Töf á viðgerð á vatnslögninni vegna veðurs Lovísa Arnardóttir skrifar 8. desember 2023 16:15 Skemmdirnar hafa ekki haft áhrif á flutning vatns til Vestmannaeyja. Vísir/Vilhelm Slæmt veður hefur hamlað viðgerðarvinnu á vatnslögn til Vestmannaeyja. Það kemur fram í tilkynningu frá Slökkviliði Vestmannaeyja. Þar kemur fram að mikil vinna hafi verið lögð í að festa vatnslögnina. Vinnan hafi gengið vel en ekki eins hratt og áætlanir hafi gert ráð fyrir, vegna veðurs. Lögnin hefur allt frá því hún skemmdist flutt nægilega mikið vatn til Eyja og eru íbúar minntir á það í tilkynningu að ekki sé þörf á að spara vatn. Þeim verði tilkynnt um það ef breyting verður á því. „Í aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum hefur verið unnið að gerð áætlana og hefur sú vinna gengið vel og njótum við þar aðstoðar Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra.“ Hættustig vegna skemmda Vatnslögnin skemmdist við lok síðasta mánaðar. Hættustigi almannavarna var lýst yfir í Vestmannaeyjum eftir að miklar skemmdir urðu á lögninni sem liggur frá landi og út í Vestmannaeyjar. Skemmdirnar urðu 17. nóvember þegar akkeri Hugins VE, skips Vinnslustöðvarinnar, festist í vatnslögninni sem er sú eina sem sér Eyjamönnum fyrir neysluvatni. Vinnslustöðin tilkynnti í dag að þau væru búin að festa kaup á þremur gámum með hollenskum tæknibúnaði sem breytir sjó í drykkjarvatn. Þau reikna með að fyrsti gámurinn komi til landsins milli jóla og nýárs og hinir tveir í upphafi næsta árs. Þar sem félagið þarf bara einn gám til að fullnægja eigin þörfum hefur Ísfélaginu og Vestmannaeyjabæ verið boðið að kaupa hina tvo. Vestmannaeyjar Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Samgönguslys Sjávarútvegur Lögreglumál Tengdar fréttir Afríka bíður meðan Eyjamenn fá búnað sem tryggir drykkjarvatn Vinnslustöðin hefur fest kaup á þremur gámum með hollenskum tæknibúnaði sem breytir sjó í drykkjarvatn og má reikna með að fyrsti gámurinn komi til landsins milli jóla og nýárs og hinir tveir í upphafi næsta árs. Þar sem félagið þarf bara einn gám til að fullnægja eigin þörfum hefur Ísfélaginu og Vestmannaeyjabæ verið boðið að kaupa hina tvo. 8. desember 2023 07:34 „Þetta vofir yfir“ Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir lífið í bænum ganga sinn vanagang þrátt fyrir að hættustigi hafi verið lýst yfir í kjölfar alvarlegra skemmda á einu vatnslögn bæjarins. Unnið er að áætlunum um það ferli sem færi í gang ef lögnin gæfi sig alveg, til að mynda hvernig vinna skuli neysluvatn úr sjó. Hún hyggst ekki tjá sig um atvikið þar sem akkeri skipsins Hugins VE festist í vatnslögninni fyrr en málsatvik liggja ljós fyrir. 30. nóvember 2023 15:16 Árétta að nægt vatn sé í Eyjum Vestmannaeyjarbær áréttar að þótt hættuástandi Almannavarna hafi verið lýst yfir í bæjarfélaginu vegna skemmda á vatnslögn þá er öllum íbúum og fyrirtækjum tryggt nóg vatn sem stendur. Þetta kemur fram á heimasíðu bæjarins. 30. nóvember 2023 15:11 Til skoðunar hvort bilun eða mistök hafi valdið skaðanum Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur til skoðunar hvort einhver bilun hafi orði í tækjabúnaði eða mistök gerð þegar akkeri um borð í Hugin VE féll frá borði með þeim afleiðingum að neysluvatnslögn Eyjamanna varð fyrir skemmdum. Hættustig almannavarna hefur verið lýst yfir vegna stöðunnar. 29. nóvember 2023 16:34 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira
Lögnin hefur allt frá því hún skemmdist flutt nægilega mikið vatn til Eyja og eru íbúar minntir á það í tilkynningu að ekki sé þörf á að spara vatn. Þeim verði tilkynnt um það ef breyting verður á því. „Í aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum hefur verið unnið að gerð áætlana og hefur sú vinna gengið vel og njótum við þar aðstoðar Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra.“ Hættustig vegna skemmda Vatnslögnin skemmdist við lok síðasta mánaðar. Hættustigi almannavarna var lýst yfir í Vestmannaeyjum eftir að miklar skemmdir urðu á lögninni sem liggur frá landi og út í Vestmannaeyjar. Skemmdirnar urðu 17. nóvember þegar akkeri Hugins VE, skips Vinnslustöðvarinnar, festist í vatnslögninni sem er sú eina sem sér Eyjamönnum fyrir neysluvatni. Vinnslustöðin tilkynnti í dag að þau væru búin að festa kaup á þremur gámum með hollenskum tæknibúnaði sem breytir sjó í drykkjarvatn. Þau reikna með að fyrsti gámurinn komi til landsins milli jóla og nýárs og hinir tveir í upphafi næsta árs. Þar sem félagið þarf bara einn gám til að fullnægja eigin þörfum hefur Ísfélaginu og Vestmannaeyjabæ verið boðið að kaupa hina tvo.
Vestmannaeyjar Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Samgönguslys Sjávarútvegur Lögreglumál Tengdar fréttir Afríka bíður meðan Eyjamenn fá búnað sem tryggir drykkjarvatn Vinnslustöðin hefur fest kaup á þremur gámum með hollenskum tæknibúnaði sem breytir sjó í drykkjarvatn og má reikna með að fyrsti gámurinn komi til landsins milli jóla og nýárs og hinir tveir í upphafi næsta árs. Þar sem félagið þarf bara einn gám til að fullnægja eigin þörfum hefur Ísfélaginu og Vestmannaeyjabæ verið boðið að kaupa hina tvo. 8. desember 2023 07:34 „Þetta vofir yfir“ Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir lífið í bænum ganga sinn vanagang þrátt fyrir að hættustigi hafi verið lýst yfir í kjölfar alvarlegra skemmda á einu vatnslögn bæjarins. Unnið er að áætlunum um það ferli sem færi í gang ef lögnin gæfi sig alveg, til að mynda hvernig vinna skuli neysluvatn úr sjó. Hún hyggst ekki tjá sig um atvikið þar sem akkeri skipsins Hugins VE festist í vatnslögninni fyrr en málsatvik liggja ljós fyrir. 30. nóvember 2023 15:16 Árétta að nægt vatn sé í Eyjum Vestmannaeyjarbær áréttar að þótt hættuástandi Almannavarna hafi verið lýst yfir í bæjarfélaginu vegna skemmda á vatnslögn þá er öllum íbúum og fyrirtækjum tryggt nóg vatn sem stendur. Þetta kemur fram á heimasíðu bæjarins. 30. nóvember 2023 15:11 Til skoðunar hvort bilun eða mistök hafi valdið skaðanum Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur til skoðunar hvort einhver bilun hafi orði í tækjabúnaði eða mistök gerð þegar akkeri um borð í Hugin VE féll frá borði með þeim afleiðingum að neysluvatnslögn Eyjamanna varð fyrir skemmdum. Hættustig almannavarna hefur verið lýst yfir vegna stöðunnar. 29. nóvember 2023 16:34 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira
Afríka bíður meðan Eyjamenn fá búnað sem tryggir drykkjarvatn Vinnslustöðin hefur fest kaup á þremur gámum með hollenskum tæknibúnaði sem breytir sjó í drykkjarvatn og má reikna með að fyrsti gámurinn komi til landsins milli jóla og nýárs og hinir tveir í upphafi næsta árs. Þar sem félagið þarf bara einn gám til að fullnægja eigin þörfum hefur Ísfélaginu og Vestmannaeyjabæ verið boðið að kaupa hina tvo. 8. desember 2023 07:34
„Þetta vofir yfir“ Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir lífið í bænum ganga sinn vanagang þrátt fyrir að hættustigi hafi verið lýst yfir í kjölfar alvarlegra skemmda á einu vatnslögn bæjarins. Unnið er að áætlunum um það ferli sem færi í gang ef lögnin gæfi sig alveg, til að mynda hvernig vinna skuli neysluvatn úr sjó. Hún hyggst ekki tjá sig um atvikið þar sem akkeri skipsins Hugins VE festist í vatnslögninni fyrr en málsatvik liggja ljós fyrir. 30. nóvember 2023 15:16
Árétta að nægt vatn sé í Eyjum Vestmannaeyjarbær áréttar að þótt hættuástandi Almannavarna hafi verið lýst yfir í bæjarfélaginu vegna skemmda á vatnslögn þá er öllum íbúum og fyrirtækjum tryggt nóg vatn sem stendur. Þetta kemur fram á heimasíðu bæjarins. 30. nóvember 2023 15:11
Til skoðunar hvort bilun eða mistök hafi valdið skaðanum Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur til skoðunar hvort einhver bilun hafi orði í tækjabúnaði eða mistök gerð þegar akkeri um borð í Hugin VE féll frá borði með þeim afleiðingum að neysluvatnslögn Eyjamanna varð fyrir skemmdum. Hættustig almannavarna hefur verið lýst yfir vegna stöðunnar. 29. nóvember 2023 16:34