Vilja fá nýjan Baldur strax í siglingar yfir Breiðafjörð Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2020 22:32 Sigurður Viggósson, formaður Samtaka atvinnurekanda á sunnanverðum Vestfjörðum, á bryggjunni á Brjánslæk í kvöld. Fyrir aftan sést í ferjuna Baldur. Egill Aðalsteinsson Þegar Breiðafjarðarferjan Baldur lagðist að bryggju á Brjánslæk nú síðdegis var hún svo stútfull af vöruflutningabílum, vinnuvélum og fólksbílum að skilja varð fjóra trukka eftir á bryggjunni í Stykkishólmi. Það er rétt eins og sunnanverðir Vestfirðir séu eyja, án þjóðvegakerfis. „Við erum eyja. Þjóðvegakerfið er bara ónýtt, búið að vera lengi. Þannig að við verðum að nota Baldur,“ sagði Sigurður Viggósson, formaður Samtaka atvinnurekanda á sunnanverðum Vestfjörðum, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 frá Brjánslæk á Barðaströnd. Baldur að koma að Brjánslæk undir kvöld eftir siglingu yfir Breiðafjörð. Skilja varð fjóra trukka eftir í Stykkishólmi þar sem ekki var pláss um borð.Egill Aðalsteinsson „Baldur er að koma hér daglega. Hann er allt of lítill og verður því miður að skilja margoft eftir bíla. Og þá verða menn að keyra.“ Þessi mikla þörf á þjónustu Baldurs endurspeglar jafnframt þann þrótt sem er í atvinnulífinu á sunnanverðum Vestfjörðum. „Já, já. Þetta er orðið tíu trukkar á dag, bara aðra leiðina. Hér hefur vaxið mjög hratt atvinnulífið. Framleiðslan í laxi og botnfiski og svo er kalkþörungurinn. Þetta gerir það að verkum að við erum orðnir mjög stórir,“ sagði Sigurður, sem jafnframt er stjórnarformaður sjávarútvegsfyrirtækisins Odda hf. á Patreksfirði. Á sama tíma berast fréttir af nýjum verkefnum í samgöngumálum. Þannig eru hafnar framkvæmdir við nýjan veg yfir Dynjandisheiði, vegagerð um Gufudalssveit er að fara af stað og nýbúið að opna Dýrafjarðargöng. En verður hægt að leggja af Breiðafjarðarferjuna þegar allt þetta verður klárt? „Nei, þá verður eftir Klettshálsinn. Hann er alltaf ófær yfir háveturinn þegar verst er og þá verður að hafa Baldur. Við þurfum nýjan Baldur strax og hann verður örugglega í fimmtán ár,“ sagði Sigurður. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 frá Brjánslæk. Vesturbyggð Stykkishólmur Sjávarútvegur Fiskeldi Tálknafjörður Ísafjarðarbær Reykhólahreppur Samgöngur Tengdar fréttir Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28 Landvernd kveðst ekki bera ábyrgð á vegamálum á Vestfjörðum Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hafna því að þau beri ábyrgð á því að vegir á Vestfjörðum haldi ekki bílum sem um þá aka, og segja ábyrgðina liggja hjá Vegagerðinni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu samtakanna. 10. nóvember 2020 19:46 Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira. 25. október 2020 21:22 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Þegar Breiðafjarðarferjan Baldur lagðist að bryggju á Brjánslæk nú síðdegis var hún svo stútfull af vöruflutningabílum, vinnuvélum og fólksbílum að skilja varð fjóra trukka eftir á bryggjunni í Stykkishólmi. Það er rétt eins og sunnanverðir Vestfirðir séu eyja, án þjóðvegakerfis. „Við erum eyja. Þjóðvegakerfið er bara ónýtt, búið að vera lengi. Þannig að við verðum að nota Baldur,“ sagði Sigurður Viggósson, formaður Samtaka atvinnurekanda á sunnanverðum Vestfjörðum, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 frá Brjánslæk á Barðaströnd. Baldur að koma að Brjánslæk undir kvöld eftir siglingu yfir Breiðafjörð. Skilja varð fjóra trukka eftir í Stykkishólmi þar sem ekki var pláss um borð.Egill Aðalsteinsson „Baldur er að koma hér daglega. Hann er allt of lítill og verður því miður að skilja margoft eftir bíla. Og þá verða menn að keyra.“ Þessi mikla þörf á þjónustu Baldurs endurspeglar jafnframt þann þrótt sem er í atvinnulífinu á sunnanverðum Vestfjörðum. „Já, já. Þetta er orðið tíu trukkar á dag, bara aðra leiðina. Hér hefur vaxið mjög hratt atvinnulífið. Framleiðslan í laxi og botnfiski og svo er kalkþörungurinn. Þetta gerir það að verkum að við erum orðnir mjög stórir,“ sagði Sigurður, sem jafnframt er stjórnarformaður sjávarútvegsfyrirtækisins Odda hf. á Patreksfirði. Á sama tíma berast fréttir af nýjum verkefnum í samgöngumálum. Þannig eru hafnar framkvæmdir við nýjan veg yfir Dynjandisheiði, vegagerð um Gufudalssveit er að fara af stað og nýbúið að opna Dýrafjarðargöng. En verður hægt að leggja af Breiðafjarðarferjuna þegar allt þetta verður klárt? „Nei, þá verður eftir Klettshálsinn. Hann er alltaf ófær yfir háveturinn þegar verst er og þá verður að hafa Baldur. Við þurfum nýjan Baldur strax og hann verður örugglega í fimmtán ár,“ sagði Sigurður. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 frá Brjánslæk.
Vesturbyggð Stykkishólmur Sjávarútvegur Fiskeldi Tálknafjörður Ísafjarðarbær Reykhólahreppur Samgöngur Tengdar fréttir Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28 Landvernd kveðst ekki bera ábyrgð á vegamálum á Vestfjörðum Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hafna því að þau beri ábyrgð á því að vegir á Vestfjörðum haldi ekki bílum sem um þá aka, og segja ábyrgðina liggja hjá Vegagerðinni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu samtakanna. 10. nóvember 2020 19:46 Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira. 25. október 2020 21:22 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28
Landvernd kveðst ekki bera ábyrgð á vegamálum á Vestfjörðum Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hafna því að þau beri ábyrgð á því að vegir á Vestfjörðum haldi ekki bílum sem um þá aka, og segja ábyrgðina liggja hjá Vegagerðinni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu samtakanna. 10. nóvember 2020 19:46
Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira. 25. október 2020 21:22