Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Þórarinn Þórarinsson skrifar 3. október 2024 13:07 Spennan og leikgleðin leyndu sér ekki þegar Daníel hleypti krökkunum í leikjatölvurnar. Atli Már Guðfinnsson „Það var smá feimni í gangi en aldrei að vita nema einhver vinasambönd hafi myndast,“ segir rafíþróttaþjálfarinn Daníel Sigurvinsson um heimsókn um 30 grænlenskra grunnskólabarna í Arena þar sem látið var á það reyna hvort hægt væri að nota tölvuleiki til þess að tengja þau við íslenska krakka sem þar æfa. KALAK - Vinafélag Íslands og Grænlands og Kópavogsbær hafa í átján ár boðið börnum frá litlu þorpunum á austurströnd Grænlands hingað til lands. Aðallega til þess að hitta íslensk grunnskólabörn á sama aldri og læra sund í Salalaug. Hrifningin vék smám saman fyrir skarpri einbeitingu.Atli Már Guðfinnsson Tækifærið er einnig nýtt til þess að fara sem víðast og sjá sem flest í samfélagi sem er að mörgu ef ekki flestu leyti mjög ólíkt því sem börnin eiga að venjast og því margt framandi sem fyrir augu ber. Eftirvænting og spenna Að þessu sinni komu um 30 þrettán ára krakkar til landsins og fengu meðal margs annars að hitta Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, sjá Gullfoss og Geysi, fara á hestbak og síðast en alls ekki síst að kynna sér rafíþróttir í Arena Gaming þar sem ekki fór fram hjá neinum hversu stóri spilasalurinn, þéttpakkaður leikjatölvum, heillaði. Minecraft mátti að lokum víkja fyrir leikjum sem þóttu meira spennandi.Atli Már Guðfinnsson Daníel Sigurvinsson, yfirþjálfari Arena, tók á móti krökkunum sem komu honum á óvart bæði með þekkingu sinni og ekki síður algeru áhugaleysi á hinum vinsæla Minecraft-leik. „Þetta var fínt. Ég hélt að þetta væru kannski krakkar sem hefðu aldrei notað tölvu en þegar ég spurði hversu mörg hefðu spilað tölvuleiki réttu allir upp hönd,“ segir Daníel. Engin í Minecraft Hann byrjaði á glærukynningu um Minecraft sem síðan stóð krökkunum opinn í tölvunum en hvert af öðru lokuðu þau þeim leik og fundu sér aðra sem heilluðu meira. „Á endanum var enginn í Minecraft þannig að ég lagði talsverða vinnu í glærukynningu um leik sem enginn vildi spila.“ Daníel skaut aðeins yfir markið með vandaðri glærukynningu á Minecraft.Atli Már Guðfinnsson Íslenskir krakkar, sem Daníel þjálfar, bættust síðan í hópinn og Daníel segir nokkur þeirra hafa spilað við þau grænlensku. „Það var smá feimni í gangi og ekki allir sem þorðu og héldu bara áfram í sínu en það var einhver blöndum og aldrei að vita nema einhver vinasambönd hafi myndast.“ Upplögð tenging við önnur börn „Þetta er í annað skipti sem þau kíkja í tölvuleiki og ég held einmitt að þessi hugmynd að stunda rafíþróttirnar skipulega og kenna þeim á þetta sé alveg upplögð tenging til þess að reyna að koma þeim í samband við íslenska krakka í gegnum leikina,“ segir Stefán Herbertsson, frá KALAK, en hann hefur tekið á móti grænlensku börnunum frá því verkefnið byrjaði fyrir átján árum. Jørgen Danielsen kennari frá Grænlandi og Stefán Herbertsson, frá KALAK, með Daníel þjálfara á milli sín í fjörinu í Arena.Atli Már Guðfinnsson Hann segir aðspurður að tölvuleikirnir séu krökkunum ekki alveg framandi. „Nei, en þau hafa kannski ekki mikinn aðgang nema í gegnum símann. Þannig að þau þekkja þetta að einhverju leyti en ég held að þetta sé ekki jafn öflugt og þetta er hér.