Rafíþróttir

Du­sty enn á toppnum eftir sigur á Hetti

Þórarinn Þórarinsson skrifar
Dusty lagði Hött 2-0 í 7. umferð Ljósleiðaradeildarinnar og heldur enn efsta sætinu.
Dusty lagði Hött 2-0 í 7. umferð Ljósleiðaradeildarinnar og heldur enn efsta sætinu.

Viður­eign Du­sty og Hattar í 7. um­ferð Ljós­leiðara­deildarinnar í Coun­ter Stri­ke gær­kvöld lauk með 2-1 sigri Du­sty sem er þá komið með 14 stig og heldur enn topp­sætinu.

Tveimur leikjum umferðarinnar er þá lokið en Kano vann ÍA 2-0 í viðureign sem fór fram á mánudagskvöld og eins og staðan er núna trónir Dusty enn á toppnum með sín 14 stig.

Þór fylgir fast á eftir með 12 stig og leik til góða sem fer fram á fimmtudaginn þegar liðið mætir Veca sem er í þriðja sæti með 8 stig.

Umferðinni lýkur á fimmtudaginn 17. október með fyrrnefndum leik Veca og Þórs auk þess sem Saga og Ármann og Rafík og Venus takast þá á.

Staða liða í Ljósleiðaradeildinni eftir tvo leiki í 7. umferð.

Tengdar fréttir

Þrífram­lengt í „gjör­sam­lega svaka­legum“ leik

„Hvað vorum við að horfa á hérna?“ spurði Einar Ragnars­son, hristur og hrærður, eftir beina lýsingu hans og Tómasar Jóhanns­sonar á æsi­spennandi, þrífram­lengdum leik Sögu og Veca í 6. um­ferð Ljós­leiðra­deildarinnar í Coun­ter Stri­ke í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×