Guðbjörg hringdi bjöllunni Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2023 11:50 Guðbjörg Matthíasdóttir hringdi Kauphallarbjöllunni um borði í Sigurði VE í Vestmannaeyjahöfn í morgun. Nasdaq Iceland Viðskipti með hlutabréf Ísfélags hf. á aðalmarkaði Nasdaq Iceland hófust í morgun. Guðbjörg Matthíasdóttir, eigandi Ísfélags, hringdi af því tilefni Kauphallarbjöllunni um borð í Sigurði VE í Vestmannaeyjahöfn í morgun og naut hún þar aðstoð barnabarna sinna, þeim Magnúsi og Sigurði. Í tilkynningu frá Nasdaq segir að Ísfélag tilheyri Nauðsynjavörugeiranum (e. Consumer Staples) og sé 32. félagið sem tekið sé til viðskipta á mörkuðum Nasdaq Nordic og Baltics í ár. „Ísfélag hf. var stofnað árið 1901 og er elsta starfandi hlutafélag landsins. Félagið stundar aðallega veiðar og vinnslu á uppsjávarfiski, bolfiski og rækju auk þess sem dótturfélög þess stunda margþætta tengda starfsemi. Ísfélagið er eitt af stærstu sjávarútvegsfélögum landsins með höfuðstöðvar í Vestmannaeyjum og starfsstöðvar að auki á Siglufirði, í Þorlákshöfn og á Þórshöfn. Félagið er með 8,9% af heildarúthlutuðu aflamarki íslenskra fyrirtækja og er einn stærsti framleiðandi af lýsi og fiskimjöli á Íslandi. Félagið einsetur sér að vera fyrirmynd um ábyrga og arðbæra viðskiptahætti og stunda starfsemi sína í sátt við umhverfi og samfélag,“ segir í tilkynningunni. Nasdaq Iceland Haft er eftir Stefáni Friðrikssyni, forstjóra Ísfélagsins, að skráningin á aðalmarkað marki mikilvæg tímamót fyrir félagið.„Við sjáum fram á vaxtartækifæri í aflaheimildum sem og í gegnum hlutdeildar- og dótturfélög okkar og stefnum á að styrkja samkeppnisstöðu okkar á alþjóðlegum mörkuðum, m.a. með hagræðingu og sérhæfingu í veiðum og vinnslu. Við erum afar ánægð með frábæra niðurstöðu úr útboðinu sem sýnir traust fjárfesta á félaginu og framtíð þess. Við bjóðum nýja hluthafa velkomna og hlökkum til að vinna með þeim.” Þá er haft eftir Magnúsi Harðarsyni, forstjóra Nasdaq Iceland, að það sé heiður að bjóða elsta starfandi hlutafélag landsins velkomið á Aðalmarkaðinn. „Ísfélagið er rótgróið fyrirtæki með glæsilega sögu og metnaðarfull vaxtarplön. Mikill áhugi fjárfesta á útboði félagsins sýnir trú þeirra á félaginu og áhuga á íslenskum sjávarútvegi, enda stendur sjávarútvegur okkur mjög nærri. Við óskum öllum hjá Ísfélagi innilega til hamingju, skráning á markað styður við sýnileika félagsins og dregur að fjölbreyttari hóp fjárfesta.“ Ísfélagið Kauphöllin Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Söluandvirði útboðs Ísfélagsins átján milljarðar Almennu hlutafjárútboði Ísfélags hf. lauk klukkan tvö í gær, en alls bárust um 6.500 áskriftir að andvirði um 58 milljarða króna. Það samsvarar tæplega fjórfaldri eftirspurn. 2. desember 2023 09:37 IFS verðmetur Ísfélagið um nítján prósentum hærra en útboðsgengi IFS greining verðmetur Ísfélagið 18,5 prósent yfir útboðsgengi í áskriftarbók til almennra fjárfesta og mælir með kaupum í útgerðinni. „Samanburður á verðkennitölum Ísfélagsins við verðkennitölur Brim og Síldarvinnslunnar gefa til kynna að virði Ísfélagsins sé nokkuð sanngjarnt metið í útboðinu.“ 30. nóvember 2023 12:31 Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Í tilkynningu frá Nasdaq segir að Ísfélag tilheyri Nauðsynjavörugeiranum (e. Consumer Staples) og sé 32. félagið sem tekið sé til viðskipta á mörkuðum Nasdaq Nordic og Baltics í ár. „Ísfélag hf. var stofnað árið 1901 og er elsta starfandi hlutafélag landsins. Félagið stundar aðallega veiðar og vinnslu á uppsjávarfiski, bolfiski og rækju auk þess sem dótturfélög þess stunda margþætta tengda starfsemi. Ísfélagið er eitt af stærstu sjávarútvegsfélögum landsins með höfuðstöðvar í Vestmannaeyjum og starfsstöðvar að auki á Siglufirði, í Þorlákshöfn og á Þórshöfn. Félagið er með 8,9% af heildarúthlutuðu aflamarki íslenskra fyrirtækja og er einn stærsti framleiðandi af lýsi og fiskimjöli á Íslandi. Félagið einsetur sér að vera fyrirmynd um ábyrga og arðbæra viðskiptahætti og stunda starfsemi sína í sátt við umhverfi og samfélag,“ segir í tilkynningunni. Nasdaq Iceland Haft er eftir Stefáni Friðrikssyni, forstjóra Ísfélagsins, að skráningin á aðalmarkað marki mikilvæg tímamót fyrir félagið.„Við sjáum fram á vaxtartækifæri í aflaheimildum sem og í gegnum hlutdeildar- og dótturfélög okkar og stefnum á að styrkja samkeppnisstöðu okkar á alþjóðlegum mörkuðum, m.a. með hagræðingu og sérhæfingu í veiðum og vinnslu. Við erum afar ánægð með frábæra niðurstöðu úr útboðinu sem sýnir traust fjárfesta á félaginu og framtíð þess. Við bjóðum nýja hluthafa velkomna og hlökkum til að vinna með þeim.” Þá er haft eftir Magnúsi Harðarsyni, forstjóra Nasdaq Iceland, að það sé heiður að bjóða elsta starfandi hlutafélag landsins velkomið á Aðalmarkaðinn. „Ísfélagið er rótgróið fyrirtæki með glæsilega sögu og metnaðarfull vaxtarplön. Mikill áhugi fjárfesta á útboði félagsins sýnir trú þeirra á félaginu og áhuga á íslenskum sjávarútvegi, enda stendur sjávarútvegur okkur mjög nærri. Við óskum öllum hjá Ísfélagi innilega til hamingju, skráning á markað styður við sýnileika félagsins og dregur að fjölbreyttari hóp fjárfesta.“
Ísfélagið Kauphöllin Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Söluandvirði útboðs Ísfélagsins átján milljarðar Almennu hlutafjárútboði Ísfélags hf. lauk klukkan tvö í gær, en alls bárust um 6.500 áskriftir að andvirði um 58 milljarða króna. Það samsvarar tæplega fjórfaldri eftirspurn. 2. desember 2023 09:37 IFS verðmetur Ísfélagið um nítján prósentum hærra en útboðsgengi IFS greining verðmetur Ísfélagið 18,5 prósent yfir útboðsgengi í áskriftarbók til almennra fjárfesta og mælir með kaupum í útgerðinni. „Samanburður á verðkennitölum Ísfélagsins við verðkennitölur Brim og Síldarvinnslunnar gefa til kynna að virði Ísfélagsins sé nokkuð sanngjarnt metið í útboðinu.“ 30. nóvember 2023 12:31 Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Söluandvirði útboðs Ísfélagsins átján milljarðar Almennu hlutafjárútboði Ísfélags hf. lauk klukkan tvö í gær, en alls bárust um 6.500 áskriftir að andvirði um 58 milljarða króna. Það samsvarar tæplega fjórfaldri eftirspurn. 2. desember 2023 09:37
IFS verðmetur Ísfélagið um nítján prósentum hærra en útboðsgengi IFS greining verðmetur Ísfélagið 18,5 prósent yfir útboðsgengi í áskriftarbók til almennra fjárfesta og mælir með kaupum í útgerðinni. „Samanburður á verðkennitölum Ísfélagsins við verðkennitölur Brim og Síldarvinnslunnar gefa til kynna að virði Ísfélagsins sé nokkuð sanngjarnt metið í útboðinu.“ 30. nóvember 2023 12:31