“ Stefán bendir á að netaðgangur á Grænlandi sé engan veginn sambærilegur við það sem þykir almennt og sjálfsagt á Íslandi og okkar börn alist upp við. „Þau hafa ekki aðgang að eins góðu neti og við. Gleðin tók öll völd yfir tölvunum í Arena.Atli Már Guðfinnsson Þetta er mun betra en það var fyrir nokkrum árum en samt ekki gott og kemur ekki til með að verða neitt miklu betra. Vegna þess að þetta er allt í gegnum gervihnött og það er bara svo seinlegt. Það er enginn möguleiki að leggja ljósleiðara þarna. Það er ekki séns. Það er bara ekki hægt. „Þau voru æði“ „Þau voru æði og það var magnað að sjá alla þessa krakka spila,“ segir Eva Margrét en hún og Helga voru fulltrúar TÍK, Tölvuleikjasamfélags íslenzkra kvenna, í Arena til þess að vera krökkunum til halds og trausts í tölvuleikjunum. Hún segir það einnig hafa vakið athygli hversu áberandi kurteis, þæg og góð börnin hafi verið og bætir við að það sé ljóst að allt það jákvæðasta við iðkun rafíþrótta geti komið sterkt inn á Grænlandi og þá ekki síst í einangraðri byggðum. „Rafíþróttirnar gefa þeim tækifæri og mikla möguleika á að kynnast innbyrðis, milli bæja og líka komast í samband við krakka í öðrum löndum.“ Ótrúlegur velvilji „Þetta er búið að vera mjög fínt eins og alltaf. Krakkarnir bara frábærir og búin að njóta þess vel að vera hérna. Þau eru svo forvitin og spennt og þótt dagarnir hafi verið langir með sundæfingum, skóla og alls konar öðru eru þau áhugasöm, alltaf tilbúin og alltaf til í að sjá meira og meira“ segir Stefán þegar hann víkur að þeim ótrúlega velvilja sem verkefninu hefur verið sýndur frá upphafi. Leikið við hvurn sinn fingur í háhraðatrngingu.Atli Már Guðfinnsson „Eftir að ég hef útskýrt verkefnið lítillega hef bara ekki fengið nei hjá neinum. Það er svo margt sem hefur komið á óvart og við áttum ekkert von á í kringum þetta,“ segir Stefán sem fékk hugmyndina að verkefninu þegar hann var á ferð um Grænland og komst að því að börnunum í Tasiilaq væri boðið til vinabæjarins Gentofte í Danmörku. Hérna séu allir, fólk og fyrirtæki, boðin og búin til að leggja sitt að mörkum til að gera dvöl barnanna sem ánægjulegasta og vega upp á móti þeim mikla kostnaði sem óhjákvæmilega fylgir því að ferja og hýsa árlega tugi skólabarna frá Grænlandi. Íslenski þjálfarinn tengdi nemendur sína við grænlensku krakkana.Atli Már Guðfinnsson „Tasiilaq er 2000 manna bær og sá stærsti í landinu og börnunum þaðan er boðið en ekki krökkunum í litlu byggðunum og þá datt mér í hug hvort við gætum ekki bara boðið þeim til Íslands í staðinn. Maður hafði svo ekkert hugsað út í það en þegar þau komu fyrst var mikill bæjarrígur og þau töluðu svona frekar illa hvort um annað en nú er það horfið þegar krakkarnir frá þorpunum eru búin að kynnast. Vinátta þvers og kruss Nú eiga þau vini og þegar hópurinn er búinn að vera hérna þennan tíma þá er vináttan svona þvers og kruss. Bæði innanbæjar og ekki síður milli bæja. Þannig að það má segja að við séum bara búin að hafa djúp áhrif á þjóðfélagsgerðina þarna úti. Það var ekkert sem við ætluðum okkur vegna þess að þetta snerist bara aðallega um að bæta þessum krökkum upp að þau voru skilin útundan.“ Miðað við áhugann og hæfnina í rafíþróttum sem börnin sýndu í Arena á föstudaginn má ætla að þau verði enn síður einangruð og útundan þar sem fyrir liggur að með réttri nálgun geta tölvuleikir tengt börn saman landanna á milli og auðveldað þeim að eignast nýja vini. Jafnvel hvar sem er í heiminum þannig að með leikjatengingu styttist fjarlægðin milli íslenskra og grænlenskra barna enn frekar. Rafíþróttir Tengdar fréttir TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum „TÍK hafa starfað opinberlega sem félagasamtök núna í tvær vikur og hafa nú þegar fengið boð frá forsetanum á Bessastaði,“ skrifar Melína Kolka, stofnandi Tölvuleikjasamfélags íslenzkra kvenna, á Facebook þegar hún segir frá heimsókn grænlenskra grunnskólabarna til Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, þar sem „TÍK-in“ Eva Margrét Guðnadóttir var með í för. 1. október 2024 14:16 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fattaði upp á Orra Óstöðvandi Handbolti LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Körfubolti Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
