. Einkenna hjá skipverjanum hafi orðið vart á þriðjudagskvöld. Tæki styttri tíma að sigla til Hafnarfjarðar Leiðindaveður hefur verið á landinu undanfarna daga og erfitt um veiðar á miðunum. Baldvin og fleiri togarar hafa verið í vari undir Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi. Þorsteinn segir að þegar einkenna vart vart hafi verið haft samband við Landhelgisgæsluna. „Þeir ráðlögðu okkur að fara bara suður, og hér erum við í Hafnarfirði,“ segir Þorsteinn. Landhelgisgæslan hafi talið að það tæki skemmri tíma en að fara í sýnatöku á Ísafirði, senda suður og fá niðurstöðu. Skipverjinn hafi farið í sýnatöku í morgun, flýtimeðferð hafi verið lofað og útkomu beðið. Eftir það verði tekin ákvörðun hvort allir um borð fari í sýnatöku. Þorsteinn segir erfitt að glíma við svona veikindi um borð. Það sé þó hægt á meðan aðeins einn sé veikur. Fyrst veikur en nú hitalaus og sprækur „Hann er einn í klefa og bara lokaður inni,“ segir Þorsteinn. Annar sé heilsa skipverja mjög góð. „Þessi sem var veikur er hitalaus og helsprækur. Svo ég er ekkert svartsýnn á framhaldið.“ Þótt hann hafi verið lengi til sjós hefur hann ekki upplifað stöðu á borð við þessa áður. „Nei, ekki svona. Þetta er engin venjuleg inflúensa. Þetta er heimsfaraldur og menn eru allir skíthræddir við þetta. Það er enginn læknir sem maður getur pantað tíma hjá. Maður verður bara að fara varlega.“ Uppfært klukkan 16:36 Skipverjinn reyndist ekki smitaður af Covid-19 og hefur Baldvin Njálsson látið úr höfn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Suðurnesjabær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira