Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þórarinn Þórarinsson skrifar 14. október 2024 12:41 Valorant hefur fest sig í sessi sem einn vinsælasti tölvuleikur heims og Ísland er þar engin undantekning. Sjötta umferð Míludeiladarinnar í Valorant fór fram á föstudagskvöld og að henni lokinni er ljóst að þrjú efstu liðin, Klutz, Jötunn Valkyrjur og Venus, hafa tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni. Þrír leikir fóru fram í Míludeildinni í Valorant kvenna á föstudagskvöld en lið GoldDiggers þurfti ekki að keppa og fékk frían sigur þar sem liðs Þórs hefur sagt sig úr keppni. Úrslit 6. umferðar: Þór vs. GoldDiggers 1-2 Höttur vs. ControllerZ 13-3 Guardian Grýlurnar vs. Jötunn Valkyrjur 2-13 Klutz vs. Venus 13-5 ControllerZ þurfti nauðsynlega á sigri gegn Hetti að halda til þess að halda sér í keppninni. Allt var því undir hjá ControllerZ en eftir 3-13 tap er ljóst að liðið á ekki möguleika á því að komast í útsláttarkeppnina þar sem Höttur á inni frían sigur í næstu umferð vegna brotthvarfs Þórs. Klutz lagði Venus í spennandi toppbaráttu og náði þar með fyrsta sætinu af Venus sem situr í því þriðja en Jötunn Valkyrjur eru á milli þeirra í öðru sæti. Öll þessi lið eru komin með 10 stig og því örugg í útsláttarkeppnina. Míludeildin tekur vetrarfrí í næstu viku þannig að 7. Umferð fer fram föstudaginn 25. október þegar Guardian Gýlurnar keppa við GoldDiggers, Venus mætir ControllerZ og toppliðin Klutz og Jötunn Valkyrjur eigast við. Höttur er hins vegar þegar kominn með sigur í boði Þórs. Staðan í Míludeildinni eftir sex umferðir. Rafíþróttir Tengdar fréttir Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fimmta umferð Míludeiladarinnar í Valorant fór fram á föstudagskvöld og að henni lokinni heldur Venus efsta sætinu með 2-13 sigri á Guardian Grýlanna sem eru því enn á botni deildarinnar. 7. október 2024 10:36 Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Mourinho daðrar við Real Madrid Fótbolti Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Fótbolti
Þrír leikir fóru fram í Míludeildinni í Valorant kvenna á föstudagskvöld en lið GoldDiggers þurfti ekki að keppa og fékk frían sigur þar sem liðs Þórs hefur sagt sig úr keppni. Úrslit 6. umferðar: Þór vs. GoldDiggers 1-2 Höttur vs. ControllerZ 13-3 Guardian Grýlurnar vs. Jötunn Valkyrjur 2-13 Klutz vs. Venus 13-5 ControllerZ þurfti nauðsynlega á sigri gegn Hetti að halda til þess að halda sér í keppninni. Allt var því undir hjá ControllerZ en eftir 3-13 tap er ljóst að liðið á ekki möguleika á því að komast í útsláttarkeppnina þar sem Höttur á inni frían sigur í næstu umferð vegna brotthvarfs Þórs. Klutz lagði Venus í spennandi toppbaráttu og náði þar með fyrsta sætinu af Venus sem situr í því þriðja en Jötunn Valkyrjur eru á milli þeirra í öðru sæti. Öll þessi lið eru komin með 10 stig og því örugg í útsláttarkeppnina. Míludeildin tekur vetrarfrí í næstu viku þannig að 7. Umferð fer fram föstudaginn 25. október þegar Guardian Gýlurnar keppa við GoldDiggers, Venus mætir ControllerZ og toppliðin Klutz og Jötunn Valkyrjur eigast við. Höttur er hins vegar þegar kominn með sigur í boði Þórs. Staðan í Míludeildinni eftir sex umferðir.
Rafíþróttir Tengdar fréttir Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fimmta umferð Míludeiladarinnar í Valorant fór fram á föstudagskvöld og að henni lokinni heldur Venus efsta sætinu með 2-13 sigri á Guardian Grýlanna sem eru því enn á botni deildarinnar. 7. október 2024 10:36 Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Mourinho daðrar við Real Madrid Fótbolti Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Fótbolti
Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fimmta umferð Míludeiladarinnar í Valorant fór fram á föstudagskvöld og að henni lokinni heldur Venus efsta sætinu með 2-13 sigri á Guardian Grýlanna sem eru því enn á botni deildarinnar. 7. október 2024 10:36