KALAK - Vinafélag Íslands og Grænlands og Kópavogsbær hafa í átján ár boðið börnum frá litlu þorpunum á austurströnd Grænlands hingað til lands. Aðallega til þess að hitta íslensk grunnskólabörn á sama aldri og læra sund í Salalaug. Hrifningin vék smám saman fyrir skarpri einbeitingu.Atli Már Guðfinnsson Tækifærið er einnig nýtt til þess að fara sem víðast og sjá sem flest í samfélagi sem er að mörgu ef ekki flestu leyti mjög ólíkt því sem börnin eiga að venjast og því margt framandi sem fyrir augu ber. Eftirvænting og spenna Að þessu sinni komu um 30 þrettán ára krakkar til landsins og fengu meðal margs annars að hitta Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, sjá Gullfoss og Geysi, fara á hestbak og síðast en alls ekki síst að kynna sér rafíþróttir í Arena Gaming þar sem ekki fór fram hjá neinum hversu stóri spilasalurinn, þéttpakkaður leikjatölvum, heillaði. Minecraft mátti að lokum víkja fyrir leikjum sem þóttu meira spennandi.Atli Már Guðfinnsson Daníel Sigurvinsson, yfirþjálfari Arena, tók á móti krökkunum sem komu honum á óvart bæði með þekkingu sinni og ekki síður algeru áhugaleysi á hinum vinsæla Minecraft-leik. „Þetta var fínt. Ég hélt að þetta væru kannski krakkar sem hefðu aldrei notað tölvu en þegar ég spurði hversu mörg hefðu spilað tölvuleiki réttu allir upp hönd,“ segir Daníel. Engin í Minecraft Hann byrjaði á glærukynningu um Minecraft sem síðan stóð krökkunum opinn í tölvunum en hvert af öðru lokuðu þau þeim leik og fundu sér aðra sem heilluðu meira. „Á endanum var enginn í Minecraft þannig að ég lagði talsverða vinnu í glærukynningu um leik sem enginn vildi spila.“ Daníel skaut aðeins yfir markið með vandaðri glærukynningu á Minecraft.Atli Már Guðfinnsson Íslenskir krakkar, sem Daníel þjálfar, bættust síðan í hópinn og Daníel segir nokkur þeirra hafa spilað við þau grænlensku. „Það var smá feimni í gangi og ekki allir sem þorðu og héldu bara áfram í sínu en það var einhver blöndum og aldrei að vita nema einhver vinasambönd hafi myndast.“ Upplögð tenging við önnur börn „Þetta er í annað skipti sem þau kíkja í tölvuleiki og ég held einmitt að þessi hugmynd að stunda rafíþróttirnar skipulega og kenna þeim á þetta sé alveg upplögð tenging til þess að reyna að koma þeim í samband við íslenska krakka í gegnum leikina,“ segir Stefán Herbertsson, frá KALAK, en hann hefur tekið á móti grænlensku börnunum frá því verkefnið byrjaði fyrir átján árum. Jørgen Danielsen kennari frá Grænlandi og Stefán Herbertsson, frá KALAK, með Daníel þjálfara á milli sín í fjörinu í Arena.Atli Már Guðfinnsson Hann segir aðspurður að tölvuleikirnir séu krökkunum ekki alveg framandi. „Nei, en þau hafa kannski ekki mikinn aðgang nema í gegnum símann. Þannig að þau þekkja þetta að einhverju leyti en ég held að þetta sé ekki jafn öflugt og þetta er hér.“ Stefán bendir á að netaðgangur á Grænlandi sé engan veginn sambærilegur við það sem þykir almennt og sjálfsagt á Íslandi og okkar börn alist upp við. „Þau hafa ekki aðgang að eins góðu neti og við. Gleðin tók öll völd yfir tölvunum í Arena.Atli Már Guðfinnsson Þetta er mun betra en það var fyrir nokkrum árum en samt ekki gott og kemur ekki til með að verða neitt miklu betra. Vegna þess að þetta er allt í gegnum gervihnött og það er bara svo seinlegt. Það er enginn möguleiki að leggja ljósleiðara þarna. Það er ekki séns. Það er bara ekki hægt. „Þau voru æði“ „Þau voru æði og það var magnað að sjá alla þessa krakka spila,“ segir Eva Margrét en hún og Helga voru fulltrúar TÍK, Tölvuleikjasamfélags íslenzkra kvenna, í Arena til þess að vera krökkunum til halds og trausts í tölvuleikjunum. Hún segir það einnig hafa vakið athygli hversu áberandi kurteis, þæg og góð börnin hafi verið og bætir við að það sé ljóst að allt það jákvæðasta við iðkun rafíþrótta geti komið sterkt inn á Grænlandi og þá ekki síst í einangraðri byggðum. „Rafíþróttirnar gefa þeim tækifæri og mikla möguleika á að kynnast innbyrðis, milli bæja og líka komast í samband við krakka í öðrum löndum.