Þórður Snær „stökkvi upp á röngum fæti“ með gagnrýni sinni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. nóvember 2020 15:37 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS og Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans tókust á um siðferði sjávarútvegsfyrirtækja á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Kjarnans hafa stokkið upp á röngum fæti með gagnrýni sinn á stefnu SFS um samfélagslega ábyrgð í sjávarútvegi. Þórður Snær segir ekki fara saman hljóð og mynd hvað varðar hegðun sumra þeirra fyrirtækja sem hafa ritað undir stefnuna. Þórður Snær og Heiðrún Lind rökræddu samfélagslega ábyrgð sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Leiðari Þórðar Snæs sem birtist á Kjarnanum fyrir helgi hefur vakið nokkra athygli en þar gagnrýnir hann fyrirtæki í sjávarútvegi sem að hans mati hafa ekki sýnt gott fordæmi til samræmis við nýja stefnu fyrirtækja í sjávarútvegi um samfélagslega ábyrgð. „Það er besta mál að hagsmunasamtök setji sér stefnu um samfélagslega ábyrgð og ég hef ekki sagt það á neinum vettvangi að öll fyrirtæki í þessum geira hagi sér ekki með samfélagslega ábyrgum hætti. Það sem ég var að skrifa um og nefndi dæmi um var að það fór ekki alveg saman hljóð og mynd hjá sumum þeirra fyrirtækja sem hafa skrifað undir þessa stefnu,“ sagði Þórður Snær. Augljósasta dæmið að hans mati sé til að mynda mál skipverjanna á Júlíusi Geirmundssyni þar sem upp kom covid-19 smit, auk annara dæma á borð við mál Samherja. Þessu kveðst Heiðrún ósammála. „Mér finnst erfitt að lesa það í þessum hugleiðingum Þórðar, þegar brigslað er að heilli atvinnugrein um að vera samfélagslegt skaðræði, og nefnd þar þá þessi tvö dæmi. Það eru 130 félagsmenn í SFS og eitt þúsund aðilar sem greiða veiðigjald og þar með sækja fisk úr sjó á grundvelli fiskveiðistjórnunarkerfisins. Þannig að þetta eru mjög mörg fyrirtæki, stór atvinnugrein og þau eru auðvitað jafn misjöfn og að þau eru mörg,“ sagði Heiðrún. „Þeim verður alveg á eins og í annarri atvinnustarfsemi og við eigum ekki að blekkja okkur í að segja „við erum fullkomin, mistök verða aldrei og við ætlum ekki eða viljum helst ekki tala um mistökin.“ Það er nú líka kannski ástæðan fyrir því að maður fer í að setja svona samfélagsstefnu. Þar finnst mér aftur Þórður stökkva upp á röngum fæti, og aðrir sem hafa tjáð sig um þetta,“ bætti Heiðrún við um leið og hún útskýrði tilganginn með samfélagsstefnunni. „Samfélagsstefna er ekki það að setja á blað hvað þú ert frábær í dag og hvað þú ert að gera í dag og að þetta sé allt eins og blómstrið eina. Samfélagsstefna er einmitt; hvert ætla ég að stefna?“ sagði Heiðrún. Nú sé staðan sú að fyrirtækin séu að byrja að innleiða stefnuna. Flest fyrirtækin tikki þó í flest boxin sem kveðið sé á um í stefnunni. „Síðan er þetta ekki stefna SFS heldur stefna fyrirtækjanna,“ bætti hún við. Þórður Snær segir að stefnan sem slík sé góðra gjalda verð. „Svo gerist það á degi eitt nánast að svona kemur upp og það er mjög alvarlegt mál og það stríðir gegn mörgu sem að kemur fram í þessari stefnu og það gefur alla veganna réttmætar áhyggjur um það að einhverjir þeirra sem skrifuðu undir það að ætla að fylgja stefnunni séu að gera það ekki til þess að fylgja henni heldur til þess að skreytt sig með henni. Og það er það sem ég er að gagnrýna og er mín upplifun af fleiri fyrirtækjum sem hafa skrifað þarna undir,“ sagði Þórður Snær. „Ég vona bara að þetta verði þannig að í þessari stétt og öðrum að þau fyrirtæki sem setja sér stefnu um samfélagslega ábyrgð fylgi henni og leggi sig fram við að fylgja henni. Það er ekki mín upplifun af sumum fyrirtækjum innan sjávarútvegs.