Ein stærsta fjöldagröf Íslands er á Útskálum Kristján Már Unnarsson skrifar 22. nóvember 2020 22:11 Hörður Gíslason sýnir fjöldagröfina, sem er við bakhlið Útskálakirkju í Garði. Hér hvíla 89 menn. Arnar Halldórsson Ein stærsta fjöldagröf á Íslandi er í kirkjugarðinum á Útskálum á Suðurnesjum. Gröfin er um leið minnisvarði um einhvern mesta mannskaða í sögu Íslandsbyggðar. „Hér hvíla 89 menn,“ segir Hörður Gíslason frá Sólbakka í Garði, áhugamaður um sögu Suðurnesja, um leið og hann sýnir okkur gröfina við austurvegg Útskálakirkju. Hann er meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2 á mánudagskvöld, sem fjallar um Garðinn. Séð yfir Útskála. Gamla prestssetrið sést vinstra megin við kirkjuna. Fjær til hægri sér í Garðskagavita.Arnar Halldórsson „Fyrir utan þar sem Sturlungar börðust í Skagafirði, þá er hér mesta fjöldagröf á Íslandi - fyrir utan Örlygsstaði og Hauganes,“ segir Hörður. Gröfin vitnar um grimm örlög sem oft fylgdu sjósókn. Þarna hvíla sjómenn sem fórust á tugum Suðurnesjabáta í illviðri þann 8. mars árið 1685, fyrir 335 árum. „Þá gerir svona vont veður. Þá hvellrauk, sögðu menn – kom að óvörum. Það er talað um að það hafi farist yfir 150 manns hér á skaganum í þessu áhlaupi.“ Hörður Gíslason er frá Sólbakka í Garði. Fjöldagröfin er fyrir aftan.Arnar Halldórsson Meirihluta líkanna rak á land og voru þau flest sett í sameiginlega gröf á Útskálum, en staðurinn var á þeim tíma eitt helsta höfuðból Suðurnesja. „Þetta er stór hluti af íbúafjöldanum. Þetta eru heimamenn og aðkomumenn. Þetta eru náttúrlega bara hamfarir. Það er ekki hægt að lýsa þessu öðruvísi. Og menn geta ímyndað sér sárin og tímabilið á eftir þegar þetta gerist. Það fer atvinnulífið – fyrirvinnurnar hverfa,“ segir Hörður. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins um Garðinn: Um land allt Suðurnesjabær Veður Sjávarútvegur Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Sjá meira
Ein stærsta fjöldagröf á Íslandi er í kirkjugarðinum á Útskálum á Suðurnesjum. Gröfin er um leið minnisvarði um einhvern mesta mannskaða í sögu Íslandsbyggðar. „Hér hvíla 89 menn,“ segir Hörður Gíslason frá Sólbakka í Garði, áhugamaður um sögu Suðurnesja, um leið og hann sýnir okkur gröfina við austurvegg Útskálakirkju. Hann er meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2 á mánudagskvöld, sem fjallar um Garðinn. Séð yfir Útskála. Gamla prestssetrið sést vinstra megin við kirkjuna. Fjær til hægri sér í Garðskagavita.Arnar Halldórsson „Fyrir utan þar sem Sturlungar börðust í Skagafirði, þá er hér mesta fjöldagröf á Íslandi - fyrir utan Örlygsstaði og Hauganes,“ segir Hörður. Gröfin vitnar um grimm örlög sem oft fylgdu sjósókn. Þarna hvíla sjómenn sem fórust á tugum Suðurnesjabáta í illviðri þann 8. mars árið 1685, fyrir 335 árum. „Þá gerir svona vont veður. Þá hvellrauk, sögðu menn – kom að óvörum. Það er talað um að það hafi farist yfir 150 manns hér á skaganum í þessu áhlaupi.“ Hörður Gíslason er frá Sólbakka í Garði. Fjöldagröfin er fyrir aftan.Arnar Halldórsson Meirihluta líkanna rak á land og voru þau flest sett í sameiginlega gröf á Útskálum, en staðurinn var á þeim tíma eitt helsta höfuðból Suðurnesja. „Þetta er stór hluti af íbúafjöldanum. Þetta eru heimamenn og aðkomumenn. Þetta eru náttúrlega bara hamfarir. Það er ekki hægt að lýsa þessu öðruvísi. Og menn geta ímyndað sér sárin og tímabilið á eftir þegar þetta gerist. Það fer atvinnulífið – fyrirvinnurnar hverfa,“ segir Hörður. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins um Garðinn:
Um land allt Suðurnesjabær Veður Sjávarútvegur Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Sjá meira