Banna Arnarlaxi að notast við „sjálfbærni“ í markaðssetningu Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2023 12:11 Það var niðurstaða Neytendastofu að notkunin á hugtökunum væri almenn, óljós og villandi og ekki studd nægilegum gögnum. Vísir/Vilhelm Neytendastofa hefur bannað Arnarlaxi að notast fullyrðingar um sjálfbærni í markaðssetningu og vörumerkjum félagsins. Fullyrðingarnar séu taldar villandi fyrir neytendur. Þetta kemur fram í úrskurði Neytendastofu sem tók til skoðunar fullyrðingar Arnarlax um sjálfbærni, umhverfisvæna framleiðslu og fleira sem meðal annars birtust á vefsíðu félagsins og í öðru auglýsinga- og kynningarefni. Var það niðurstaða stofnunarinnar að notkunin á hugtökunum væri almenn, óljós og villandi og ekki studd nægilegum gögnum. Fram kemur að í svörum félagsins hafi komið fram að félagið starfi á grundvelli starfs- og rekstrarleyfa frá Umhverfis- og Matvælastofnun sem veitt séu samkvæmt lögum. Þá vísaði félagið til þess að starfsemi félagsins væri vottuð alþjóðlegu vottunarkerfi, ASC, sem taki bæði til umhverfis- og samfélagslegra þátta. Neytendastofa taldi að eftirfarandi fullyrðingar, meðal annars á heimasíðu Arnarlax, þörfnuðust nánari skýringa og sannanna: „Sustainability it´s in our nature.“ „Sustainable salmon farming at Arnarlax takes place on the fish´s terms.“ „Arnarlax ensures the quality of its salmon by striving to support fish health and reduce environmental impact with innovative aquaculture.“ „It is important to us that our fish feed have the correct balance of nutritional content, consistency and taste, as well as being gentle on the environment.“ „For example, in the winter we use a special blend of feed and require our feed suppliers to ensure that the ingredients they use are sustainability certified.“ „All Arnarlax farming activity has been through an environmental assessment process.“ „Þá hélt félagið því fram að fullyrðingar þess byggist á gögnum og faglegum niðurstöðum óháðra aðila, leyfisveitenda og eftirlitsstjórnvalda. Enn fremur sé það mat félagsins að Neytendastofa hafi ekki heimildir til að krefjast þess að það færi fram sérstaka sönnun fyrir eða afstöðu til þeirra orða sem fram komi í orðhluta vörumerkja félagsins,“ segir í úrskurðinum. Notkunin almennt óljós og ekki studd gögnum Í niðurstöðu Neytendastofu kom fram að það væri álit stofnunarinnar að notkun Arnarlax á hugtökunum sjálfbær og sjálfbærni væri almenn og óljós og ekki studd nægilegum gögnum. „Markaðssetningin gefi þannig hinum almenna neytanda ranglega til kynna að laxeldi félagsins í sjókvíum væri að fullu sjálfbært og hafi þannig engin eða í það minnsta hlutlaus áhrif á umhverfið. Að mati Neytendastofu beri að líta til þess að notkun Arnarlax á fullyrðingum sem innihalda hugtökin sjálfbær og sjálfbærni sé nokkuð víðtæk og áberandi. Notkunin væri tengd við orð- og myndmerki félagsins sem komi fram á vefsíðu félagsins, í blaðaauglýsingum og öðru markaðs- og kynningarefni. Að því virtu var það álit Neytendastofu að notkun og framsetning þeirra fullyrðinga og orð- og myndmerkja sem um ræddi væri almenn og óljós og væri því villandi og óréttmæt gagnvart neytendum. Neytendastofa bannaði því Arnarlaxi notkun framangreindra fullyrðinga og vörumerkja í markaðs- og kynningarefni félagsins þannig að villandi sé fyrir neytendur,“ segir á vef Neytendastofu. Sjókvíaeldi Fiskeldi Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði Neytendastofu sem tók til skoðunar fullyrðingar Arnarlax um sjálfbærni, umhverfisvæna framleiðslu og fleira sem meðal annars birtust á vefsíðu félagsins og í öðru