“ Ótrúlegur velvilji „Þetta er búið að vera mjög fínt eins og alltaf. Krakkarnir bara frábærir og búin að njóta þess vel að vera hérna. Þau eru svo forvitin og spennt og þótt dagarnir hafi verið langir með sundæfingum, skóla og alls konar öðru eru þau áhugasöm, alltaf tilbúin og alltaf til í að sjá meira og meira“ segir Stefán þegar hann víkur að þeim ótrúlega velvilja sem verkefninu hefur verið sýndur frá upphafi. Leikið við hvurn sinn fingur í háhraðatrngingu.Atli Már Guðfinnsson „Eftir að ég hef útskýrt verkefnið lítillega hef bara ekki fengið nei hjá neinum. Það er svo margt sem hefur komið á óvart og við áttum ekkert von á í kringum þetta,“ segir Stefán sem fékk hugmyndina að verkefninu þegar hann var á ferð um Grænland og komst að því að börnunum í Tasiilaq væri boðið til vinabæjarins Gentofte í Danmörku. Hérna séu allir, fólk og fyrirtæki, boðin og búin til að leggja sitt að mörkum til að gera dvöl barnanna sem ánægjulegasta og vega upp á móti þeim mikla kostnaði sem óhjákvæmilega fylgir því að ferja og hýsa árlega tugi skólabarna frá Grænlandi. Íslenski þjálfarinn tengdi nemendur sína við grænlensku krakkana.Atli Már Guðfinnsson „Tasiilaq er 2000 manna bær og sá stærsti í landinu og börnunum þaðan er boðið en ekki krökkunum í litlu byggðunum og þá datt mér í hug hvort við gætum ekki bara boðið þeim til Íslands í staðinn. Maður hafði svo ekkert hugsað út í það en þegar þau komu fyrst var mikill bæjarrígur og þau töluðu svona frekar illa hvort um annað en nú er það horfið þegar krakkarnir frá þorpunum eru búin að kynnast. Vinátta þvers og kruss Nú eiga þau vini og þegar hópurinn er búinn að vera hérna þennan tíma þá er vináttan svona þvers og kruss. Bæði innanbæjar og ekki síður milli bæja. Þannig að það má segja að við séum bara búin að hafa djúp áhrif á þjóðfélagsgerðina þarna úti. Það var ekkert sem við ætluðum okkur vegna þess að þetta snerist bara aðallega um að bæta þessum krökkum upp að þau voru skilin útundan.“ Miðað við áhugann og hæfnina í rafíþróttum sem börnin sýndu í Arena á föstudaginn má ætla að þau verði enn síður einangruð og útundan þar sem fyrir liggur að með réttri nálgun geta tölvuleikir tengt börn saman landanna á milli og auðveldað þeim að eignast nýja vini. Jafnvel hvar sem er í heiminum þannig að með leikjatengingu styttist fjarlægðin milli íslenskra og grænlenskra barna enn frekar.
Rafíþróttir Tengdar fréttir TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum „TÍK hafa starfað opinberlega sem félagasamtök núna í tvær vikur og hafa nú þegar fengið boð frá forsetanum á Bessastaði,“ skrifar Melína Kolka, stofnandi Tölvuleikjasamfélags íslenzkra kvenna, á Facebook þegar hún segir frá heimsókn grænlenskra grunnskólabarna til Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, þar sem „TÍK-in“ Eva Margrét Guðnadóttir var með í för. 1. október 2024 14:16 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fattaði upp á Orra Óstöðvandi Handbolti LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Körfubolti Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum „TÍK hafa starfað opinberlega sem félagasamtök núna í tvær vikur og hafa nú þegar fengið boð frá forsetanum á Bessastaði,“ skrifar Melína Kolka, stofnandi Tölvuleikjasamfélags íslenzkra kvenna, á Facebook þegar hún segir frá heimsókn grænlenskra grunnskólabarna til Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, þar sem „TÍK-in“ Eva Margrét Guðnadóttir var með í för. 1. október 2024 14:16