Hákarlar við Ísland lifa lengst allra hryggdýra Kristján Már Unnarsson skrifar 3. nóvember 2020 21:26 Klara Jakobsdóttir, sjávarlíffræðingur á Hafrannsóknastofnun. Egill Aðalsteinsson Hákarlar við Ísland virðast verða elstir allra hryggdýra á jörðinni, 200-300 ára gamlir. Og það sem meira er: Rannsókn á heila eins þeirra sýndi engin merki öldrunar þótt sá væri orðinn 245 ára gamall. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það vakti heimsathygli fyrir rúmum áratug þegar vísindamenn fundu yfir fimmhundruð ára gamla kúfskel á lífi undan Eyjafirði, en hún er talin elsta dýr jarðar. Hákarlinn sem hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson veiddi í haustleiðangri vestur af landinu fyrir þremur árum vekur ekki síður athygli, enda var hann farinn að synda fyrir tíma Skaftárelda og áður en Bandaríki Norður-Ameríku voru formlega stofnuð. Rannsóknir benda til að þessi hákarl hafi verið 245 ára gamall þegar hann veiddist á Vestfjarðamiðum í leiðangri hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar fyrir þremur árum.Hafrannsóknastofnun Hann er talinn hafa verið 245 ára gamall. En það vekur líka furðu að rannsókn á heila hákarlsins, sem Klara Jakobsdóttir, sjávarlíffræðingur á Hafrannsóknastofnun kom að, sýndi engin merki æðakölkunar. „Það að hann sýnir engin merki öldrunar í heila, það er náttúrlega stórfrétt. En það þarf náttúrlega að varast að ekki oftúlka. Þetta er einn heili, þetta er fiskur,“ segir Klara. Rannsókn frá árinu 2016 á nærri þrjátíu hákörlum sýnir þó háan aldur hákarlanna. „Á aldursbilinu 200 til 300 ára gamlir. Ef rétt reynist, þá eru þetta elst allra hryggdýra.“ Og þetta er einmitt hákarlinn sem Íslendingar leggja sér til munns. „Sá sem var veiddur hérna á árum áður og við erum ennþá að gæða okkur á í þorrablótum.“ Hákarlinn í þorrablótunum getur því verið býsna gamall. „Já, gæti verið mörghundruð ára gamall,“ segir Klara. Þessum hákarli var landað á Suðureyri árið 2010 úr línubátnum Lukku ÍS. Hákarlinn reyndist 680 kílóa þungur, tæpir fimm metrar á lengd og rúmir tveir metrar að ummáli. Mynd/Róbert Schmidt Kaldi sjórinn við Ísland er talinn meðal skýringa á langlífinu. „Hann lifir í þessum sjó - kalda, djúpa sjó - í stöðugu umhverfi. Hann virðist vera hægsyndur. Efnaskiptin virðast vera hægari en í öðrum og hann virðist hafa lægri blóðþrýsting heldur en gengur og gerist.“ -En getur mannfólkið lært eitthvað af þessu? Eigum við kannski öll að fara að synda í ísköldum sjónum? „Það er mjög langsótt. Það er mjög langt á milli þess að skoða fisk og skoða mannveru. Það virðist ekki skaða fólk að fara í sjósund en við skulum ekki kannski setja það beint í samband við þessa rannsókn,“ segir Klara og hlær. Sjávarútvegur Umhverfismál Vísindi Dýr Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Sjá meira
Hákarlar við Ísland virðast verða elstir allra hryggdýra á jörðinni, 200-300 ára gamlir. Og það sem meira er: Rannsókn á heila eins þeirra sýndi engin merki öldrunar þótt sá væri orðinn 245 ára gamall. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það vakti heimsathygli fyrir rúmum áratug þegar vísindamenn fundu yfir fimmhundruð ára gamla kúfskel á lífi undan Eyjafirði, en hún er talin elsta dýr jarðar. Hákarlinn sem hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson veiddi í haustleiðangri vestur af landinu fyrir þremur árum vekur ekki síður athygli, enda var hann farinn að synda fyrir tíma Skaftárelda og áður en Bandaríki Norður-Ameríku voru formlega stofnuð. Rannsóknir benda til að þessi hákarl hafi verið 245 ára gamall þegar hann veiddist á Vestfjarðamiðum í leiðangri hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar fyrir þremur árum.Hafrannsóknastofnun Hann er talinn hafa verið 245 ára gamall. En það vekur líka furðu að rannsókn á heila hákarlsins, sem Klara Jakobsdóttir, sjávarlíffræðingur á Hafrannsóknastofnun kom að, sýndi engin merki æðakölkunar. „Það að hann sýnir engin merki öldrunar í heila, það er náttúrlega stórfrétt. En það þarf náttúrlega að varast að ekki oftúlka. Þetta er einn heili, þetta er fiskur,“ segir Klara. Rannsókn frá árinu 2016 á nærri þrjátíu hákörlum sýnir þó háan aldur hákarlanna. „Á aldursbilinu 200 til 300 ára gamlir. Ef rétt reynist, þá eru þetta elst allra hryggdýra.“ Og þetta er einmitt hákarlinn sem Íslendingar leggja sér til munns. „Sá sem var veiddur hérna á árum áður og við erum ennþá að gæða okkur á í þorrablótum.“ Hákarlinn í þorrablótunum getur því verið býsna gamall. „Já, gæti verið mörghundruð ára gamall,“ segir Klara. Þessum hákarli var landað á Suðureyri árið 2010 úr línubátnum Lukku ÍS. Hákarlinn reyndist 680 kílóa þungur, tæpir fimm metrar á lengd og rúmir tveir metrar að ummáli. Mynd/Róbert Schmidt Kaldi sjórinn við Ísland er talinn meðal skýringa á langlífinu. „Hann lifir í þessum sjó - kalda, djúpa sjó - í stöðugu umhverfi. Hann virðist vera hægsyndur. Efnaskiptin virðast vera hægari en í öðrum og hann virðist hafa lægri blóðþrýsting heldur en gengur og gerist.“ -En getur mannfólkið lært eitthvað af þessu? Eigum við kannski öll að fara að synda í ísköldum sjónum? „Það er mjög langsótt. Það er mjög langt á milli þess að skoða fisk og skoða mannveru. Það virðist ekki skaða fólk að fara í sjósund en við skulum ekki kannski setja það beint í samband við þessa rannsókn,“ segir Klara og hlær.
Sjávarútvegur Umhverfismál Vísindi Dýr Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent