Vilja fá nýjan Baldur strax í siglingar yfir Breiðafjörð Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2020 22:32 Sigurður Viggósson, formaður Samtaka atvinnurekanda á sunnanverðum Vestfjörðum, á bryggjunni á Brjánslæk í kvöld. Fyrir aftan sést í ferjuna Baldur. Egill Aðalsteinsson Þegar Breiðafjarðarferjan Baldur lagðist að bryggju á Brjánslæk nú síðdegis var hún svo stútfull af vöruflutningabílum, vinnuvélum og fólksbílum að skilja varð fjóra trukka eftir á bryggjunni í Stykkishólmi. Það er rétt eins og sunnanverðir Vestfirðir séu eyja, án þjóðvegakerfis. „Við erum eyja. Þjóðvegakerfið er bara ónýtt, búið að vera lengi. Þannig að við verðum að nota Baldur,“ sagði Sigurður Viggósson, formaður Samtaka atvinnurekanda á sunnanverðum Vestfjörðum, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 frá Brjánslæk á Barðaströnd. Baldur að koma að Brjánslæk undir kvöld eftir siglingu yfir Breiðafjörð. Skilja varð fjóra trukka eftir í Stykkishólmi þar sem ekki var pláss um borð.Egill Aðalsteinsson „Baldur er að koma hér daglega. Hann er allt of lítill og verður því miður að skilja margoft eftir bíla. Og þá verða menn að keyra.“ Þessi mikla þörf á þjónustu Baldurs endurspeglar jafnframt þann þrótt sem er í atvinnulífinu á sunnanverðum Vestfjörðum. „Já, já. Þetta er orðið tíu trukkar á dag, bara aðra leiðina. Hér hefur vaxið mjög hratt atvinnulífið. Framleiðslan í laxi og botnfiski og svo er kalkþörungurinn. Þetta gerir það að verkum að við erum orðnir mjög stórir,“ sagði Sigurður, sem jafnframt er stjórnarformaður sjávarútvegsfyrirtækisins Odda hf. á Patreksfirði. Á sama tíma berast fréttir af nýjum verkefnum í samgöngumálum. Þannig eru hafnar framkvæmdir við nýjan veg yfir Dynjandisheiði, vegagerð um Gufudalssveit er að fara af stað og nýbúið að opna Dýrafjarðargöng. En verður hægt að leggja af Breiðafjarðarferjuna þegar allt þetta verður klárt? „Nei, þá verður eftir Klettshálsinn. Hann er alltaf ófær yfir háveturinn þegar verst er og þá verður að hafa Baldur. Við þurfum nýjan Baldur strax og hann verður örugglega í fimmtán ár,“ sagði Sigurður. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 frá Brjánslæk. Vesturbyggð Stykkishólmur Sjávarútvegur Fiskeldi Tálknafjörður Ísafjarðarbær Reykhólahreppur Samgöngur Tengdar fréttir Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28 Landvernd kveðst ekki bera ábyrgð á vegamálum á Vestfjörðum Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hafna því að þau beri ábyrgð á því að vegir á Vestfjörðum haldi ekki bílum sem um þá aka, og segja ábyrgðina liggja hjá Vegagerðinni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu samtakanna. 10. nóvember 2020 19:46 Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira. 25. október 2020 21:22 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Þegar Breiðafjarðarferjan Baldur lagðist að bryggju á Brjánslæk nú síðdegis var hún svo stútfull af vöruflutningabílum, vinnuvélum og fólksbílum að skilja varð fjóra trukka eftir á bryggjunni í Stykkishólmi. Það er rétt eins og sunnanverðir Vestfirðir séu eyja, án þjóðvegakerfis. „Við erum eyja. Þjóðvegakerfið er bara ónýtt, búið að vera lengi. Þannig að við verðum að nota Baldur,“ sagði Sigurður Viggósson, formaður Samtaka atvinnurekanda á sunnanverðum Vestfjörðum, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 frá Brjánslæk á Barðaströnd. Baldur að koma að Brjánslæk undir kvöld eftir siglingu yfir Breiðafjörð. Skilja varð fjóra trukka eftir í Stykkishólmi þar sem ekki var pláss um borð.Egill Aðalsteinsson „Baldur er að koma hér daglega. Hann er allt of lítill og verður því miður að skilja margoft eftir bíla. Og þá verða menn að keyra.“ Þessi mikla þörf á þjónustu Baldurs endurspeglar jafnframt þann þrótt sem er í atvinnulífinu á sunnanverðum Vestfjörðum. „Já, já. Þetta er orðið tíu trukkar á dag, bara aðra leiðina. Hér hefur vaxið mjög hratt atvinnulífið. Framleiðslan í laxi og botnfiski og svo er kalkþörungurinn. Þetta gerir það að verkum að við erum orðnir mjög stórir,“ sagði Sigurður, sem jafnframt er stjórnarformaður sjávarútvegsfyrirtækisins Odda hf. á Patreksfirði. Á sama tíma berast fréttir af nýjum verkefnum í samgöngumálum. Þannig eru hafnar framkvæmdir við nýjan veg yfir Dynjandisheiði, vegagerð um Gufudalssveit er að fara af stað og nýbúið að opna Dýrafjarðargöng. En verður hægt að leggja af Breiðafjarðarferjuna þegar allt þetta verður klárt? „Nei, þá verður eftir Klettshálsinn. Hann er alltaf ófær yfir háveturinn þegar verst er og þá verður að hafa Baldur. Við þurfum nýjan Baldur strax og hann verður örugglega í fimmtán ár,“ sagði Sigurður. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 frá Brjánslæk.
Vesturbyggð Stykkishólmur Sjávarútvegur Fiskeldi Tálknafjörður Ísafjarðarbær Reykhólahreppur Samgöngur Tengdar fréttir Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28 Landvernd kveðst ekki bera ábyrgð á vegamálum á Vestfjörðum Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hafna því að þau beri ábyrgð á því að vegir á Vestfjörðum haldi ekki bílum sem um þá aka, og segja ábyrgðina liggja hjá Vegagerðinni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu samtakanna. 10. nóvember 2020 19:46 Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira. 25. október 2020 21:22 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28
Landvernd kveðst ekki bera ábyrgð á vegamálum á Vestfjörðum Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hafna því að þau beri ábyrgð á því að vegir á Vestfjörðum haldi ekki bílum sem um þá aka, og segja ábyrgðina liggja hjá Vegagerðinni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu samtakanna. 10. nóvember 2020 19:46
Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira. 25. október 2020 21:22