Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Þórarinn Þórarinsson skrifar 2. október 2024 13:32 Jökull Jóhannsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasambands Íslands, Ingvar Bjarnason, frá Mílu, Mist Reykdal Magnúsdóttir, mótastjóri Míludeildarinnar, og Sonja Björk Frehsmann frá Mílu. Míludeildin í Valorant er í fullum gangi og óhætt að fullyrða að áhuginn á henni hafi aldrei verið meiri en nú þegar 50 konur eru skráðar til leiks og átta lið takast á í einu kvennadeild landsins í rafíþróttum. „Míludeildin í ár er stærsta Valorant-mót sem hefur verið haldið á Íslandi hingað til og þetta gengur rosalega vel,“ segir Daníel Máni Óskarsson, mótastjóri, um deildina sem kennd er við aðalbakhjarlinn, Mílu. Valorant hefur fest sig í sessi sem einn vinsælasti tölvuleikur heims og Ísland er þar engin undantekning. Valorant hefur fest sig í sessi sem einn vinsælasti tölvuleikur heims og Ísland er þar engin undantekning en mánaðarlega eru spilarar út um allan heim á bilinu 16 til 20 milljónir. Mótastjórinn Mist Reykdal Magnúsdóttir segir að þegar fjórar umferðir eru að baki sé ljóst að keppnin framundan verði æsispennandi enda til mikils að vinna því verðlaunaféð nemur samanlagt 1,5 milljónum króna. Hún bendir á að slíkar verðlauna upphæðir eru sjaldséðar og ekki þurfi að hafa mörg orð um hversu jákvætt þetta er fyrir rafíþróttir kvenna. Daníel og Mist greindu stöðuna og lýstu leikjum í fjórðu umferð Míludeildarinnar í beinni á föstudagskvöld. Ingvar Bjarnason, hjá Mílu, segir sérstaklega ánægjulegt að fá þetta tækifæri til að styðja við einu kvennadeildina í rafíþróttum á Íslandi, enda hafi Míla sett sér metnaðarfull markmið um að gegna samfélagslegri ábyrgð í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna þar sem meðal annars er lögð áhersla á jafnrétti kynjanna. SÞ leggja einnig í markmiðum sínum áherslu á heilsu og vellíðan og þar sé stuðningur við keppni í Valorant einnig skemmtilegur kostur því leikurinn njóti ekki síst mikilla vinsælda hjá yngri spilurum og áhersla Rafíþróttasambands Íslands á félagslega þáttinn og hreyfingu í rafíþróttaiðkun barna og unglinga stuðli einmitt einnig að aukinni vellíðan og bættri líkamlegri- og andlegri heilsu. Rafíþróttir Tengdar fréttir Metþátttaka í kvennadeildinni í Valorant „Þetta er stærsta Valorant-mót sem við höfum haldið hingað til og náttúrlega eina kvenna- og kynseginmótið,“ segir Daníel Máni Óskarsson, mótastjóri í Míludeildarinnar í Valorant. Verðlaunaféð nemur einni og hálfri milljón en hann bendir á að hingað til hafi engin rafíþróttadeild, önnur en Counter Strike, verið með yfir milljón í verðlaunafé. 12. september 2024 14:39 Mest lesið Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Enski boltinn Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Handbolti Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Handbolti Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Fótbolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport
„Míludeildin í ár er stærsta Valorant-mót sem hefur verið haldið á Íslandi hingað til og þetta gengur rosalega vel,“ segir Daníel Máni Óskarsson, mótastjóri, um deildina sem kennd er við aðalbakhjarlinn, Mílu. Valorant hefur fest sig í sessi sem einn vinsælasti tölvuleikur heims og Ísland er þar engin undantekning. Valorant hefur fest sig í sessi sem einn vinsælasti tölvuleikur heims og Ísland er þar engin undantekning en mánaðarlega eru spilarar út um allan heim á bilinu 16 til 20 milljónir. Mótastjórinn Mist Reykdal Magnúsdóttir segir að þegar fjórar umferðir eru að baki sé ljóst að keppnin framundan verði æsispennandi enda til mikils að vinna því verðlaunaféð nemur samanlagt 1,5 milljónum króna. Hún bendir á að slíkar verðlauna upphæðir eru sjaldséðar og ekki þurfi að hafa mörg orð um hversu jákvætt þetta er fyrir rafíþróttir kvenna. Daníel og Mist greindu stöðuna og lýstu leikjum í fjórðu umferð Míludeildarinnar í beinni á föstudagskvöld. Ingvar Bjarnason, hjá Mílu, segir sérstaklega ánægjulegt að fá þetta tækifæri til að styðja við einu kvennadeildina í rafíþróttum á Íslandi, enda hafi Míla sett sér metnaðarfull markmið um að gegna samfélagslegri ábyrgð í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna þar sem meðal annars er lögð áhersla á jafnrétti kynjanna. SÞ leggja einnig í markmiðum sínum áherslu á heilsu og vellíðan og þar sé stuðningur við keppni í Valorant einnig skemmtilegur kostur því leikurinn njóti ekki síst mikilla vinsælda hjá yngri spilurum og áhersla Rafíþróttasambands Íslands á félagslega þáttinn og hreyfingu í rafíþróttaiðkun barna og unglinga stuðli einmitt einnig að aukinni vellíðan og bættri líkamlegri- og andlegri heilsu.
Rafíþróttir Tengdar fréttir Metþátttaka í kvennadeildinni í Valorant „Þetta er stærsta Valorant-mót sem við höfum haldið hingað til og náttúrlega eina kvenna- og kynseginmótið,“ segir Daníel Máni Óskarsson, mótastjóri í Míludeildarinnar í Valorant. Verðlaunaféð nemur einni og hálfri milljón en hann bendir á að hingað til hafi engin rafíþróttadeild, önnur en Counter Strike, verið með yfir milljón í verðlaunafé. 12. september 2024 14:39 Mest lesið Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Enski boltinn Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Handbolti Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Handbolti Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Fótbolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport
Metþátttaka í kvennadeildinni í Valorant „Þetta er stærsta Valorant-mót sem við höfum haldið hingað til og náttúrlega eina kvenna- og kynseginmótið,“ segir Daníel Máni Óskarsson, mótastjóri í Míludeildarinnar í Valorant. Verðlaunaféð nemur einni og hálfri milljón en hann bendir á að hingað til hafi engin rafíþróttadeild, önnur en Counter Strike, verið með yfir milljón í verðlaunafé. 12. september 2024 14:39