Kærir prófessor sem sé „í heilagri pólitískri baráttu gegn sjávarútvegi“ Birkir Leósson endurskoðandi hefur ákveðið að kæra Þórólf Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, til siðanefndar HÍ vegna skrifa hans um sjávarútvegsfyrirtækið Vísi. Innlent 28. júlí 2022 16:20
Í erfiðleikum með að greiða upp strandveiðibát vegna ósanngjarns kerfis Smábátasjómaður á Raufarhöfn segir strandveiðikerfið ógna byggðum á Norðaustur- og Austurlandi. Sonur hans keypti bát fyrir tímabilið í sumar en gat lítið sem ekkert veitt og á nú í miklum erfiðleikum með að greiða hann upp. Innlent 27. júlí 2022 07:01
Vill að Svandís fundi með þingmönnum Norðvesturkjördæmis Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, hefur óskað eftir því að þingmenn kjördæmisins fái fund með Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, vegna stöðvunar strandveiða til að leita að lausn á málinu. Innlent 26. júlí 2022 14:00
Ekki á borðinu að bæta við kvótann í sumar Ekki kemur til greina að bæta við þorskkvótann í sumar til að lengja strandveiðitímabilið að sögn matvælaráðherra. Því lauk fyrir helgi og eru strandveiðimenn á Austurlandi afar ósáttir með að þeir hafi lítið fengið að nýta hann. Innlent 26. júlí 2022 12:01
Hvalur segir enga lagastoð fyrir reglugerð Svandísar Hvalur hf. telur ljóst að fyrirhuguð reglugerðarbreyting Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra, sem skyldar áhafnir að tilnefna dýravelferðarfulltrúa til að hafa eftirlit með hvalveiðum, skorti lagastoð og rúmist ekki innan meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Þetta kemur fram í umsögn hvalveiðifélagsins. Innherji 25. júlí 2022 14:15
Fiskur fluttur út fyrir 29 milljarða í júní Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam rúmum 29 milljörðum króna í júnímánuði. Það er um 8 prósenta aukning í krónum talið frá sama mánuði í fyrra en tæp 12 prósent í erlendri mynt vegna hækkunar á gengi krónunnar. Viðskipti innlent 25. júlí 2022 10:53
Segir hvalveiðar tilgangslausar: „Það er ekkert upp úr þessu að hafa“ Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir tillögu matvælaráðherra um breytingar á reglugerð um hvalveiðar ekki ganga nógu langt. Þjóðin græði ekkert á hvalveiðum og eigi að vera þekkt fyrir verndun hafsins frekar en eyðileggingu þess. Innlent 23. júlí 2022 13:01
Samherji fjárfestir í landeldi fyrir 60 milljarða Samherji ætlar sér að fjárfesta fyrir allt að 60 milljarða króna í fiskeldi á komandi árum og í bígerð er um 40 þúsund tonna landeldi í nágrenni Reykjanesvirkjunar. Forstjórinn segir fjárfestinguna mestu áhættu í sögu félagsins. Viðskipti innlent 23. júlí 2022 10:07
Samherji hf. hagnaðist um 17,8 milljarða Hagnaður Samherja hf. nam 17,8 milljörðum króna árið 2021 samanborið við 7,8 milljarða árið áður. Eigið fé félagsins var 94,3 milljarðar króna í árslok 2021 og námu heildareignir 128 milljörðum króna. Viðskipti innlent 22. júlí 2022 12:27
20.000 íbúðir til leigu – FRÍTT! Ríkissjóður Íslands auglýsir til leigu 20.000 þriggja herbergja íbúðir.Leigugjald er ekkert en leigjendur greiða kr. 20.000,- á mánuði fyrir rafmagn, hita og fráveitugjöld.Leigjanda er heimilt að endurleigja íbúðina eða selja hana án afskipta ríkissjóðs.Leigusamningurinn endurnýjast sjálfkrafa frá 1. september ár hvert. Skoðun 21. júlí 2022 17:00
