
Ég hataði rafíþróttir!
Það eru ekki sérlega mörg ár síðan ég bókstaflega sá rautt þegar fólk var að dásama rafíþróttir. Ég gat ekki með nokkrum móti skilið að það að spila tölvuleiki gæti átt neitt sameiginlegt með íþróttum.
Umfjöllun um Ljósleiðaradeildina og rafíþróttir á Íslandi.
Það eru ekki sérlega mörg ár síðan ég bókstaflega sá rautt þegar fólk var að dásama rafíþróttir. Ég gat ekki með nokkrum móti skilið að það að spila tölvuleiki gæti átt neitt sameiginlegt með íþróttum.
Verðlaunahátíðin Game awards fóru fram í tíunda sinn í gær. Þar voru helstu leikir þessa árs heiðraðir en einnig var hitað upp fyrir leiki næstu ára. Þó nokkrir leikir voru kynntir til sögunnar í fyrsta sinn með stiklum.
Rafíþróttamaðurinn Atli Snær Sigurðsson hefur nú þegar, aðeins fimmtán ára gamall, unnið Íslandsmeistaratitilinn í DOTA 2 þrjú ár í röð en hann hefur keppt á undanþágu vegna ungs aldurs. Hann á einnig sæti í landsliði Íslands í DOTA 2 og Bergur Árnason, mótastjóri Kraftvéladeildarinnar í DOTA2, gengur hiklaust svo langt að kalla Atla „undrabarnið“ þeirra.
Fjórða umferð GR Verk Deildarinnar í Rocket League fór fram í gærkvöld og þar bar einna helst til tíðinda að lið Rafíþróttadeildar Keflavíkur, Rafík, keyrði sig upp af botni deildarinnar með öruggum 3-0 sigri á Quick sem situr eftir í neðsta sæti með 0 stig.
Stálin stinn mættust þegar fjandvinaliðin Dusty og Ármann tókust á í eina leik 6. umferðar Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike í gærkvöld.
Kristófer Tristan vann seinni leikinn í ELKO-Deildinni í Fortnite á mánudagskvöld og komst þannig í 1. sæti deildarinnar með 11 stiga forskot á aðal keppinautinn, Denas Kazulis.
Heldur betur hitnaði í kolunum á Íslandsmeistaramótinu í Netskák í seinni umferð gærkvöldsins. Eftir óvenju auðvelda 6-0 afgreiðslu Guðmundar Kjartanssonar á Símoni Þórhallssyni tók við háspennu einvígi Hilmis Freys Heimissonar og Aleksandr Domalchuk-Jonasson, sem stóð ekki uppi sem sigurvegari fyrr en að loknum fyrsta bráðabana mótsins.
Lið Kidda Karrí og Mímklúbbsins Breiðnefs skildu jöfn, 1-1, í viðureign sinni í 2. riðli fimmtu umferðar Litlu Kraftvéladeildarinnar í Dota 2 á sunnudaginn.
Lið Þórs frá Akureyri er enn taplaust í Tölvulistadeildinni í Overwatch eftir 2-1 sigur á Selunum frá Selfossi í 5. umferð þar sem liðin voru jöfn að stigum þegar þau hófu baráttuna um fyrsta sætið á laugardaginn.
Fimmta umferð Míludeiladarinnar í Valorant fór fram á föstudagskvöld og að henni lokinni heldur Venus efsta sætinu með 2-13 sigri á Guardian Grýlanna sem eru því enn á botni deildarinnar.
Fimmta umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike hélt áfram á fimmtudagskvöld með tveimur leikjum þar sem Rafík sigraði Sögu 2-0 og Þór afgreiddi Kano, einnig 2-0.
„Það var smá feimni í gangi en aldrei að vita nema einhver vinasambönd hafi myndast,“ segir rafíþróttaþjálfarinn Daníel Sigurvinsson um heimsókn um 30 grænlenskra grunnskólabarna í Arena þar sem látið var á það reyna hvort hægt væri að nota tölvuleiki til þess að tengja þau við íslenska krakka sem þar æfa.
Þriðja umferð GR Verk Deildarinnar í Rocket League fór fram í gærkvöld og skemmst frá því að segja að úrslit leikja höfðu lítil áhrif á stigatöfluna, fyrir utan það helst að ríkjandi meistarar Þórs og OGV eru nú hnífjöfn á toppnum.
Míludeildin í Valorant er í fullum gangi og óhætt að fullyrða að áhuginn á henni hafi aldrei verið meiri en nú þegar 50 konur eru skráðar til leiks og átta lið takast á í einu kvennadeild landsins í rafíþróttum.
Fimmta umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike hófst í gærkvöld með tveimur leikjum þar sem Höttur sigraði Ármann 2-0 og ÍA tapaði í botnbaráttuleik fyrir Venus 1-2.
Fjórða umferð ELKO-Deildarinnar í Fortnite fór fram mánudagskvöldið 30. september og segja má að tveir efstu keppendurnir í deildinni hafi boðið upp á endurtekið efni úr síðustu umferð þegar þeir festu sig enn betur í sessi á toppnum.
„TÍK hafa starfað opinberlega sem félagasamtök núna í tvær vikur og hafa nú þegar fengið boð frá forsetanum á Bessastaði,“ skrifar Melína Kolka, stofnandi Tölvuleikjasamfélags íslenzkra kvenna, á Facebook þegar hún segir frá heimsókn grænlenskra grunnskólabarna til Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, þar sem „TÍK-in“ Eva Margrét Guðnadóttir var með í för.
Ungmennafélagið Fjölnir varð 26. aðildarfélagið að Rafíþróttasambandi Íslands í liðinni viku þegar stjórn sambandsins samþykkti aðildarumsókn nýstofnaðrar rafíþróttadeildar Fjölnis.
Viðureign liðanna TDE jr og Leifarnar í 4. umferð Litlu Kraftvéladeildarinnar í Dota 2 lauk með kærkomnum og góðum 2-0 sigri sem skilaði TDE sínum fyrstu tveimur stigum.
Þrír leikir fóru fram í 4. umferð Tölvulistadeildarinnar í Overwatch á laugardaginn og að henni lokinni er lið Þórs enn í efsta sæti eftir 3-0 sigur á Jötni í „svakalegum leik“ eins og Óskar og Guðný Stefanía orðuðu það í beinni útsendingu frá umferðinni.
Fjórða umferð Míludeiladarinnar í Valorant fór fram á föstudagskvöld og ljóst var á leikjum kvöldsins að farið er að hitna í kolunum og baráttan á toppi deildarinnar að harðna, bæði um toppsætið að tryggja sig áfram í fjögurra liða úrslit.
Esports Insider tók Ólaf Hrafn Steinarsson, stofnanda Rafíþróttasambands Íslands, inn í Esports Hall of Fame, frægðarhöll rafíþróttanna, við hátíðlega athöfn í Lissabon í Portúgal á miðvikudaginn.
Fjórðu umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike lauk í gærkvöld með þremur leikjum þar sem Dusty sigraði Rafík 2-0, Saga lagði Kano 2-1 og Þór hafði betur gegn ÍA 2-0.
Ólafur Hrafn Steinarsson, stofnandi Rafíþróttasambands Íslands, var í gærkvöld tekinn inn í frægðarhöll rafíþróttanna, Esports Hall of Fame, þegar hann hlaut svokölluð Youth Champion Award í gær. Þau fékk hann fyrir að bæði valdefla og veita næstu kynslóð afreksfólks í rafíþróttum innblástur.