auglýsinga- og kynningarefni. Var það niðurstaða stofnunarinnar að notkunin á hugtökunum væri almenn, óljós og villandi og ekki studd nægilegum gögnum. Fram kemur að í svörum félagsins hafi komið fram að félagið starfi á grundvelli starfs- og rekstrarleyfa frá Umhverfis- og Matvælastofnun sem veitt séu samkvæmt lögum. Þá vísaði félagið til þess að starfsemi félagsins væri vottuð alþjóðlegu vottunarkerfi, ASC, sem taki bæði til umhverfis- og samfélagslegra þátta. Neytendastofa taldi að eftirfarandi fullyrðingar, meðal annars á heimasíðu Arnarlax, þörfnuðust nánari skýringa og sannanna: „Sustainability it´s in our nature.“ „Sustainable salmon farming at Arnarlax takes place on the fish´s terms.“ „Arnarlax ensures the quality of its salmon by striving to support fish health and reduce environmental impact with innovative aquaculture.“ „It is important to us that our fish feed have the correct balance of nutritional content, consistency and taste, as well as being gentle on the environment.“ „For example, in the winter we use a special blend of feed and require our feed suppliers to ensure that the ingredients they use are sustainability certified.“ „All Arnarlax farming activity has been through an environmental assessment process.“ „Þá hélt félagið því fram að fullyrðingar þess byggist á gögnum og faglegum niðurstöðum óháðra aðila, leyfisveitenda og eftirlitsstjórnvalda. Enn fremur sé það mat félagsins að Neytendastofa hafi ekki heimildir til að krefjast þess að það færi fram sérstaka sönnun fyrir eða afstöðu til þeirra orða sem fram komi í orðhluta vörumerkja félagsins,“ segir í úrskurðinum. Notkunin almennt óljós og ekki studd gögnum Í niðurstöðu Neytendastofu kom fram að það væri álit stofnunarinnar að notkun Arnarlax á hugtökunum sjálfbær og sjálfbærni væri almenn og óljós og ekki studd nægilegum gögnum. „Markaðssetningin gefi þannig hinum almenna neytanda ranglega til kynna að laxeldi félagsins í sjókvíum væri að fullu sjálfbært og hafi þannig engin eða í það minnsta hlutlaus áhrif á umhverfið. Að mati Neytendastofu beri að líta til þess að notkun Arnarlax á fullyrðingum sem innihalda hugtökin sjálfbær og sjálfbærni sé nokkuð víðtæk og áberandi. Notkunin væri tengd við orð- og myndmerki félagsins sem komi fram á vefsíðu félagsins, í blaðaauglýsingum og öðru markaðs- og kynningarefni. Að því virtu var það álit Neytendastofu að notkun og framsetning þeirra fullyrðinga og orð- og myndmerkja sem um ræddi væri almenn og óljós og væri því villandi og óréttmæt gagnvart neytendum. Neytendastofa bannaði því Arnarlaxi notkun framangreindra fullyrðinga og vörumerkja í markaðs- og kynningarefni félagsins þannig að villandi sé fyrir neytendur,“ segir á vef Neytendastofu.
Neytendastofa taldi að eftirfarandi fullyrðingar, meðal annars á heimasíðu Arnarlax, þörfnuðust nánari skýringa og sannanna: „Sustainability it´s in our nature.“ „Sustainable salmon farming at Arnarlax takes place on the fish´s terms.“ „Arnarlax ensures the quality of its salmon by striving to support fish health and reduce environmental impact with innovative aquaculture.“ „It is important to us that our fish feed have the correct balance of nutritional content, consistency and taste, as well as being gentle on the environment.“ „For example, in the winter we use a special blend of feed and require our feed suppliers to ensure that the ingredients they use are sustainability certified.“ „All Arnarlax farming activity has been through an environmental assessment process.“
Sjókvíaeldi Fiskeldi Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“