Síldarvinnslan blæs til sóknar og samlegðar Kaup Síldarvinnslunnar á Vísi eru um margt merkileg. Ekki aðeins vegna stærðargráðunnar – heildarkaupverðið nemur 31 milljarði að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda að upphæð 11 milljarða – heldur eins að þau eru að meirihluta (70%) fjármögnuð með hlutabréfum í Síldarvinnslunni. Eigendur Vísis munu þannig verða fimmti stærsti hluthafinn í útgerðarrisanum fyrir austan með liðlega 8,5 prósenta hlut þegar viðskiptin klárast. Klinkið 21. júlí 2022 12:24
Gera ráð fyrir að áhöfn Sólborgar fái öll starf á nýju skipi Öllum yfirmönnum frystitogarans Sólborgar RE-27, sem eru með lengri uppsagnarfrest en þriggja mánaða, hefur verið sagt upp störfum. Framkvæmdarstjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem gerir skipið út, segir að útgerðin leiti nú að nýju skipi til að leysa Sólborgu af og gerir ráð fyrir að allir skipsverjar verði ráðnir aftur á nýtt skip. Innlent 19. júlí 2022 10:46
Laxeldið á Austfjörðum á fullu í uppbyggingu eftir sjúkdómsáfall Laxeldið á Austfjörðum er að ná vopnum sínum á ný eftir alvarlegan veirusjúkdóm sem stöðvar alla landvinnslu á Djúpavogi. Byrjað er að setja út fisk að nýju í eldiskvíar og búið að kaupa tvo öfluga fóðurpramma. Viðskipti innlent 18. júlí 2022 22:44
Allri áhöfn sagt upp Allri áhöfn frystitogarans Sólborgar RE-27 hefur verið sagt upp störfum. Innlent 18. júlí 2022 06:55
Tókust hart á um arðinn af sjávarútveginum Á Sprengisandi í dag tókust Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á um söluna á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi og um sjávarútvegsmál almennt. Innlent 17. júlí 2022 16:46
Fiskur fyrir 16 milljónir á dag hjá G.RUN í Grundarfirði Eitt glæsilegasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, G.RUN í Grundarfirði framleiðir fiskafurðir fyrir 16 milljónir króna á dag. Um 85 starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu, sem hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá 1947. Innlent 15. júlí 2022 22:19
Telur að smærri útgerðir sameinist þeim stóru á næstu árum vegna íþyngjandi veiðigjalda Hagfræðingur telur að á næstu árum muni smærri útgerðir sameinast þeim stærri vegna veiðigjalda sem þær ráði ekki við. Samkvæmt nýjum tölum frá Fiskistofu á Samherji nú aðild að fjórðungi heildarveiðiheimilda landsins eftir sameiningu Vísis í Grindavík við Síldarvinnsluna Viðskipti innlent 15. júlí 2022 19:31
Ekki skrítið að lögin séu óbreytt þegar „útgerðarmenn eru með stjórnmálamennina í vasanum“ Samkvæmt endanlegum útreikningum Fiskistofu á Samherji aðild að fjórðungi af heildarkvóta þjóðarinnar. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir Sjálfstæðisflokkinn ekki vilja breyta lögum um kvóta enda hafi útgerðarfélögin stutt við kosningabaráttur flokksins í gegn um árin. Viðskipti innlent 15. júlí 2022 12:10
Breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum ekki í augsýn og segir breytingu á stjórnarskrá eina duga til Þingmaður Viðreisnar segir nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá varðandi nýtingu á auðlindum hafsins. Ekki dugi að breyta fiskveiðistjórnunarlögum sem ekki hafi náð fram að ganga þrátt fyrir vilja meirihluta þingmanna. Innlent 14. júlí 2022 21:01
Að vera með stjórnmálamenn í vasanum Það getur verið gott að vera með stjórnmálamenn og flokka í vasanum þegar kemur að því að arðræna sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Þannig er hægt að tryggja að reglur um hámarkseign kvóta séu þannig útfærðar að það sé ekkert mál að fara framhjá þeim. Þannig er líka hægt að tryggja það að það gjald sem greitt er fyrir auðlindina sé svo lágt að það standi ekki einu sinni undir eftirliti með veiðunum. Skoðun 14. júlí 2022 19:00
Þjóðareign hinna fáu Einhverra hluta vegna er ósamræmi í lögum um hvenær aðilar teljast tengdir. Í gær sagði Fiskistofustjóri í fréttum Stöðvar 2 að önnur viðmið gildi um sjávarútveginn en um aðrar atvinnugreinar. Hann benti á að reglur eru mannanna verk og löggjafans væri að samræma reglur. Skoðun 14. júlí 2022 13:00
Ekki á leið í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótakerfinu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri er allt annað en sáttur við hvernig í pottinn er búið í sjávarútvegsmálum landsins. Hann líkir kaupunum Síldarvinnslunnar á útgerðinni Vísi við senu úr Verbúðinni í nýjum pistli en kveðst ekki vera á leiðinni í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótamálunum. Innlent 14. júlí 2022 09:02
Ósamræmi í lögum því sjávarútvegur sker sig frá öðrum greinum Fiskistofustjóri segir ósamræmi í löggjöf milli atvinnugreina um skilgreiningu á tengdum aðilum. Fyrirtæki teljast ráðandi aðilar með mun lægra eignarhlutfall í flestum öðrum greinum en í sjávarútvegi. Viðskipti innlent 13. júlí 2022 19:08
Tveimur bjargað úr lekum báti Tveimur mönnum var bjargað úr strandveiðibát á Breiðafirði í morgun. Mikill leki hafði komið að bátnum og dælur hans höfðu ekki undan. Aðeins sex mínútum eftir að neyðarkall barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafði mönnunum verið bjargað í næstaddan bát. Innlent 13. júlí 2022 13:15
„Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. Innlent 13. júlí 2022 12:08
Verðlagning Vísis við samruna inn í Síldarvinnslunna Forsvarsmenn Vísis og Síldarvinnslunnar virðast hafa náð lendingu um verð sem tekur bæði tillit til rekstrarvirðis fyrirtækisins, sem er töluvert lægra en upplausnarvirði aflaheimilda Vísis, og verðmætis aflaheimilda. Ef til vill er hér komin uppskrift að verðlagningu óskráðra sjávarútvegsfyrirtækja í þeirri samrunahrinu sem þarf að eiga sér stað á næstu árum. Umræðan 13. júlí 2022 08:05
Samherji á nú aðild að fimmtungi heildarkvótans Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu sem er verulega yfir lögbundnum viðmiðum. Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi, tilfærslu veiðiheimilda og auðssöfnun fárra í greininni. Innlent 12. júlí 2022 19:00
Bjarni Sæmundsson í úthafsrækjuleiðangri Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson er að hefja sautján daga leiðangur til að skoða útbreiðslu og magn rækju í úthafinu fyrir norðan og norðaustan landið. Um borð eru fjórir vísindamenn og tólf manna áhöfn en alls verða teknar 86 stöðvar í stofnmælingunni. Innlent 12. júlí 2022 15:39
„Þetta er grundvallarástæðan fyrir því að svo margir eru ósáttir við kvótakerfið“ Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi í ljósi kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík. Kaupin sýni hvernig gríðarlegur auður getur safnast á fárra manna hendur vegna kerfis sem var búið til fyrir tugum ára. Fjármálaráðherra segir að sameiningar í sjávarútvegi hafi reynst þjóðarbúinu vel. Innlent 12. júlí 2022 13:01
Var vart hugað líf en hefur náð ótrúlegum bata þökk sé fiskroði Pétur Oddsson brann verulega þegar hann lenti í vinnuslysi í Önundarfirði árið 2020. Hann var á gjörgæslu í sextíu daga eftir slysið og í dái í hundrað daga. Með aðstoð Kerecis sem framleiðir stoðefni úr fiskroði hefur Pétur náð ótrúlegum bata. Lífið 11. júlí 2022 23:01