“ Sjávarútvegur Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Sprengisandur Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Kjarnans hafa stokkið upp á röngum fæti með gagnrýni sinn á stefnu SFS um samfélagslega ábyrgð í sjávarútvegi. Þórður Snær segir ekki fara saman hljóð og mynd hvað varðar hegðun sumra þeirra fyrirtækja sem hafa ritað undir stefnuna. Þórður Snær og Heiðrún Lind rökræddu samfélagslega ábyrgð sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Leiðari Þórðar Snæs sem birtist á Kjarnanum fyrir helgi hefur vakið nokkra athygli en þar gagnrýnir hann fyrirtæki í sjávarútvegi sem að hans mati hafa ekki sýnt gott fordæmi til samræmis við nýja stefnu fyrirtækja í sjávarútvegi um samfélagslega ábyrgð. „Það er besta mál að hagsmunasamtök setji sér stefnu um samfélagslega ábyrgð og ég hef ekki sagt það á neinum vettvangi að öll fyrirtæki í þessum geira hagi sér ekki með samfélagslega ábyrgum hætti. Það sem ég var að skrifa um og nefndi dæmi um var að það fór ekki alveg saman hljóð og mynd hjá sumum þeirra fyrirtækja sem hafa skrifað undir þessa stefnu,“ sagði Þórður Snær. Augljósasta dæmið að hans mati sé til að mynda mál skipverjanna á Júlíusi Geirmundssyni þar sem upp kom covid-19 smit, auk annara dæma á borð við mál Samherja. Þessu kveðst Heiðrún ósammála. „Mér finnst erfitt að lesa það í þessum hugleiðingum Þórðar, þegar brigslað er að heilli atvinnugrein um að vera samfélagslegt skaðræði, og nefnd þar þá þessi tvö dæmi. Það eru 130 félagsmenn í SFS og eitt þúsund aðilar sem greiða veiðigjald og þar með sækja fisk úr sjó á grundvelli fiskveiðistjórnunarkerfisins. Þannig að þetta eru mjög mörg fyrirtæki, stór atvinnugrein og þau eru auðvitað jafn misjöfn og að þau eru mörg,“ sagði Heiðrún. „Þeim verður alveg á eins og í annarri atvinnustarfsemi og við eigum ekki að blekkja okkur í að segja „við erum fullkomin, mistök verða aldrei og við ætlum ekki eða viljum helst ekki tala um mistökin.“ Það er nú líka kannski ástæðan fyrir því að maður fer í að setja svona samfélagsstefnu. Þar finnst mér aftur Þórður stökkva upp á röngum fæti, og aðrir sem hafa tjáð sig um þetta,“ bætti Heiðrún við um leið og hún útskýrði tilganginn með samfélagsstefnunni. „Samfélagsstefna er ekki það að setja á blað hvað þú ert frábær í dag og hvað þú ert að gera í dag og að þetta sé allt eins og blómstrið eina. Samfélagsstefna er einmitt; hvert ætla ég að stefna?“ sagði Heiðrún. Nú sé staðan sú að fyrirtækin séu að byrja að innleiða stefnuna. Flest fyrirtækin tikki þó í flest boxin sem kveðið sé á um í stefnunni. „Síðan er þetta ekki stefna SFS heldur stefna fyrirtækjanna,“ bætti hún við. Þórður Snær segir að stefnan sem slík sé góðra gjalda verð. „Svo gerist það á degi eitt nánast að svona kemur upp og það er mjög alvarlegt mál og það stríðir gegn mörgu sem að kemur fram í þessari stefnu og það gefur alla veganna réttmætar áhyggjur um það að einhverjir þeirra sem skrifuðu undir það að ætla að fylgja stefnunni séu að gera það ekki til þess að fylgja henni heldur til þess að skreytt sig með henni. Og það er það sem ég er að gagnrýna og er mín upplifun af fleiri fyrirtækjum sem hafa skrifað þarna undir,“ sagði Þórður Snær. „Ég vona bara að þetta verði þannig að í þessari stétt og öðrum að þau fyrirtæki sem setja sér stefnu um samfélagslega ábyrgð fylgi henni og leggi sig fram við að fylgja henni. Það er ekki mín upplifun af sumum fyrirtækjum innan sjávarútvegs.“
Sjávarútvegur Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Sprengisandur Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent