Segir lögreglustjórann á Vestfjörðum vanhæfan í málinu Helena Rós Sturludóttir skrifar 30. desember 2023 12:13 Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga. Landssamband veiðifélaga Landssamband veiðifélaga hyggst kæra ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum um að hætta rannsókn á slysasleppingu eldislax úr fiskeldisstöð Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í ágúst. Framkvæmdastjóri sambandsins segir ljóst að vanhæfi lögreglustjórans á Vestfjörðum í þessu máli sé algjört. Í síðustu viku greindi lögreglan á Vestfjörðum frá því að rannsókn væri hætt á slysasleppingu eldislax úr fiskeldisstöð Actic Sea Farm ehf í Kvígindisdal í Patreksfirði í í ágúst síðastliðnum. Tvö göt fundust á einni kví eldisfélagsins og um þrjú þúsund og fimm hundruð frjóir norskir eldislaxar sluppu. Í kjölfarið fundust fiskarnir í laxveiðiám víða um land og vakti málið hörð viðbrögð. Matvælastofnun kærði málið til lögreglu í september. Ákvörðunin mikil vonbrigði Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga, segir ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum um að hætta rannsókn vera gríðarleg vonbrigði. „Það er alveg ljóst að vanhæfi lögreglustjórans á Vestfjörðum í þessu máli er algjört. Af ákvörðuninni að dæma er erfitt að sjá hvort er meira ráðandi að lögreglustjórinn sé almennt vanhæfur til að fjalla um svona mál vegna skorts á þekkingu á lögum og lögskýringum eða hvort hann sé sérstaklega vanhæfur í þessu máli vegna aðstæðna og hvort tveggja virðist eiga við þegar maður les ákvörðunina,“ segir Gunnar. Vankunnátta og misskilningur Að sögn Gunnars er stærsti þátturinn vankunnátta og misskilningur á túlkun refsiheimildar 22. gr. laga um fiskeldi. „Þar sem meginreglu um saknæmi er ruglað saman og síðan muninum á almennum refsimörkum og sérrefsimörkum. Það er auðvitað mjög alvarlegt ef rannsakandi býr ekki yfir slíkri þekkingu á lögum og lögskýringu.“ Gunnar segir ljóst að lög hafi verið brotin. „Brotið hefur verið gegn lögum um fiskeldi og ef ekki verður refsað fyrir þetta stærsta umhverfisslys sem orðið hefur hér á landi þá er alveg ljóst að lögin ná ekki markmiði sínu,“ segir hann. Ætla kæra innan mánaðar Landssamband veiðifélaga muni kæra ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum. „Við munum hafa það í okkar kröfu að annar rannsakandi verði skipaður í málinu vegna þess að við teljum einfaldlega að lögreglustjórinn á Vestfjörðum sé einfaldlega ekki hæfur.“ Gunnar segir ákvörðunina ekki hafa komið neitt sérstaklega að óvart vegna stöðunnar sem uppi er á Vestfjörðum. „Síðan hefur það sýnt sig líka erlendis að samfélög sem lenda undir hælnum á svona stórum fyrirtækjum verða ð nokkru leyti lömuð þar sem embættismenn og íbúar samfélaganna þora ekki að stíga upp á móti fyrirtækjunum og stjórn þeirra. Í þessu tilfelli hafa stjórnendur líka mjög mikið pólitískt afl á bakvið sig og slíkt getur náttúrulega valdið vanhæfi,“ segir Gunnar jafnframt. Vesturbyggð Fiskeldi Lax Sjókvíaeldi Matvælaframleiðsla Lögreglan Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Sagðist hataður af fiskeldisfyrirtækjum og skammaður af mótmælendum Fjölmenn mótmæli gegn sjókvíaeldi á Íslandi fóru fram á Austurvelli í dag. Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfisráðherra þakkaði mótmælendum fyrir mætingu en fékk kaldar kveðjur til baka. Bubbi Morthens sagði Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra eina ráðherrann sem væri að standa sig. 7. október 2023 20:21 „Eitthvað sem við getum ekki samþykkt og þessu verður að linna“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga býst við miklu fjölmenni á Austurvelli í dag þegar sjókvíaeldi verður mótmælt. Síðasta slysaslepping hjá Arctic Fish og afleiðingar hennar hafi fyllt mælinn og þessu verði að linna. Sýnt verður frá mótmælunum í beinni á Vísi á eftir. 7. október 2023 12:13 Hvergi gerst að eldislaxar útrými villtum laxastofnum Lektor í fiskeldi við háskólann á Hólum segir umræðu og fullyrðingar um sjókvíaeldi einkennast af rangfærslum og upphrópunum. Hvergi hafi það gerst að eldislaxar útrými villtum laxi. 8. október 2023 12:47 Segja sjókvíaeldi hafa verið stundað leyfislaust í tvo mánuði Náttúruverndarsamtökin „Laxinn lifi“ segja Artic Sea Farm hafa stundað sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði leyfislaust í tvo mánuði. Samtökin segja að leyfið virðist hafa runnið út og krefjast þess að starfseminni verði þá þegar hætt. 27. október 2023 17:45 Andstæðingar sjókvíaeldis æfir vegna ákvörðunar Helga Á forsíðu nýs tölublaðs Veiðimannsins, tímariti Stangaveiðifélags Reykjavíkur, er mynd eftir Gunnar Karlsson þar sem sjókvíaeldið er teiknað upp sem ókindin í íslenskri náttúru. Niðurstaða Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum, sú að fella niður rannsókn á slysasleppingum fyrir vestan, kemur illa við andstæðinga sjókvíaeldis. 21. desember 2023 17:05 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Í síðustu viku greindi lögreglan á Vestfjörðum frá því að rannsókn væri hætt á slysasleppingu eldislax úr fiskeldisstöð Actic Sea Farm ehf í Kvígindisdal í Patreksfirði í í ágúst síðastliðnum. Tvö göt fundust á einni kví eldisfélagsins og um þrjú þúsund og fimm hundruð frjóir norskir eldislaxar sluppu. Í kjölfarið fundust fiskarnir í laxveiðiám víða um land og vakti málið hörð viðbrögð. Matvælastofnun kærði málið til lögreglu í september. Ákvörðunin mikil vonbrigði Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga, segir ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum um að hætta rannsókn vera gríðarleg vonbrigði. „Það er alveg ljóst að vanhæfi lögreglustjórans á Vestfjörðum í þessu máli er algjört. Af ákvörðuninni að dæma er erfitt að sjá hvort er meira ráðandi að lögreglustjórinn sé almennt vanhæfur til að fjalla um svona mál vegna skorts á þekkingu á lögum og lögskýringum eða hvort hann sé sérstaklega vanhæfur í þessu máli vegna aðstæðna og hvort tveggja virðist eiga við þegar maður les ákvörðunina,“ segir Gunnar. Vankunnátta og misskilningur Að sögn Gunnars er stærsti þátturinn vankunnátta og misskilningur á túlkun refsiheimildar 22. gr. laga um fiskeldi. „Þar sem meginreglu um saknæmi er ruglað saman og síðan muninum á almennum refsimörkum og sérrefsimörkum. Það er auðvitað mjög alvarlegt ef rannsakandi býr ekki yfir slíkri þekkingu á lögum og lögskýringu.“ Gunnar segir ljóst að lög hafi verið brotin. „Brotið hefur verið gegn lögum um fiskeldi og ef ekki verður refsað fyrir þetta stærsta umhverfisslys sem orðið hefur hér á landi þá er alveg ljóst að lögin ná ekki markmiði sínu,“ segir hann. Ætla kæra innan mánaðar Landssamband veiðifélaga muni kæra ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum. „Við munum hafa það í okkar kröfu að annar rannsakandi verði skipaður í málinu vegna þess að við teljum einfaldlega að lögreglustjórinn á Vestfjörðum sé einfaldlega ekki hæfur.“ Gunnar segir ákvörðunina ekki hafa komið neitt sérstaklega að óvart vegna stöðunnar sem uppi er á Vestfjörðum. „Síðan hefur það sýnt sig líka erlendis að samfélög sem lenda undir hælnum á svona stórum fyrirtækjum verða ð nokkru leyti lömuð þar sem embættismenn og íbúar samfélaganna þora ekki að stíga upp á móti fyrirtækjunum og stjórn þeirra. Í þessu tilfelli hafa stjórnendur líka mjög mikið pólitískt afl á bakvið sig og slíkt getur náttúrulega valdið vanhæfi,“ segir Gunnar jafnframt.
Vesturbyggð Fiskeldi Lax Sjókvíaeldi Matvælaframleiðsla Lögreglan Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Sagðist hataður af fiskeldisfyrirtækjum og skammaður af mótmælendum Fjölmenn mótmæli gegn sjókvíaeldi á Íslandi fóru fram á Austurvelli í dag. Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfisráðherra þakkaði mótmælendum fyrir mætingu en fékk kaldar kveðjur til baka. Bubbi Morthens sagði Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra eina ráðherrann sem væri að standa sig. 7. október 2023 20:21 „Eitthvað sem við getum ekki samþykkt og þessu verður að linna“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga býst við miklu fjölmenni á Austurvelli í dag þegar sjókvíaeldi verður mótmælt. Síðasta slysaslepping hjá Arctic Fish og afleiðingar hennar hafi fyllt mælinn og þessu verði að linna. Sýnt verður frá mótmælunum í beinni á Vísi á eftir. 7. október 2023 12:13 Hvergi gerst að eldislaxar útrými villtum laxastofnum Lektor í fiskeldi við háskólann á Hólum segir umræðu og fullyrðingar um sjókvíaeldi einkennast af rangfærslum og upphrópunum. Hvergi hafi það gerst að eldislaxar útrými villtum laxi. 8. október 2023 12:47 Segja sjókvíaeldi hafa verið stundað leyfislaust í tvo mánuði Náttúruverndarsamtökin „Laxinn lifi“ segja Artic Sea Farm hafa stundað sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði leyfislaust í tvo mánuði. Samtökin segja að leyfið virðist hafa runnið út og krefjast þess að starfseminni verði þá þegar hætt. 27. október 2023 17:45 Andstæðingar sjókvíaeldis æfir vegna ákvörðunar Helga Á forsíðu nýs tölublaðs Veiðimannsins, tímariti Stangaveiðifélags Reykjavíkur, er mynd eftir Gunnar Karlsson þar sem sjókvíaeldið er teiknað upp sem ókindin í íslenskri náttúru. Niðurstaða Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum, sú að fella niður rannsókn á slysasleppingum fyrir vestan, kemur illa við andstæðinga sjókvíaeldis. 21. desember 2023 17:05 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Sagðist hataður af fiskeldisfyrirtækjum og skammaður af mótmælendum Fjölmenn mótmæli gegn sjókvíaeldi á Íslandi fóru fram á Austurvelli í dag. Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfisráðherra þakkaði mótmælendum fyrir mætingu en fékk kaldar kveðjur til baka. Bubbi Morthens sagði Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra eina ráðherrann sem væri að standa sig. 7. október 2023 20:21
„Eitthvað sem við getum ekki samþykkt og þessu verður að linna“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga býst við miklu fjölmenni á Austurvelli í dag þegar sjókvíaeldi verður mótmælt. Síðasta slysaslepping hjá Arctic Fish og afleiðingar hennar hafi fyllt mælinn og þessu verði að linna. Sýnt verður frá mótmælunum í beinni á Vísi á eftir. 7. október 2023 12:13
Hvergi gerst að eldislaxar útrými villtum laxastofnum Lektor í fiskeldi við háskólann á Hólum segir umræðu og fullyrðingar um sjókvíaeldi einkennast af rangfærslum og upphrópunum. Hvergi hafi það gerst að eldislaxar útrými villtum laxi. 8. október 2023 12:47
Segja sjókvíaeldi hafa verið stundað leyfislaust í tvo mánuði Náttúruverndarsamtökin „Laxinn lifi“ segja Artic Sea Farm hafa stundað sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði leyfislaust í tvo mánuði. Samtökin segja að leyfið virðist hafa runnið út og krefjast þess að starfseminni verði þá þegar hætt. 27. október 2023 17:45
Andstæðingar sjókvíaeldis æfir vegna ákvörðunar Helga Á forsíðu nýs tölublaðs Veiðimannsins, tímariti Stangaveiðifélags Reykjavíkur, er mynd eftir Gunnar Karlsson þar sem sjókvíaeldið er teiknað upp sem ókindin í íslenskri náttúru. Niðurstaða Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum, sú að fella niður rannsókn á slysasleppingum fyrir vestan, kemur illa við andstæðinga sjókvíaeldis. 21. desember 2023 17:05